Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 7
NÁT T Ú R'U F RÆ ÐINGURINN 101 arstaði þeirra og heimildarmenn, svo og skrá yfir rit um íslenzkar plöntur og skrá yfir þá rnenn, sem safnað hafa plöntum á íslandi frá upphafi í vísindalegu augnamiði og Ólafi voru kunnir. Hvort Ólafur hefur ætlað að gefa þessa flóru sína út einhvern tíma, er ómögulegt að segja, en mér finnst það mjög líklegt, þó engir ákvörðunarlyklar séu í handritinu og það sé ekki einu sinni hálfunnið. Lengst kornið er bindið um blómplönturnar, og ég get ekki varizt þeirri hugsun, þegar ég hef það fyrir framan mig, að Olaf- ur muni hafa lagt eitthvað af mörkum til Flóru íslands Stefáns Stef- ánssonar, hvað snertir útbreiðslu hinna ýntsu tegunda, en Flóra kom út 1901, eins og flestir vita. Eins finnst mér líklegt, að Ólafur hafi verið Stefáni innan handar við nafngiftir einhverra tegunda af öllum þeim grúa, sem Stefán þurfti að gefa íslenzk nöfn. Þó eru þetta tilgátur einar, en sprottnar af þeirri staðreynd, að Ólafur safn- aði saman gömlum, íslenzkum plöntunöfnum. Þetta nafnasafn lians er til í Náttúrugripasafninu og er á fleiri hundruð nriðum. Á vetrurn vann Ólafur úr plöntusöfnum sínum og raðaði þeim niður, auk þess sem hann liélt áfram að safna þjóðsögum og öðrum þjóðlegum fróðleik og skrá lrann niður. Seinni hluta vetrar 1897—98 og allan næsta vetur kenndi Ólafur við Möðruvallaskóla í veikindaforföllum Stefáns Stefánssonar. Vet- urinn 1901—02 var hann settur kennari þar í fjarveru Jóns Hjalta- líns, skólameistara. Þeim hefur áreiðanlega báðum verið mikill styrkur og uppörvun í því, Ólali og Stefáni, að búa svona nálægt hvor öðrum og geta rætt sameiginleg áhugamál. Ólafur var heimagangur hjá Stefáni og heimiliskennari þar síðustu ár ævi sinnar. Hann las líka ylir allt handrit Stefáns að Flóru og hjálpaði honum við hreinskriftir, þegar Stefán var sjúkur. Enda segir Stefán í formála Flóru, að hann eigi Ólafi mikið að þakka. Ólafur Davíðsson drukknaði í Hörgá að kvöldi 6. september 1902, aðeins 41 árs að aldri. Hann var að koma ríðandi l'rá að safna þör- ungum í Gásafjöru með fulla grasatínu af þörungum á steinum. Þann dag galt íslenzk grasafræði mikið afhroð og rannsókn á útbreiðslu ís- lenzkra lægri plantna, annarra en þörunga, stöðvaðist um árabil. Mestöll plöntusöfn Ólafs eru varðveitt í Náttúrugripasafni íslands og Grasasafni Hafnarháskóla, og hefur ekki enn verið unnið úr þeim öllunr.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.