Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Qupperneq 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Qupperneq 8
Súðavík og Suðureyri eru ekki ein- ungis tvö dæmigerð sjávarpláss sem standa nærri hvort öðru, þar búa ámóta margir íbúar, eða rúmlega 200 á Súðavík og rúmlega 300 á Suðureyri. Sjávarútvegur er nánast eina atvinnu- greinin á báðum stöðum. Þegar skoðað er hversu mikill kvóti er til á þessum sambærilegu stöðum kemur í ljós að þar ber verulega mikið á milli. A Súðavík eru tæp tólf tonn á hvern íbúa á meðan á Suðureyri eru aðeins 366 kíló á íbúa. Til samanburðar um hversu aumt ástandið er á Suðureyri má geta þess að í Reykjavík eru 278 kíló af kvóta á hvern íbúa. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hversu miklu minna máli sjávarútvegur skiptir Reykvíkinga en íbúa Suðureyrar. Af þessu má sjá hversu illa kvótakerfið hefúr leikið nokkur byggðarlög; byggð- arlög sem eiga jafnvel allt sitt undir sjáv- arafla. f blaðinu er að finna lista yfir kvóta- eign á hvern íbúa flestra kaupstaða og kauptúna á landinu. Það má taka fleiri dæmi. Á Grund- Stærstu útgerðarfélögin 1. Grandi 15.738 2. Útg.fél. Akureyringa 13.895 3. Samherji 9.242 4. Skagfirðingur 7.527 5. Haraldur Böðvarsson 6.565 6. Skagstrendingur 5.725 7. Vinnslustöðin 5.615 8. Ögurvík 5.459 9. Síldarvinnslan 4.660 10. Miðnes 4.578 11. Sæberg 4.438 12. Útg.fél. Dalvíkinga 4.400 13. ísfélag Vestmannaeyja 3.507 14. Þormóður rammi 3.450 15. Kirkjusandur 3.346 16. Stálskip 3.321 17. Þorbjörn 3.248 18. Hrönn 2.920 19. Gunnarstindur 2.905 20. Hraðfr.h. Grundarfj. 2.881 arfirði og Patreksfirði búa ámóta margir, eða á níunda hundrað manns. Grund- firðingar ráða yfir sjö og hálfú tonni á hvern íbúa en Patreksfirðingar hafa tvö og hálft tonn á mann. Á síðustu fimm árum hefur ekkert landsvæði misst eins mikinn kvóta og Suðurfirðir Vestfjarða. Á þessu tímabili hefur farið þaðan yfir fimm þúsund tonna kvóti, eða um 58 prósent af kvót- anum. Einnig má sjá að frá Suðurfjörðum Vestfjarða hefur verið færður nærri 4.500 tonna kvód á síðustu fimm árum. Þetta segir okkur að stjórnendur útgerðarfyrirtækja á þessu landsvæði hafa með einhverjum hætti misst frá sér þetta mikinn kvóta. Það er eflaust ein- földun að draga eingöngu aðra en heimamenn til ábyrgðar. Hér má finna úttekt á kvótanum og tekin nokkur dæmi af hinum ólíkleg- ustu hliðum þess fiskveiðistjórnunarker- fis sem við búum við. Þegar skoðað er hvernig kvótinn skiptist nú milli einstakra byggðarlaga og héraða má sjá að það sitja ekki allir við sama borð og hagsmunir eru ólíkir. ■ ÖRUGGT MAL Skipavog S -120 Skipaflokkari Skipaþrennan frá PÖLS - hörkutól að vestan • Ending og þol viö heimsins erfiöustu aðstæður • Hagkvæm lausn • Vigtun, skömmtun, flokkun, eftirlit, skráning Skipavog S-125 o PÓLS Markaðsdeild • Ármúli 36 • Pósthólf 8836 • 128 Reykjavik • Sími 588 5115 • Fax 588 5116 • Telex 2253 Poles is. 8 VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.