Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 123 að rækta bygg og hafra, og kartöflur ná sæmilegum þroska í góð- um árum alveg eins og hér. Annað mál er, að fáir leggja stund á kornrækt á þessum slóðum, og rnenn rækta ekki kartöflur nema til heimanotkunar. Ýmsir kunna að hafa þá mótbáru gegn því, sem hér hefur verið sagt, að ekki sé að marka þetta sakir þess, að veðrátta hafi hlýnað svo mjög hér hin síðari ár. En á öllum þessum stöðum hafa sams konar veðurfarsbreytingar átt sér stað og hér á landi og að lík- indum samtímis. Þegar þess eru dæmi, að safnað hafi verið fræi af 450 ára gömlum trjám við Collegefjörð í Alaska, rná minnast þess, að þau liafa byrjað ævi sína um 1500, eða fyrir siðaskipti á íslandi, og lifað allar þær veðurfarsbreytingar af, sem síðan hafa orðið. Þau dæmi, sem hér hafa verið nefnd um vöxt og þrif ýmissa trjá- tegunda og plantna á íslandi frá ýmsum stöðum heims, eru ekki mörg, eins og áður var getið. Af miklu meira er samt hægt að taka, því að hér er verið að reyna meira en 40 tegundir trjáa frá rösk- lega 200 stöðum víðs vegar um heim. Að auki eru svo ýmsar víði- tegundir, runnar og jurtir. En það yrði of langt mál að telja fleira frarn að sinni, enda óþarft, því allt hnígur í sömu átt og skýrt hefur verið með þessum dæmum. Ályktanir þær, sem draga má af vexti og þroska margra tegunda trjáa og annarra plantna, er reyndar hafa verið hér um árabil og jafnvel allt upp í 6 tugi ára, hljóta að verða á þessa leið: Islandi var áður ranglega skipað í sama sess og nyrztu héruðum Skandinavíu í gróðurfarslegu tilliti. Byggðir landsins hafa margar hverjar svipuð gróðurskilyrði og þau héruð í Alaska og Norður- Noregi, sem nefnd voru áðan. Þær eru því innan hins svonefnda barrskógabeltis að því er gróðurskilyrði snertir, þótt hér hafi hvergi vaxið barrskógur frá ísaldarlokum. Malarásar. — Leiðrétting. Steingrímur Pálsson, landmælingamaður, hefur upplýst mig um það, að það hafi ekki verið hann, sem uppgötvaði, við athugun flugmynda, malarás þann sunnan í Grjótliálsi, sem hlotið liefur nafnið Grjóthryggur (sbr. grein mína um malarása í síðasta liefti Nfr.). Sá, sem uppgötvaði hann, var Sigmundur Freysteinsson, verkfræðingur. Leiðréttist þetta hér með og bið ég Sigmund velvirðingar á rangherminu. Sigurður Þórarinsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.