Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Page 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Page 24
Eldsvoði Samruni Eldur kom upp á bílaþilfari í ferjunni Superfast III um miðjan október s.l. en eldurinn varð það mikill að 307 farþegar og megnið af 106 manna áhöfn ferjunnar var flutt yfir í tvö skip er komu á vettvang. Suþerfast III sem eldur kom uþþ ífyrr á þessu ári. Mönnum til mikillar skelfingar fundust 13 lík á bílaþilfarinu eftir að eldur hafði verið slökktur. Við nánari eftirgrennslan kom I Ijós að hér voru á ferðinni kúrdískir laumufarþegar. Draugar Nú eru tíu ár síðan olíuskipið Exxon Valdez strandaði við Alaska og olli gífurlegu mengunarslysi þar. Enn eru afleiðingar slyssins að gera vart við sig en nú á veitingastað í Bandaríkj- unum. Þar gengur nefnilega milli borða þjónn sem heitir Jos- eph Hazelwood og var skipstjóri á þessu ólukkans skipi. Hann er að taka út refsingu þá sem honum var dæmd vegna strandsins en hann á að leggja fram 200 tíma samfélagsvinnu á ári hverju næstu fimm árin. Reyndar hefur kallinn fengið á- gætis starf en lögmannsstofan sem hefur verið að verja hann réð hann til starfa sem ráðgjafa í siglingafræðilegum málum. Joe hefur orðið hálfgerð lifandi goðsögn eftir þetta strand því ef lesendur þlaðsins hafa horft á mynd Kevins Costners, Wa- terworld, þá er hann goð lýðsins sem hélt til um borð í braki olíuskipsins í myndinni. Reyndar má einnig sjá að Exxon Valdez hefur átt að vera eitt sinn nafn skipsins í myndinni. Ef Þjóðverjar nota sömu aðferðir geta kannski íslenskir ferða- menn átt von á því að rekast á skipstjóra Víkartinds við veit- ingastörf. Howaldtswerke Deutsche Werft (HDW) í Kiel hefur nú yfir- tekið Kockums skipasmíðastöðina í Malmö og Karlskrona en tilurð þessara kaupa má rekja til að fyrirtækið Celcius sem er móðurfyrirtæki Kockums yfirtók á síðasta ári 25% í HDW. Nýja fyrirtækið verður það stærsta í heimi sem smíðar kafbáta sem ekki eru kjarnorkuknúnir. Skál í Hanstholm kalla menn ekki allt ömmu sína en þegar þýska ættaða flutningaskipið Jessica kom til hafnar þar um miðjan september töldu menn sig hafa séð allt sem hægt er að sjá. Það kemur reyndar endrum og eins fyrir að skip rekist á bryggjur en Jessica gerði það hvorki meira né minna en fimm sinnum meðan freistað var þess að leggjast að bryggju. Hafnarstarfsmönnum leist ekki á blikuna og kölluðu því á lög- regluna því hér var eitthvað óvanalegt á ferðinni. Þegar loks hafði tekist að binda skipið við bryggju fóru lögreglumennirnir að heimsækja skipstjórann, sem var eistlendingur, til að vita hverju sætti var vinurinn dauðadrukkinn í brúnni. Mældist á- fengið í honum vera 3,11 promill. Jessica, sem er tæp 600 tonn að stærð er skráð á Antiuga. Það eru ýmsar leiðir til þegar gera þarf út og peningar ekki miklir til þess. Nýlega var afhent nýtt skip frá J.J. Sietas skipasmíðastöðinni, sem hefur smíðað meiri en helming fossa Eimskipa, sem fékk nafnið Werder Bremen eftir fótboltaliðinu þýska. Það urðu margir undrandi þegar þeir sáu skipið ný- málað þvl þrír mismunandi litir á bol skipsins, þrír mismun- andi á lúgukörmum og tveir á yfirþyggingu þess. Ástæðan var einfaldlega sú að eigendur þess nýttu sér sömu hug- myndir og fótboltafélagið að láta styrktaraðila borga brúsann. Þessu til viðbótar voru reistar stangir á þilfari skipsins fyrir prufu og afhendingarsiglingu skipsins þar sem stórir auglýs- ingasegldúkar voru strengdir á milli. Skipið verður I siglingum milli Hamborgar og rússnesku hafnanna í Austursjó ásamt systurskipi sínu Borussia Dortmund en það skip er einungis málað í litum fótboltafélagsins. Sögur segja að með auglýs- ingunum hafi útgerðin fengið málninguna á skipið fría. Sjáið þið lesendur ekki í anda ef Eimskipafélagið málaði skip sín í anda búninga KR! Auglýsingar á skipin 24 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.