Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Side 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1995, Side 57
Ekjuskip urðu til úr olíuskipum. nokkrar ferðir og var fenginn krani til að hífa flut- ningabílana um borð. Eftir nokkrar ferðir vildi McLean auka þessa flutninga og setja fleiri flut- ningabíla á þilfarið, en þar sem skipin voru tóm á þes- sari leið kom upp stöðugleikavandamál varðandi skipin þar sem allur farmur var nú einungis á þilfari. Vildi hann því prófa að setja flutningabíla inn í tank- ana, en þá var honum bent á að engar lestarlúgur væru á tankskipum heldur einungis lítil tanklok sem engir bílar færu niður um, hvað þá heldur flutningabílar. Hann var þó ekki á því að vilja skilja þessi rök og ákvað að kaupa sér tankskip og skera stór göt í þilfar- ið fyrir lúgur, svo hægt væri að setja bílana niður í tankana. Flutningabílarnir flugu nú hver á fætur öðrum niður í skipið, sem að vísu var ekki lengur notað til olíuflutninga. Samhliða þessu vildi hann gera breytingar á bílunum því honum fannst algjör óþarfi að vera að flytja allan bílinn fram og til baka. Þá var húsinu á bílnum breytt þannig að það var sett á sér- stakan vagn sem dreginn var af bílnum og við í daglegu tali köllum nú tengivagn. Síðan þróaðist tengivagninn út í gáma sem eru stærstu flut- ningaeiningar sem ferðast um heimshöfm í dag. Þróun gámaskipa á því rætur að rekja til olíuskipa vestur í Bandaríkjunum og í dag er Sea-Land- útgerðin hans McLeans stærsta gámaskipaútgerð þar í landi. ■ VlKINGUR 57

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.