Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Qupperneq 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Qupperneq 49
inum Latsis árið 1986 og er skipið enn í eigu hans. Ber það nafnið Hellas Fos og var nefnt hér áður. Enn eru ónefnd tvö þeirra skipa sem náðu yfir hálfrar milljónar tonna markinu, en þau voru systurskipin Esso Atlantic, sem nú heitir Kapetan Giannis, og Esso Pacific, sem nú heitir Kapetan Michalis. Þau eru 516.000 burðartonn. Eftir lenginguna á Seawise Giant fór skipið tvær ferðir frá Persaflóa, þá fyrri til Japans en þá síðari í Mexíkóflóa. Þegar þessum ferðum lauk var skipið notað sem geymsluskip í Aruba fram í apríl 1982. Þá var skipinu lagt þar og síðan flutt í desem- ber sama ár til Trinidad til áframhaldandi legu. í maí 1983 og fram á mitt ár 1986 var skipið notað sem geymsluskip í Mexíkó. I október kom skipið til Hormuz Terminal í íran til áframhaldandi notku- nar sem geymsluskip. Þann 14. maí 1988 varð Seawise Giant fyrir sprengjuárás frá írökum, en þá stóð Persaflóastríðið sem hæst. Þegar skipið varð fyrir árásinni var það að dæla olíu yfir í spánska olíuskipið VLCC Barcelona. Yfirbygging skipsins og vélarrúm urðu fyrir gííúrlegum skemmd- um í sprengingunni og eldur kviknaði í því þegar olía flæddi út úr rifnum farm- tönkum. Þrír skipverjar fórust. Skipið var dæmt ónýtt eftir. A miðju ári 1989 var skipið selt Nor- man Internadonal A/S í Osló og nefnt Happy Giant. Hafði skipið verið dregið frá Hormuz til Ulsan í Japan þar sem kannanir á skemmdum fóru fram. Síðan var skipið dregið til Brunei þar sem því var lagt þar til það var dregið til Singapor í október 1990. Hjá Keppel-viðgerða- stöðinni fór fram umfangsmikil viðgerð á sldpinu þar sem yfirbyggingin var fjarlægð og ný sett á. Skipt var um 3.200 tonn af járni úr skemmdum tönkum skipsins sem og 32.000 metra af rörum. Viðgerðin á skipinu kostaði ekki neitt smáræði eða 62 milljónir dollara. Meðan á viðgerðinni stóð var það selt Jahre Shipping í Sandefjord í Noregi og þá nefnt Jahre Viking. Skipið var síðan tekið í þurrkví í Dubai, þar sem ekki voru nægjanlega stórar þurrkvíar í Singapor til að taka skip- ið upp. Þegar viðgerð á skipinu lauk hélt það til Saudi-Arabíu til lestunar á farmi á ný. Hófst fyrsta ferðin með farmi 25. nóvember 1991 en frá því skipið var smíðað og til þess dags hafði það einungis farið fjórar ferðir með farm. Næstu árin var skipið að mestu í flutningum milli Persaflóa og Mexíkóflóa en fór einstaka ferðir frá Saudi-Arabíu til Ain Sukhna í Egyptalandi (fyrir sunnan Súez). Eins og sagði í upphafi þá kom skipið í fyrsta sinn til hafnar í Evrópu í janúar sl. og var farmur þess samtals 542.400 tonn af olíu sem losuð var í Antifer, sem er um 20 km fyrir norðan Le Havre. Þegar hefúr verið ákveðið að skipið komi aðra ferð til Frakklands á þessu ári. Þótt einungis fjögur þeirra sjö risa sem voru stærri en hálf milljón tonna séu enn í notkun þykir fátt benda til þess að í framtíðinni verði aftur ráðist í smíði á slíkum ferlíkjum, enda breytti opnun Súesskurðar miklu um olíuflutninga um heimsálfuna. Hilmar Snorrason Ahugaverðasta tœkninýjung í öryggisbúnaði sjómanna sem fram hefur komið í langan tíma. Hann er minni en spilastokkur að stœrð Líflínu neyðarsendirinn frá SEA-MARSHALL. L í F L í l\l A GÆTIGERT GÆFUMUNINN Hann sendir út á tíðnisviði 121,5 MHZ, neyðarbylgju sem flugvélar og jafnvel gervihnettir nema og staðsetja í öllum veðrum og við öll veðurskilyrði. Komdu og kynntu þér ótvírœða kosti Líflínu Björgunarkerfisins sem getur bjargað mannslífum. Oryggi fyrir minna verð en þú átt von á. TITANhf Lágmúla 7 Sími: 581 4077 Fax: 581 3977 vIkingur 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.