Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 9
NÁTTÚRUFR. 39 'Sáu ýmsir rostunginn, en enginn varð til þess að granda honum og hvarf hann við svo búið. — Annað dæmið er úr Loðmundar- íirði og heimildarmaður minn hinn sami og þegar um Brimnes- rostunginn var að ræða, en dálítið er það merkilegt, að það skuli ekki hafa náð til austfirsku blaðanna. Það var á Nesi í Loðmund- arfirði í júlí 1915. Stúlka, sem var við rakstur á túni, sá ferlíkið niðri við sjóinn, en var ekki hræddari en það, ag hún gekk að því og stjakaði við því með hrífunni, án þess það skeytti því nokkuð; fór hún svo sem hraðast heim og sagði frá þessu og brá húsbóndinn, Árni Einarsson, þegar við, smíðaði sér skeyti úr báts- róðrarþolli, stingur því í byssu sína, hraðar sér til sjávar, þar sem dýrið liggur kyrrt, og banaði því þegar í stað. Þetta var mjög stór rostungur, því að skinnið vóg 400 pd. og spikið 600 pd. Heimild- armaður minn hyggur, að tennurnar hafi verið seldar til útlanda. — Þriðja dæmið er Vindfells-rostungurinn, sem getið er um í upphafi þessa máls. Ekki er ósennilegt, að Austfirðir hafi fengið enn eina heim- sókn af rostungi á þessari öld: Þess var nýlega getið hér í ein- hverju blaði, að rostungur hafði nýlega sézt og verið unninn suð- ur í Norðursjó. I aðaldráttum er sagan þessi:* Snemma í okt. 1926 sást rostungur við suðurodda Shetlands, 20.—27. s. m. við Haugasund í Noregi, 11.—14. nóv. við Helder í Hollandi, 25. s. m. og 25. jan. 1927 við NV-strönd Jótlands; þar var skotið á hann, án þess að hann sakaði, og 9. jan. var hann unninn við Bohjuslán í Svíþjóð. Líklegt er, að þetta hafi allt verið sama skepnan, og siennilegt, að hann hafi farið fram hjá Austurlandi á leiðinni norðan að, og komið þar við, til þess að hvíla sig, þótt enginn yrði hans var, og máske við Færeyjar líka. Á síðari tímum hefir rostunga tíðast orðið vart hér við N.-, A.- og S.-ströndina, en sjaldnast við V.-ströndina og Vestfirði. Vestur með S.-ströndinni hafa þeir komist alla leið til Þorláks- hafnar (1899) og Grindavíkur (1894), og ef til vill inn á Faxa- flóa (Knararness-rostungurinn, sem áður er getið). Er því lík- legt, að rostungarnir komi helzt frá næsta landi, ströndunum við Scoresbysund (Svalbarða hinum forna?), og fylgi svo ísnum og straumnum, sem flytur hann með sér, suður undir N.-strönd ís- lands, fyrir Langanes og Austfirði, og svo vestur með S.-strönd- inni, eins og ísinn líka berst stundum. * Ad. S. Jensen: Vid. Medd. fra Dansk naturkist. Forening. Bd. 84, fels. 189—193.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.