Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 24

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 24
118 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN mjög áþekkur á þessum stöðum. í Múlakoti eru einnig risaösp frá Svíþjóð og gráösp frá Danmörku. Báðar tegundirnar laufgast seinna en öspin frá Alaska og fella laufið seinna, einkum gráöspin. Risaöspin er ættuð frá Mið-Svíþjóð, en gráöspin af Sjálandi. Bæði risaöspin og alaskaöspin eru hraðvaxta tré í heimkynnum sínum. Hér hefur alskaöspin náð allt frá 10 í 12,3 metra hæð á 18 árum, meðan risaöspin er ekki nema 7 metrar eftir 24 ára vöxt. Þá er alskaöspin farin að bera þroskað fræ, en ekki hefur enn orðið vart blóma á hinni. Sitkagreni liefur verið flutt hingað til lands frá ýmsum stöðum í Alaska um rnörg ár. Til fróðleiks og samanburðar hefur líka verið flutt liingað sitkagreni, ættað frá Queen Charlotte Island, en það er stór eyja skammt norðan við landamæri Bandaríkjanna og Kanada. Þar eru löng og mild sumur, en vetur stuttir og hlýir. Þessi tré vaxa ótrulega á hverju sumri, en annað hvert ár eða oftar verða árssprotarnir fyrir haustkali, svo að trén bæklast. Er ekki nokkur vegur að nota slík tré til skógræktar á íslandi, en hins vegar henta þau vel víða í Skotlandi. Þau tré, sem vaxin eru upp af fræi frá suðurströnd Alaska, frá Yakutat og vestur fyrir Cooksfjörð, hafa liins vegar reynzt ágætlega á Suður- og Vesturlandi og jafnvel víðar. Þó virðist nokkur munur á, eftir því frá hvaða stað á ströndinni þau eru, en sá munur hefur •ekki verið athugaður nánar enn. A 1. og 2. mynd má glöggt sjá mun á vaxtarlagi sitkagrenisins frá Queen Charlotte Island og þess af Kenaiskaganum, en þessi tré standa hlið við hlið í Fossvogi. Þegar mikla veðrið gerði hér vorið 1956 í lok maí, sem sveið lauf af íslenzku birki og mörgum öðrum trjám og skemmdi þau, sá hvergi á sitkagreni. Þetta var suðvestanrok með miklu saltmagni í lofti alls staðar nærri sjónum. En það var hvort tveggja, að sitka- grenið var lítið farið að vaxa, og eins hitt, að sitkagreni er strand- tré, sem þolir mikla seltu í lofti. Sitkagrenið af þessum slóðum hætt- ir vexti sínum fremur snemma hausts eða síðla sumars, og því kem- ur varla fyrir að það skemmist af haustkali, nema þegar það finn- ur upp á því að vaxa að nýju undir haustið, ef sumarið er hlýtt og langt. Allt bendir því til þess, að vaxtartíminn á Suður- og Suðvestur-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.