Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Side 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1994, Side 48
VÍKINGUR „Pað kom fyrir að við sigldum hringinn í kringum landið. Petta tók fjóra til fimm sólarhringa frá því við fórum til að landa og þar til við komum aftur á miðin. “ Ljósm.: Jón Páll Ásgeirsson. BJÓÐUM SKRÚFUGÍRA OG FRAMGÍRA FRÁ FJÖLMÖRKUM ÞEKKTUM FRAMLEIÐUM: £k HURTH * MEKANORD * P.R.M. * FINNÖY * TWIN DISC * TECHNODRIFE * Z.F. * WALTER * SERVOGEAR * HUNDESTED SOLÉ * HELSETH * BORG WARNER * PARAGON SABB * RAINTJES * TONANCO * CAPITOL ¥ MASSON * VOLDA * K.M.F. * NOGVA * VALMET * RAPP FJELLHAMMER * PEGASO * PAY & BRINK * RENK * HYTEK ÚTVEGUM VARAHLUTI í FRAMANGREINDA GÍRA. - VIÐGERÐARÞJÓNUSTA - MDVÉLAR HF.___________________ EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI ■ SALA ■ ÞJÓNUSTA HVALEYRARBRAUT 32 ■ PÓSTHÓLF 209 ■ 222 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 91-650020 ■ TELEFAX: 91-650022 á þessum litlu bátum, sérstaklega ef kaldaði, þegar ekkert var upp úr nema stýrishúsið. Það var stórt stökk af Sigðurði yfir á þann litla. Eg lærði að vera varkár. Eg tapaði kvóta á þessu. Mér var sagt að ég fengi kvóta eins og aðrir. En það var komið aftan að mér, því þegar kvótinn kom var tekin þriggja ára viðmiðun. Tvö þeirra var ég á loðnunni og þriðja vorið var ég lasinn og féll því laglega í gryfjuna. Hefði mig grunað að orð stæðu ekki hefði ég ekki verið að gaufa við loðnuna. Þessar veiðar geta verið spennandi og eins getur þetta verið rosalega leiðinlegt. Þetta byggist það mikið upp á tíðarfari. Það er farið að kasta í miklu verra veðri en áður var. A síðustu vertíð var ágætt veður en tvær vertíðarnar þar á undan voru verri veður, snögg veðrabrigði. Tíu til fjórtán vindstig eins og hendi væri veifað. Það er stundum engin miskunn. Við erum ekki með stóra nót. Á veturna erum við með einna minnstu nótina af öllum bátunum. Hún tekur nóg á veturna en mætti vera stærri á vorin. Þetta eru dýr veiðarfæri og ég er oft hissa á hvað menn eru kaldir að kasta á grunnu vatni.“ En á Kristbjörn von á góðri vertíð? „Hjálmar Vilhjálmsson er bjartsýnn á næstu vertíð. Þeir fundu mikið af tveggja ára loðnu. Þetta lofargóðu, en ég hef ætlað að hætta þessu í tíu ár. Ég er alltaf að segja konunni að ég sé að hætta,“ sagði Kristbjörn Árnason. 48

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.