Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 17
NÁTTÚRUPR. 47 Flestir eða nær allir erlendir fræðimenn hafa látið sér nægja að ferðast um og rannsaka láglendishéruðin, byggðirnar og þá hluta landsins, er næstir eru sjó. Stafar þetta að sumu leyti af því, hve ferðalög hér á landi eru erfið útlendingum og kostnaðar- söm. Hafa því margir kosið að ferðast með ströndum fram sjó- leiðis, en farið síðan lengri eða skemmri ferðir um nærsveitir ýmissa hafnarbæja og kauptúna, þar er þeir hafa haft viðdvöl. Þá eru þess dæmi, að sumir þessara manna hafa eigi kynnt sér til hlítar, fyrr en eftir á, rannsóknir samfræðimanna þeirra, er hingað hafa komið á undan þeim, en talið allt vera hér jafn ókunnugt og óathugað. Hafa þeir því stundum farið hverir í annars kjölfar og árangurinn þar af leiðandi orðið minni en ella. Ferðir þær, sem farnar hafa verið upp úr byggðum til rann- sókna, eru sára fáar og lítt teljandi. Af athugunum, sem gerðar hafa verið í láglendishéruðunum eða við sjávarsíðuna, hafa menn svo dregið ályktanir, er gilda áttu um landið allt í heild, — jafnt það, sem eigi hafði verið rannsakað. Menn hafa borið það fyrir sig, að uppi á hálendinu væri svo gróðurlítið, að þar gæti ekki verið um að ræða nema mjög fábreytt dýralíf (og verður því ekki á móti mælt), — þar væri því ekki að vænta nema einhvers strjá- lings einstaklinga hinna harðgerðustu tegunda, er fyrirfyndust einnig í hinum láglendari héruðum landsins. Enda þótt það sé eigi mjög ólíklegt, er það með öllu ósannað ennþá, að engra nýj- unga sé að vænta ofan af hálendinu og varasamt er að staðhæfa mjög um þá hluti, þar til úr því hefir verið skorið með athug- unum dómbærra manna. Gæsavörp eru ekki mjög víða í byggðum, og einna helzt þar sem strjálbýli er, — nema náttúran hafi sérstaklega búið þeim örugga griðastaði annarsstaðar, eins og t. d. í eyjum og hólmum stóránna sunnanlands og norðan. Allt eru það grágæsir, sem verpa þar. Helsingjar hafa ekki orpið hér á landi svo vitað sé með vissu, og fremur tel eg það ósennilegt, að það sannist á þá, að þeir verpi hér í óbyggðum. Að vísu er ekki hægt að synja fyrir það, að einstaka „eftirlegukindur“, — sem oft eru að slæpast hér fram eftir sumrinu, eftir það að allur þorri helsingjanna er flog- inn norður, — verpi hér, eða hafi orpið endrum og eins, en það er hrein undantekning, ef svo hefir verið, enda eru það oftast geldfuglar (ungar frá öðru eða fyrra ári), sem lengst dvelja hér. Þeir fylgja að jafnaði eldra liðinu til varplandanna, þótt sjálf- ir séu þeir naumast komnir á giftingaraldur. Það er algild regla meðal fuglanna, að komi slys fyrir í varplöndunum, t. d. að hjóna-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.