Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 12
42 NÁTTÚRUFR. hægt er að ná, bindur hann að spýtunni, og lætur hana dingla við fótinn, þangað til hann þarf að fara yfir vötn næst, þá togar hann dálítið meir út úr fæt- inum, og svona heldur hann áfram dag eftir dag, þangað til allur ormurinn er úti. Oft er hægt að leika á orminn með því að stökkva vatni á fótinn, þá heldur hann að negrinn ætli að fara að vaða yfir á, og fer strax að teygja sig út úr fætinur. Nú er spurningin, hvern- ig í dauðanum er ormurinn kominn inn í fótinn? Líni þetta vita menn ekki mikið, enn sem komið er, en þó nokkuð. Svo er mál með vexti, að þegar lirfurnar eða ungarnir koma í vatnið, — því eins og við höfum séð, skilar móðirin þeim þangað, — verður fyrir þeim dálítið krabbadýr, af flokki krabbaflónna (til krabbaflónna telst einnig rauðátan við strendur íslands), og eft- ir nokkurn tíma er lirfan komin inn í krabbaflóna, en á hvern hátt það verður, vita menn ekki ennþá með vissu. Annaðhvort eta krabbaflærnar ungana, eða þeir bora sig inn í þær, svo mikið er víst, að þeim ungum, sem ekki komast í krabbaflærnar er dauð- inn vís, þeim er óþarfi að hlakka til hins hlýja heimkynnis í fæti negrans. Næsta skrefið á þróunarbraut fótsmugunnar er líklega það, að negrinn leggst á magann á lækjarbakkka, og fær sér að drekka. Hann hefir engann vasaklút við hendina til þess að sía með vatnið, og kærir sig kollóttan þótt hitt og þetta smávegis berist niður í mag- ann með straumnum. Afleiðingin getur þá verið sú, að krabbafló með lirfu fótsmugunnar berist inn í líkamann. Þetta þykir krabba- flónni afleitt, en lirfunni ágætt. Eftir örlitla stund hafa meltingar- vökvar negrans unnið að fullu og öllu á krabbaflónni, — lítið var en lokið er — hún er orðin að 3. mynd. Þverskurður af fótsmugu, »fullri« af ungum.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.