Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 20
50 NÁTTÚRUFR- máfar, fálkar og snæuglur, og virtist þar enginn gera öðrum mein, meðan á varpinu stóð. En hvernig fara helsingjarnir að koma ungunum sínum niður á jafnsléttu, er þeir koma úr eggj- unum? — því þangað verða þeir að fara. Gæsir leiða ungana. á gras, þegar þeir eru rólfærir, og það verða þeir fljótt; en um- fram allt þurfa þeir að komast á vatn eða sjó, til þess að læra að synda. Þessi varpstaður er einsdæmi í sögu gæsanna. Eins og drepið var á hér að framan, eru aðal-gæsastöðv- arnar hér á landi meðfram stóránum, sem falla suður og norð- ur af hálendinu (Hvítá-—Ölfusá, Þjórsá, Markarfljóti sunnan- lands, en Blöndu, Héraðsvötnum, (Jökulsá eystri og vestri), Skjálfandafljóti, Jökulsá á Fjöllum o. fl. norðanlands). Með- fram öllum þessum ám verpur talsvert af gæsum, bæði uppi á hálendinu og niðri í sveitunum. Er mönnum ókunnugt um, hvort það er sama gæsartegundin, er verpir uppi á heiðunum, og sú, er verpir hið neðra með ánum. í sveitunum verpir aðallega ein og sama tegund víðast hvar um land, þ. e. stóra grágæs (Anser anser, (L.)). Á stöku stað mun og hafa orðið vart annarrar gæsar, akurgæsar (A. fabalis (Latham)), en tæplega mun hún verpa hér að staðaldri; til þess verður hennar of sjaldan vart. Þá verð- ur ekki efast um, að fyrir 100 árum síðan, varp þriðja gæsar- tegundin á Suðurlandi, millum Mai'karfljóts og Þjórsár, þ. e. blesgæs (A. albifrons, (Scopoli)), en síðan hefir hennar hvergi orðið vart um varptíma, svo menn viti. Er eigi með öllu ómögu- legt, að hún hafi flúið byggðirnar og hafist við einhversstaðar uppi á öræfum. Hitt er víst, að þessi gæs er all-algeng meðfram Þjórsá og Markarfljóti snemma á vorin, en þó sérstaklega á haustin, en verið getur þó, að hún sé hér aðeins stödd sem farand- farfugl, eins og áður var vikið að. Fjórða gæsarbegundin er heiðagæsin (A. brachyrhynchus, Baillon), sem talin verður með- al innlendra gæsa. Hún er hér algeng bæði haust og vor, einkan- lega hér sunnanlands, og er hér að líkindum farand-farfugl að einhverju leyti. Er nú vitað, að hún verpir hér á stöku stað á hálendinu, bæði sunnanlands og norðan, en að öðru leyti eru varpstaðir hennar hér á landi lítt kunnir ennþá. Þessi gæs er norrænust allra íslenskra gæsa; aðalvarplönd hennar eru á Aust- ur-Grænlandi, Svalbarða og líklega víðar í heimskautslöndunum. Verður nánar vikið að þessari tegund síðar. Auk þessara fjög- urra gæsategunda, sem taldar hafa verið, koma hingað að stað- aldri árlega, vor og haust, tvær helsingjategundir: Helsingi (Branta leucopsis, Bechstein) og margæs (B. bernicla, (L.)).

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.