Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 10
104 NÁTTÚR U FRÆÐINGURINN ugir í djúpum borholum, þar sem gera þarf margar mælingar á mismunandi dýpi. Þeir eru einnig næmir fyrir þrýstingi og hrist- ingi. Mest eru þeir notaðir til að fylgjast með botnhita í holum, meðan á horun stendur. Beztu liitamælarnir fyrir horholumælingar eru svonefndir við- námshitamælar eða termistorar. Það eru örlitlar rafmótstöður úr efni, sem er mjög næmt fyrir hitabreytingum. Nægir að mæla þetta rafviðnám til að fá upplýsingar um hitann og má gera það við holuopið, ef termistorinn er festur neðan í raftaug. Er þetta mikið hagræði og þar sem termistorarnir eru einnig tiltölulega nákvæmir, eru þeir yfirleitt notaðir, þar sem hægt er að koma þeim við. Á háhita- eða jarðgufusvæðum, t. d. í Hengli eða Krýsuvík, er ekki hægt að koma termistorum við vegna hins háa hita. Þar er notuð þriðja gerðin af hitamælum, sem eru sérstaklega æt.laðir fyrir erfiðar aðstæður. Eru það guíuþrýstingshitamælar, sem eru hyggðir inn í mjóan stálsívalning og rita upp liitann á sótaða málm- þynnu. Þessir mælar eru mjög trausthyggðir, en ekki eins ná- 1. mynd. Kort, er sýnir legu þeirra jarðhitasvæða og einstakra borhola, sem getið er um.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.