Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2008, Side 23

Náttúrufræðingurinn - 2008, Side 23
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 2. rammi Vaxtarskilyrði þörunga hér við land Þörungavöxtur er háður ýmsum umhverfisþáttum. Eftirtalin atriði ráða miklu um vöxt norðarlega í Atlantshafi þar sem árstíða-breytingar eru verulegar. 1. Birta, árstíðabundin og einungis yfirborðslagið nýtur hennar. 2. Hæfilega lagskiptur sjór svo svifþörungar í vexti haldist þar sem birtu nýtur fremur en að berast niður í myrkrið við lóðrétta blöndun.19 • Vegna lægri seltu í yfirborði en dýpra. • Vegna upphitunar yfirborðslagsins. 3. Uppleyst næringarefni, sem eru snefilefni og þau geta gengið til þurrðar: • Fosfat og nítrat, sem allir þörungar þurfa. • Kísill, sem er kísilþörungum nauðsynlegur. 4. Er næringarefnin þrýtur í yfirborðslagi kunna þau að endurnýjast: • Með láréttu flæði, straumum, ferskvatnsflæði og loftbornum leysanlegum efnum. • Með lóðréttu flæði, öldur, rastir. • Við niðurbrot lífrænna leifa. hagstæðar aðstæður á Suðvestur- miðum fyrir gróðurkomu, svifþör- ungavöxt.20 Þá hefst gróðurskeið sem er nefnt vorblómi þörunga, þeir vaxa hratt og næringarefnastyrkur fellur og lágur styrkur veldur að lokum því að það hægir á vextinum og blómanum hnignar. Vorblóminn tekur aðeins 10-14 daga á hverjum stað, hann hefst almennt fyrst á grunnslóð en færist svo út eftir land- grunninu þegar líður á vorið.21 Eftir vorblómann verður lagskiptingin, sem var forsenda blómans, að hindr- un fyrir lóðrétta blöndun sem gæti fært næringarefnaríkan sjó upp í yfirborðslagið. Þau ferli sem getið er í fjórða lið 2. ramma hafa því mikil áhrif á það hver heildarframleiðni ársins verður. Við frumframleiðni og öndun í hafinu verða breytingar á styrk súrefnis, koltvíoxíðs og næring- arefna (3. rammi). Rannsóknir á efnasamsetningu þörunga og breyt- ingum sem verða á styrk efna í upp- lausn við vöxt þeirra og rotnun hafa leitt í ljós að efnasamsetning þeirra er í allföstum skorðum í heimshöf- unum. Hlutföll breytinga á fjölda atóma af kolefni, nitri og fosfór (C:N:P) við frumframleiðni eru því sem næst 106:16:1. Þessi hlutföll eru kennd við Alfred C. Redfield sem lýsti þeim 1934. Á grundvelli þeirra er unnt að setja fram efnajöfnu (3. rammi) sem lýsir tillífun og niðurbroti sem efna- ferlum og þar með magnbundinni bindingu á kolefni og nýtingu á næringarefnunum fosfati og mtrati. Redfield-hlutföllin eru mikilvægt verkfæri við mat á niðurstöðum mælinga á næringarefnum sem gerðar eru í vistkerfum hafsins. Áður en aðstæður hér við land eru skoðaðar í þessu ljósi er rétt að minnast þess að næringarefnin fos- fat, nítrat og kísill eru snefilefni í sjó og að styrkur þeirra getur orðið afar lágur og sett þörungavexti tak- mörk. Þau eru því nefnd takmark- andi næringarefni. Hér við land er ekki óalgengt að styrkur kísils verði vart mælanlegur eftir vorblóma kísilþörunga. Sömuleiðis lækkar nítratstyrkur niður í ómælanlegan styrk á sumrin þegar lagskipting er sterk. Þörungar þurfa fleiri snefil- efni en fosfat, nítrat og kísil til að vaxa, t.d. afar lítið af járni. Engar áreiðanlegar athuganir hafa verið gerðar á styrk járns í sjó við landið, en ólíklegt verður þó að telja að járn- skortur takmarki þörungavöxt á strandsvæðum við ísland. Hins vegar eru stór hafsvæði á suðurhveli þar sem talið er að járnskortur tak- marki frumframleiðni og tilraunir með áburðargjöf hafa bent til þess.25 STRANDSJÓRINN VIÐ SUÐVESTURLAND Úr því sem fram kemur í 1 -3. ramma um ólífræn og lífræn ferli má gera sér verkfæri til að meta grunnþætti vist- kerfa strandsjávar. Úr rannsóknum á hrygningar- og klakslóð undan Suðvesturlandi verður hér lýst nið- urstöðum frá árunum 1983, 1990, 1991 og 1992 af sniðinu suður af Krísuvíkurbjargi sem fyrr var fjallað um (1. mynd). Athuganimar ná yfir 2. tafla. Hiti, selta ognæringarefnastyrkur, ymól/l, aðvetrarlagiísjó undan Krísuvíkurbjargi og iám sem falla til sjávar á suéursfröndinni. - Wmter temperature, salinity and nutrient concentrations, ymól/l, ofsea zvater south of Krísuvikurbjarg and ofsouth coast rivers. Hiti °C - Temp. Selta - Salinity Fosfat - Phosphate Nítrat - Nitrate Kísill - Silicate Sjór, feb.-mars * - Sea water, Feb.-March 5,77 ± 0,45 35,10 ± 0,04 0,94 ± 0,03 14,55 ± 0,31 7,99 ± 0,72 Árvatn, suðurströnd 14 - South coast rívers 0 0,99 5,5 216 * Um 270 mælingar á sjó ofan 100 m dýpis og með seltu >35,0 - Around 270 sea water samples from less than 100 m depth and with S>35.0. 103

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.