Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Page 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Page 38
Hálf öld frá lokmn lieimsstyrjaldarinnar: dynja á honum. í þeirri atlögu særðust fimm skipverjar mikið. Loftskeyta- mönnum Arinbjörns hersis tókst að ná sambandi við breska strandstöð sem beindi björgunarskipi að togaranum. Þýska vélin réðst einnig til atlögu við breska skipið en hafði ekki erindi sem erfiði og hvarf að svo búnu á braut. Arinbjörn hersir laskaðist nokkuð í árásinni og yfirgaf áhöfnin togarann og var flutt til lands. Arinbjörn hersir var síðar dreginn til hafnar í Londonderry á Norður-írlandi þar sem gert var að skemmdum og sigldi áhöfnin skipinu að því loknu heim á leið. Enginn lét lífið í þessari árás. $ j omanna Talið er 225 Islendingar hafi látið lífið af völdum styrjaldarátaka á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Stríðsguðirnir tóku þennan toll að langmestu leyti úr röðum íslenskra sjómanna. Islenskar skipshafnir voru í stöðugri hœttu á siglingum um hafsvœðin umhverfis landið. Hér á efiir verður getið um helstu árásir og skipskaða afvöldum styrjald- arinnarþar sem íslensk skip áttu í hlut, en taka ber fram að hér er ekki um tœmandi upptalningu að rreða. Enda þótt talan 225 sé örsmá í samanburði viðþá tugi milljóna er létu lífið í síðari heimsstyrjöldinni var stríðsfórn Islendinga ekki minni hlutfallslega en margra þjóða annarra. Sem dœmi má nefna að Islendingar urðu jýrir hlutfallslega jafhmiklu manntjóni og bandaríska þjóðin íþessum mikla hildarleik. Fyrsta árásin Um klukkan 5 að morgni 2. mars 1940 réðst þýsk herflugvél að togaranum Skutli frá Isafirði þar sem hann var á siglingu á heimleið eftir söluferð til Bretlands. Þetta var íyrsta árásin sem íslenskt skip varð fyrir í styrjöldinni. Þegar árásin var gerð var Skutull á sigl- ingu við strendur Bretlandseyja innan hafnbannssvæðis Þjóðverja. Þýska flug- vélin varpaði fyrst sprengjum að togar- anum en þær hæfðu elcki skotmarkið. Hófst þá vélbyssuskothríð á skipið án þess að valda nokkru manntjóni og efnalegt tjón var lítið. Nokkru eftir að árásin hófst komu breskar flugvélar á vettvang og hröktu árásarvélina á brott. Armbjörn hersir Þann 22. desember 1942 var togarinn Arinbjörn hersir á siglingu á írlandshafi þegar þýsk sprengjuflugvél af gerðinni Heinkel 111 kom að skipinu og hóf umsvifalaust árás. Alls kastaði flugmaður vélarinnar fjórtán sprengjum að togar- anum. Eftir að fyrstu sprengjunum hafði verið varpað hóf áhöfn skipsins að koma út björgunarbát, en á meðan verið var að slaka bátnum út reyndi árásarvélin að hæfa skipverja. Björgunarbáturinn komst á flot og þegar átta menn voru komnir í bátinn sneri flugmaðurinn sér að óvörðum bátnum og lét kúlnahríðina Kistur þeirra er féllu á þilfari Fróða. 38 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.