Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Blaðsíða 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Blaðsíða 48
línuspilinu og lét augnlokin síga. Hann sá svart og líka rautt, fyrst meira rauttsvo meira svart. Heyrði hvininn ogdynkina, skellina og sporðaslátt- inn. Svo varðþögn. — Hirtufœrið þitt drengur! Gamli Jón var höstugur. Drengurinn glaðvaknaði, hljóp tilogfór að dragafierið sitt. Það var sDkt. Hann flýtti sér að hala inn. Hann heyrði piíið í Gamla Jóni við dráttinn. Frerin þeirra höfðu flœkst saman. Nú komu upp sökkur ogfiskar. Sökkur, ásar og taumar voru i bendu. En það vorufiórirfiskar, á hverjum krók. Drengurinn seildist efiir goggnum og fierði í fisk og svo í annan. Það var laust íþeim. Hinum kipptu þeir inn fyrir á taumunum. — Það dugir ekki að sofha við fœrið og láta aðra draga fyrir sigfiskinn. — Égskal ekki sofna aftur, Jón minn. Ogsvo fór sólin að lyfia sér, loksins, efiir mikið hatigs. Hœgt, hagt mjakaðist hún upp á við, ogsmá saman tapaði hún roðan- um. Oghafbreiðan varðlíka bjartari. En nú varekki logn. Það varnorð- ankul en sléttur sjór. Landröndin var ekki lengur dökkblá, núna var hún Ijósblá og móskayfir henni. Suðurfallið hajði boriðþá vesturfyrir grunnið og það hajði snardýpk- að. Fœrin náðu ekki botni. Þeir höjðu uppi oggerðu að ajla. Klukkan var víst um sjö þegar því var lokið. Á efiir fengu þeir sér kajfi, allir nema drengurinn; hann fékk sér te, hafði ekki lœrt að drekka kaffi. Síðan lögðu þeir sig karlamir á hinni vaktinni. Drengurinn átti vakt með Stjána og Gamla Jóni. Stjáni setti í gang og keyrði norður. Drepið á vél og reynt. Þeir urðu lítið varir. Klukkan 9 voru vaktaskipti. Drengurinn jlýtti sér í lúkarinn, fór úr peysunni en stakk sér í kojuna í buxunum og varþegar sofnaður. Hann rtimskaði við hróp og köll ífiarska. Velti sér á hlið. — Rœs strákur! Það er rœs! Þetta var ekki Gamli Jón, þetta var Narfi. Hann stóð fyrir framan kojuna og tók hendi á öxl drengnum og skók hann til. — Rœs! Það erfiskur. þaðgengur ekki að liggja í koju þegarfiskur er. Drengurinn rauk upp, rak ennið undir bita, stökkfram úr, nuddaði ennið. Sá á eftir Narfa upp um lúkardyrnar. Hann verkjaði í skrokkinn. Samtsmokraði hann sér ístígvélin ogpeysuna. Svo varhann uppi á dekki og fékk ofbirtu í augun. Hann var svolítið stirður, en fljótt rjálaðist af honum stirðleikinn og syfian. Hann renndi fierinu og fór að draga. Klukkan var rúmlega tíu. Undir hádegi tregaðist. Það var að rísa dökkur bakki í norðinu. Drengurinn leit til lands. Það var komin mikil móskayfir landröndina. Enn máttiþó velgreina einstök fiöll. — Hvaða gusur eru þetta? Drengurinn sá koma strók upp úr hafinu, fyrst einn svo tvo samtím- is. — Gusur hvari spurði Gamli Jón. — Þama, i áttina til lands. Nú kom upp strókur og enn einn. — Hvalablástur. Þetta eru hvalir, stórhveli. Þeir eru oflangt í burtu til að við sjáum þá. Við sjáum bara blásturinn. — Hvemig hvalir? — Reyðarhvalir sjálfiagt. Kannski steypireyður. — Hefúrðu séð svona hvali? — Já oft í gamla daga. Þegar ég var á Rasilíunni sá ég einu sinni steypireyðar eðla sig. — Eðla sig, hvað er það? — Það er mikil sjón. Nautið liggur á bakið með skaufann upp í Loji. Kýrin tekur atrennu og hendir sér i loft upp og ofan á hann. Og efhún