Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Blaðsíða 16
Uppsjávarskip á vinnslu og borð fá mest út úr samningunum. Ljósm. Jón Páll Ásgeirsson. -Ef viðförum út í báða enda, hverjir lenda verst út úr þessu og hvcrjir koma best út? Þeir sem lenda verst í því, eins öfug- snúið og það nú er, eru áhafnir á skipurn hjá útgerðum sem hafa tekið á sig meiri launakostnað en þeim bar skylda til gagnvart gerðardómi og verið það al- mennileg við þá gegnum tiðina að leyfa þeim að vera í eða undir neðri mörkum gerðardómsins varðandi mönnun án þess að taka til sín 50 % af þeim launakostn- aði sem sparast við fækkun í áhöfn. Það hafa t.d.kannski verið sex menn á skipi, en hins vegar að meðaltali sjö í þessum skipaflokki. Þessir sex fá yfir sig tvöfalda prósentulækkun. Ég veit um nokkur dæmi sem eru slæm hvað þetta varðar, sérstaklega í rækjunni og einnig eru til erfið tilvik í öðrum veiðigreinum. Við höfum átt fundi með forsvarsmönnum LÍÚ vegna þessara mála og enn er of snemmt að segja unt hvað út úr þeim viðræðum kemur. Ef við tökum öfgarnar í hina áttina held ég að fullyrða megi að uppsjávar- skip án vinnslu um borð komi best út. Þar eru til jafnaðar 15 menn á í dag, en almennt viðurkennt að tólf dugi á troll- inu. Menn losna við löndunina og tekju- aukning verður veruleg fyrir þá sem um borð eru. Gagnrýni á samninginn Svo er annað sem ég hef heyrt utan af sjó að menn telji verst, en held að þar sé um mikinn misskilning að ræða. Það eru tvær greinar samningsins sem eru mest gagnrýndar og þó einkum ein. Hún gengur út á það að samningsaðilum sé heimilt að semja um að lækka skiptapró- sentuna á skipum vegna tiltekinna atriða, tímabundið eða ótímabundið, eða gera breytingar á öðrum atriðum kjarasamn- ings þessa, hvort sem um er að ræða skip sem skráð eru í fyrsta sinn á islenska skipaskrá fyrir eða eftir 1.1. 2004. Það var grundvallaratriði af okkar hálfu að koma því alls staðar inn í textann þar sem því var viðkomið, að það væru stétt- arfélögin og útgerðin sem tækjust á um hlutina sem samningsaðilar. Þetta er líka sameiginlegur skilningur minn og for- svarsmanna LÍÚ og raunar allra sem stóðu að samningsgerðinni. Menn virðast sumir hverjir alveg horfa fram hjá þessu. Ég hef heyrt fullyrðingar eins og þær að það sé nóg að það sé skipt um eitt færi- band um borð eða keypt nýtt sjónvarps- tæki og þá geti útgerðin lækkað skipta- prósentuna. Hvar sem ég hef komið um borð í skip hef ég beðið áhöfnina um að benda mér á einhvern hlut í þeirra skipi, einhverja aðgerð sem gæti valdið því að skipverjar gætu ímyndað sér að það yrði farið að hrófla við skiptaprósentunni. Það hefur enginn komið með neitt ein- asta dæmi um slíkt. Ef þessar röngu full- yrðingar eiga að móta afstöðu manna til samningsins þá eru hinir sötnu bara ekki á réttu róli. Eini hugsanlegi möguleikinn sem ég sé að geti orðið til þess að ein- hverjar samningaviðræður um lækkun skiptaprósentu eigi sér stað, er ef gamall útjaskaður kláfur færi í klössun erlendis og kæmi til baka sem nýtt skip og hægt væri að sýna framá að hann skilaði afger- andi meiri verðmætum en hann hefði gert áður. Þótt það sé sett nýtt vinnslu- dekk í skip sem er með ákveðinn kvóta og heldur áfram að skila sömu eða svip- uðum verðmætum og áður þá eru ná- kvæmlega engin rök til í málinu. Grund- vallarforsendan fyrir því að hægt sé að breyta einhverju hvað þetta varðar er að það verði veruleg og varanleg verðmæta- aukning á skipinu sem skilar bæði út- gerð og áhöfn meiri tekjum. -Þú telur sem sagt að þessi gagnrýni sé byggð á misskilningi? Já, tvímælalaust. Menn eru auðvitað brenndir af ýmsu gegnum tíðina sum staðar og þess vegna lagði ég gífurlega áherslu á að það væru stéttarfélög og út- gerð en ekki áhafnir og útgerð sem tækjust á um hlutina ef til kæmi. Það má segja að það sé þetta sé meginþema í gegnum samninginn. Þetta sem ég nefndi á sömuleiðis við um breytt róðramynstur, sem menn ákveðnir menn hafa lagt mik- ið á sig til að fá í gegn. Þar er orðalagið þannig, að komi frá ósk frá áhöfn til stéttarfélags urn breytt róðramynstur þá skal stéttarfélagið beita sér fyrir því að ganga úr skugga um hvort það er meiri- hlutavilji unt borð fyrir breytingu. Ef svo er mun stéttarfélagið semja um það, en ekki útgerð og áhöfn eins og verið hefur. Ég held að aðild stéttarfélaga að þessum atriðum skipti mjög miklu máli. Það er að mínu mati mjög veigamikið atriði að unnið sé markvisst að því að stéttarfélög- in virki með þeim hætti að sjómenn geti einbeitt sér að sínu starfi og verið lausir við jiá kvöð að þurfa að eyða sínum fri- tíma í það að standa í endalausu þrefi við sinn vinnuveitanda með því návígi sem almennt tíðkast í greininni nú á tímum. -Svo koma til nokkrar kauphœkkanir á samningstímanum? Okkar samningur felur í sér í raun rúmlega 17,6% kauphækkun á launalið- um. Við gildistöku samningsins hækka launin um 4,25%, svo 1. janúar 2005 um 3% og síðan áfram út samningstímann og gildir fram á mitt ár 2008. Séreignasparnaður, lífeyrissjóður, orlof og sjúkrasjóður Árni Bjarnason ræddi áfram vítt og breitt um samninginn og vék meðal ann- ars að því, að nú fá sjómenn loks eins og aðrar stéttir möguleika á séreignarsparn- aði gegn mótframlagi vinnuveitanda og auknar greiðslur í lífeyrissjóð, en þessi réttindamál hafa lengi verið baráttumál sjómanna. Einnig minnti hann á bætt or- lofsréttindi með hinum nýja samningi. Eins og ég hef sagt við marga yngri menn og tala þar af eigin reynslu, hefði ég ekki fúlsað við því sem ungur maður að vera nánast skikkaður til þess að leggja tvö prósent af launum mínum inn á séreignasparnað. Ef þú ert til dæmis í góðu plássi á frystitogara á samningstím- anum, með fimm milljónir í tekjur á ári, þá ertu að borga 350 þúsund yfir tímann af þínum launum í séreignasparnað. Út- gerðin borgar annað eins á móti, sem er 2% mótframlag og þá eru komin 700 þúsund í séreignasparnað á samningstím- anum að viðbættum vöxtum, sem annars hefðu í langflestum tilfellum farið í 16 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.