Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Blaðsíða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Blaðsíða 45
Fjöldi aukahlutaJt NT 602 J|t= HÉÐINN = Stórás 6*210 Garðabæ Sími: 569 2100 • Fax: 569 2101 www.hedinn.is • hedinn@hedinn.is hættu á slysum/óhöppum og þá sértak- lega þegar þeir eru við vinnu á seinni vinnuvaktinni, þar sem þreytan er farin að gera verulega vart við sig þ.e. á tíma- bilinu frá 12 til 18. Mældur var svefn sjómanna á sex klukkustunda vaktavinnukerfi yfir tveggja vikna tímabil. Komið er í land í þrjá daga og skipt af næturvakt yfir á dagvakt á milli ferða með venjulegum svefntíma í hvíldar- dögum. Ljóst af þessum niðurstöðum að eftir því sem líða tekur á vaktavinnutím- ann verður svefninn verri, syfja og þreyta hleðst hægt og rólega upp með þeim af- leiðingum að sjá má verulega andleg sem og líkamleg álagseinkenni. Mælingarnar á tímabilinu frá 00.00- 06.00 gefa sterklega til kynna fjölda “svefngloppa”. Með svefngloppu er átt við ástand sem kemur upp ef um mikinn svefnskort er að ræða, þá falla menn í svefn sem er styttri en svo að þeir skynji að þeir hafi sofnað. Það gefur augaleið að líkur á alvarlegum slysum og óhöppum snarhækka þegar einstaklingur á vakt þjáist af svefngloppum. Tímabilin sem þetta kom oftast frarn voru ; Of.39, 02.03, 02.31 og 03.01. Einnig varð þessa vart á tímabilinu frá 14.00-15.00. Þessar upplýsingar eru áhugaverðar með tilliti til slysahættu. Hjá sjómönnum í sex tíma vaktavinnu- kerfi kom fram að einstaklingar yfir fer- tugt eiga við mun meiri svefnvandamál að stríða með tilheyrandi einkennum líkt og hjá öðrum stéttum vaktavinnufólks. Mælt var úrtak stýrimanna, sem ganga vakt á móti skipstjóranum, þ.e. vinna á nóttunni frá 24.00 - 12.00. Skoðaðar voru svefntruflanir og þróun álagsein- kenna. Tekið er fram að um rnjög fáa einstaklinga er að ræða eða 5 og ber því að taka niðurstöðum með fyrirvara. Þær gefa hins vegar sterkar vísbendingar um, að verulegar svefntruflanir eru hjá þeiin með tilheyrandi einkennum, viðvarandi þreytu, þrekleysi, svefnrofa, kvíðaröskun, depurð o.s.frv. Mælingarnar sýndu að all- ir sváfu þeir lengur á rneðan þeir voru í landi, þ.e. svefninn ruddi sér inn í vöku- mynstur þeirra. Á mælingunum mátti sjá stöðugt svefnáreiti, þ.e. hugsanlegar svefngloppur í kringum ; 02.26, 02.51, 03.04 og 04.39. Hér má því sjá að hættu- ástand getur auðveldlega skapast. Mælanlegur munur er á milli einstakra togara hvað varðar andlegt álag er tengist hvlld. Það skiptist þannig að 59% vakna ekki úthvíldir um borð í skipurn sem eru lengur úti á móti 47% þeirra sem eru styttra úti í einu. Þessi munur kemur einnig frarn í syfju og þreytu að degi lil og í ljós kom að álagið er áberandi mest um borð í frystitogurunum. Ekki er þó hægt að fullyrða að úthaldið eitt og sér eigi alla sök, skoða þarf fleiri þætti í umhverfinu, s.s. skipting á vaktafyrirkomulagi á milli veiðiferða, skipting á milli veiðifæra, sam- skipti urn borð, upplýsingaflæði osfrv. Lokaorð í lok skýrslunnar er gerð grein fyrir heilsufarsmælingum á 74 sjómönnum. Gerðar voru mælingar á blóðþrýstingi, kólesteróli, blóðsykri, líkamsfitu og þoli. í stuttu rnáli voru niðurstöður ekki nógu góðar, sjómenn voru í rniklum rneiri hluta of þungir og voru t.d. 56% með of háan blóðþrýsting. Reykingar og kaffidrykkja er of mikil, blóðsykur og líkamsfitustuðull of hár. Þessar niður- stöður eru alls athygli verðar og til að valda áhyggjum í ljósi þess hve ótryggt vinnuumhverfi sjómanna er. Iðnaðarryksugur / jjj ■ Án eða meö j / ■ tengli fyrir / I f ^/1 vélar ! 4 NT 361 RAFVER HF Fyrir blautt og þurrt SKEIFAN 3E-F - 108 REYKJAVIK SÍMI 581 2333/581 2415 RAFVERttRAFVER.IS - WWW.RAFVER.IS Smíði nýrra skipa Samskipa gengur xel Krónur og evrur undir kjölinn! Vinna við smíði nýrra gámaskipa Sam- skipa, sem leysa af hólmi Arnarfell og Helgafell, gengur vel hjá þýsku skipa- smíðastöðinni J.J.Sietas í Hamborg. Er gert ráð fyrir að nýju skipin verði bæði kornin í reglubundnar siglingar fyrir félagið milli íslands og meginlands Evrópu fyrir febrúarlok á næsta ári. Kjölur var lagður að nýja Helgafellinu um miðjan október og að nýja Arnar- fellinu um miðjan september. Við það tækifæri var smámynt, bæði íslenskar krónur og evrur, lögð undir kjöl skip- anna. Er það gamall og góður siður og á að tryggja að skipin verði bæði farsæl og gjöful! Nýja Arnarfellið á að vera tilbúið til afliendinga í lok janúar nk.. Sjósetning nýja Helgafellsins er fyrir- huguð um miðjan desember, og verður það afhent Samskipum i lok febrúar á næsta ári. Sjómannablaðið Víkingur - 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.