Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Blaðsíða 26
Birgir Loftsson sagnfrœðingur hefur rannsakað þróun deilna íslendinga og V- Þjóðverja um fiskxeiðilögsöguna hér xið land frá þxí landhelgin xarfœrð út í 50 mílur og þar til fiskxeiðum Þjóðxerja lauk hér xið land. Víkingurinn birtir hér grein eftir Birgi þar sem hann rekur gang mála í deilunni. Hingað til hafa sjón- ir manna fyrst og fremst beinst að fiskxeiðideilunum xið Breta en fátt eitt skrif- að um deilurnar xið Þjóðxerja Fiskveiðideilur íslendinga og Vestur-Þjáðverja 1972-1977 Það hefur ávallt farið svo þegar fjallað er um landhelgisdeilur íslendinga við út- lendinga í dagblöðum, tímaritum, bók- um og öðrum fjölmiðlum að meginá- hersla hefur verið lögð á þátt Breta í þeim deilum og hlutur annarra þjóða legið í skugga. Þessari grein er ætlað að ráða bót á þessu að einhverju leyti og lit- ið verður á þátttöku Vestur-Þjóðverja í þessum deilum en hún var síst minni en Breta. V-Þjóðverjar stunduðu umfangsmiklar fiskveiðar hér við land á tímabilinu 1972-77 og áttu í harðvítugum deilum við íslendinga vegna útfærslna á fisk- veiðilögsögu íslands. Hins vegar beittu þeir ekki hervaldi eins og Bretar í þess- um deilum og voru því ekki eins áber- andi og hinir síðarnefndu. í þessari grein verður rakin þróun deilna íslendinga og V-Þjóðverja, allt frá 1972 þegar fiskveiðilögsagan var ákveðin 50 mílur; þegar íslendingar lýstu árið 1975 yfir 200 mílna efnahagslögsögu umhverfis landið og til 1977 þegar fisk- veiðum V-Þjóðverja hér við land lauk endanlega. Aðallega verður litið á stjórn- málalegu hlið málsins sem og helstu at- burði tengda deilunum á íslandsmiðum. Fiskveiðilandhelgi íslands í 50 míl- ur - Aðdragandi stækkunarinnar Fyrsta þorskastríðið hófst 1. september 1958, þegar íslendingar færðu fiskveiði- lögsögu sína út í 12 mílur út frá beinum grunnlínum á grundvelli landhelgis- grunnlaganna frá 1948 og stóð það yfir til ársins 1961 eða i rúm þrjú ár. Útfærsl- an varð mjög umdeild og leiddi til beinna átaka við Breta á fiskimiðunum við landið. Bretar sendu herskip land- helgisbrjótum til verndar innan 12 mílna. Stríðið var stórárekstralaust en Bretar veiddu lítinn fisk undir herskipa- verndinni og áttu við mótlæti að etja á alþjóðavettvangi. Árið 1961 náðist samkomulag milli ís- lendinga og Breta annars vegar og íslend- inga og V-Þjóðverja hins vegar. í því fólst meðal annars ákvæði um að Bretar og V- Þjóðverjar féllu frá andstöðu sinni við útfærsluna og samið var um fiskveiðar þessara tveggja þjóða í hinni nýju land- helgi i þrjú ár eða frá 1961 til 1964. I samkomulaginu við Breta segir: Ríkisstjórn íslands mun halda áfram að vinna að framkvæmd ályktunar fiskveiðilögsögunnar við ísland, en mun á undan tilkynna ríkisstjórn Bretlands slíka útfærslu, með sex mánaða fyrirvara og rísi ágreiningur um slíka útfærslu, skal honum, ef annar hvor aðili óskar, skotið til Alþjóðadómstólsins. Samskonar samkomulag var gert við Sambandslýðveldið Þýskaland. Fjórtán ár liðu frá stækkun fiskveiði- landhelginnar í 12 mílur 1. september 1958 og þar til reglur um 50 milna land- helgi gengu í gildi 1. september 1972. Ýmsar ástæður voru til þess að baráttan urn stækkun landhelginnar lá niðri þenn- an tíma. Stefnan var þó skýr. í ályktun Alþingis frá fimmta maí 1959 segir ,,að afla beri viðurkenningu á rétti íslands til landgrunnsins alls, svo sem stefnt var að með lögunum um vísindalega vernd fiskimiða landgrunnsins frá 1948”. Menn hafa nefnt til nokkrar ástæður fyrir þessari seinkun á útfærslu landhelg- innar. Hans G. Andersen, sem var sendi- herra hjá Sameinuðu þjóðunum á þessu tímabili, segir að þegar fiskveiðimörkin höfðu verið færð út í tólf rnílur 1958 og hafréttarráðstefnan 1960 hafi farið út um þúfu varð það stefna ríkisstjórnar íslands að bíða frekari þróunar á alþjóðavett- vangi. Ljóst hafi verið að frekari þróun í alþjóðarétti væri undir því komin að mjög mörg ný ríki bættust í alþjóðasam- félagið og talið var ólíklegt að tillögur um að efna til nýrrar hafréttarráðstefnu til að ná stuðningi fyrir útfærslu umfram tólf mílur mundu ná tilgangi sínum án slíkrar þróunar. Að sögn Hans var staðan hjá Samein- uðu þjóðunum árið 1970 orðin nægilega hagstæð til að kalla saman til hafréttar- ráðstefnu og ætlaði ríkisstjórn íslands að bíða eftir úrslitum ráðstefnunnar og fresta frekari útfærslu fiskveiðimarkanna að sinni. Hins vegar fór fiskistofnum á Islandsmiðum þá mjög hnignandi sökum ofveiði og eftir að afli á öðrum fiskimið- um umhverfis nágrannalönd íslands fór þverrandi hafi orðið yfirvofandi hætta á að stórir flotar frystitogara og verk- smiðjutogara mundu halda á íslandsmið. Hann segir að sú þróun hafi hafist á ár- inu 1971. Enn annað vandatnál var það að talsverður tími gat liðið þar til samn- ingur frá ráðstefnunni tæki gildi. Af þeim ástæðum hafi ríkisstjórnin ákveðið að færa fiskveiðimörkin út miðað við 1. september 1972. Lúðvík Jósepsson, fyrrverandi sjávarút- vegsráðherra, nefnir til þrjár meginá- stæður fyrir töfum á frekari útfærslu efnahagslögsögunnar. í fyrsta lagi hafi það tekið nærri sex ár að fá fullnaðarvið- urkenningu á tólf mílna landhelginni og ná fram friði á fiskimiðunum urn þá skipan. í öðru lagi hafi það tafið fyrir á- kvörðun um nýjar aðgerðir í rnálinu að í samkomulaginu sem gert var við Breta °g V-Þjóðverja hafi verið umdeilt mál- skotsákvæði. Hann segir að í því hafi verið sagt orðrétt, að ef ,,rísi ágreiningur um slíka útfærslu (þ.e. út fyrir tólf míl- ur) skal honum, ef annar hvor aðili ósk- 26 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.