ekki hittir, þá verður ógurlegur bœslagangur. Þetta eru nú engir smáfisk- ar, drengsi minn. Ætli steypireyðurin geti ekki orðiðyfir 100 tonn. Það hefégheyrt. Drengurinn hajði settfieriðsittfast og horjði í áttinaþangaðsem hann hajði séð blásturinn. En nú var ekki meira að sjá. Jú, nú sá hann afiur einn strók, svo annan ogþann þriðja. En þeir voru Legri ogfiarlagari en fyrr. Ekki fengi hann að sjá steypireyðar eðla sig íþetta sinn. Hann tók ífierið. Það var kippt í. Kippt ótt og títt. Hannfór að draga. Það var ekki þungt, og hann gat dregið hratt. Það var eins og titringur á fizrinu. Nú kom fiskur i Ijósmálið - eða varþað ekki fiskur? Það var lúða, lítil lúða, lóulok. Nú hlógu karlarnir. — Sko strákinn! Dregur hann ekki lúðu! Kominn með hvolpavit karl- inn. Ekki nema von að hún sé lítil. Strákurinn er nú heldur ekki stór. En lóulok samt. Verður einhvem tímagóður. Ha ha ha! Það komu ekki fleiri fiskar. Það var að kalda. Drengurinn tók afsérsvuntuna ogfór í stakkinn sinn. Þeir höfðu uppi. Svo var sett í gang til að kippa. Drengurinn vatt úr vettlingunum sínum. Hann tók í bóndin á strojf- unum og hnýtti þá saman með slaufú. Löngutöng hœgri handar smeygði hann undir slaufima. Svo leitaði hann skjóls, í stýrishúsinu. Hann var búinn að uppgötva þennan góða stað við púströrið. Hann stóð þarna í stakknum með vettlingana í hendinni og hallaðist upp að heitu rörinu. Það var mjög hlýtt á milli herðablaðanna. Hann var einn. Enginn maður nœrri. Hann sat í grœnu grasi og í kringitm hann voru sóleyjar. Mikið af sóleyjum. Þœr voru gular og svo urðu þœr rauðgular ogsvo rauðar eins ogsóLin. Breiðan var rauð allt um kring. Hann vaknaði við að hann missti vettlingana. Langatöngin hafði slappast við blundinn og misst takið. Honum var heitt á bakinu. Hann beygði sig og tók upp vettlingana, hallaði sér ajtur að rörinu. Langaði aji- ur í sóleyjarbreiðuna. — Sjáðu strákinn! Hann er ekki vandur að svefnplássinu. Sefúr stand- andi eins og hross. Ha. Það var Stjáni sem sagði þetta. Hann stóðþama við glugga bakborðs megin, hár og þrekinn, ogglotti breitt. — Það er gott að geta hvílt sig hvenœr sem fieri gefit, sagði karlinn. Hann var við stýrið. Enn var drepið á vél og rennt, en nú varð enginn var. — Þetta vargöngufiskur, sagði Gamli Jón. Hann ergenginn afmiðinu. Það var ekki Lengur sólskin. Ský hafði dregið upp á himin, og hann var að bœta í vind. Norðaustan stinningskalda. Það var að koma aðfrí- vaktinni hans bráðum. Karlinn var kominn í stýrishúsgluggann og skimaði út og suður. — Hafið uppi oggangiðfrá. Þegar hann lagðist í kojuna sínafannst honum hann vera að sökkva. Ekki niður í djiíp eða myrkur, heldur inn í óendanlega breiðu afljósi. Svo vissi hann ekki afsér. Þeir voru komnir í landvarið, brátt tœki fiörðurinn við þeim, þessi kyrrláti fiörður með há fiöll og öruggt skjól. En míyrði þar ekkert logn og engar spegilmyndir. Kannski yrðu þœr aldrei framar. Að minnsta kosti ekki þar myndir sem lokka ungati dreng lít á djúpið. Nú voru aðrar myndir í huga hans. Hann hafði verið í náttleysunni, þessari víðu birtu á breiðri bungu hafiins. Hann hafði dregiðfisk, marga fiska, ogfengið sína fyrstu lúðu. Kannskiyrði hann bráðum júllorðinn. ■ 48 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.