Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 23

Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 23
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 2. rammi Vaxtarskilyrði þörunga hér við land Þörungavöxtur er háður ýmsum umhverfisþáttum. Eftirtalin atriði ráða miklu um vöxt norðarlega í Atlantshafi þar sem árstíða-breytingar eru verulegar. 1. Birta, árstíðabundin og einungis yfirborðslagið nýtur hennar. 2. Hæfilega lagskiptur sjór svo svifþörungar í vexti haldist þar sem birtu nýtur fremur en að berast niður í myrkrið við lóðrétta blöndun.19 • Vegna lægri seltu í yfirborði en dýpra. • Vegna upphitunar yfirborðslagsins. 3. Uppleyst næringarefni, sem eru snefilefni og þau geta gengið til þurrðar: • Fosfat og nítrat, sem allir þörungar þurfa. • Kísill, sem er kísilþörungum nauðsynlegur. 4. Er næringarefnin þrýtur í yfirborðslagi kunna þau að endurnýjast: • Með láréttu flæði, straumum, ferskvatnsflæði og loftbornum leysanlegum efnum. • Með lóðréttu flæði, öldur, rastir. • Við niðurbrot lífrænna leifa. hagstæðar aðstæður á Suðvestur- miðum fyrir gróðurkomu, svifþör- ungavöxt.20 Þá hefst gróðurskeið sem er nefnt vorblómi þörunga, þeir vaxa hratt og næringarefnastyrkur fellur og lágur styrkur veldur að lokum því að það hægir á vextinum og blómanum hnignar. Vorblóminn tekur aðeins 10-14 daga á hverjum stað, hann hefst almennt fyrst á grunnslóð en færist svo út eftir land- grunninu þegar líður á vorið.21 Eftir vorblómann verður lagskiptingin, sem var forsenda blómans, að hindr- un fyrir lóðrétta blöndun sem gæti fært næringarefnaríkan sjó upp í yfirborðslagið. Þau ferli sem getið er í fjórða lið 2. ramma hafa því mikil áhrif á það hver heildarframleiðni ársins verður. Við frumframleiðni og öndun í hafinu verða breytingar á styrk súrefnis, koltvíoxíðs og næring- arefna (3. rammi). Rannsóknir á efnasamsetningu þörunga og breyt- ingum sem verða á styrk efna í upp- lausn við vöxt þeirra og rotnun hafa leitt í ljós að efnasamsetning þeirra er í allföstum skorðum í heimshöf- unum. Hlutföll breytinga á fjölda atóma af kolefni, nitri og fosfór (C:N:P) við frumframleiðni eru því sem næst 106:16:1. Þessi hlutföll eru kennd við Alfred C. Redfield sem lýsti þeim 1934. Á grundvelli þeirra er unnt að setja fram efnajöfnu (3. rammi) sem lýsir tillífun og niðurbroti sem efna- ferlum og þar með magnbundinni bindingu á kolefni og nýtingu á næringarefnunum fosfati og mtrati. Redfield-hlutföllin eru mikilvægt verkfæri við mat á niðurstöðum mælinga á næringarefnum sem gerðar eru í vistkerfum hafsins. Áður en aðstæður hér við land eru skoðaðar í þessu ljósi er rétt að minnast þess að næringarefnin fos- fat, nítrat og kísill eru snefilefni í sjó og að styrkur þeirra getur orðið afar lágur og sett þörungavexti tak- mörk. Þau eru því nefnd takmark- andi næringarefni. Hér við land er ekki óalgengt að styrkur kísils verði vart mælanlegur eftir vorblóma kísilþörunga. Sömuleiðis lækkar nítratstyrkur niður í ómælanlegan styrk á sumrin þegar lagskipting er sterk. Þörungar þurfa fleiri snefil- efni en fosfat, nítrat og kísil til að vaxa, t.d. afar lítið af járni. Engar áreiðanlegar athuganir hafa verið gerðar á styrk járns í sjó við landið, en ólíklegt verður þó að telja að járn- skortur takmarki þörungavöxt á strandsvæðum við ísland. Hins vegar eru stór hafsvæði á suðurhveli þar sem talið er að járnskortur tak- marki frumframleiðni og tilraunir með áburðargjöf hafa bent til þess.25 STRANDSJÓRINN VIÐ SUÐVESTURLAND Úr því sem fram kemur í 1 -3. ramma um ólífræn og lífræn ferli má gera sér verkfæri til að meta grunnþætti vist- kerfa strandsjávar. Úr rannsóknum á hrygningar- og klakslóð undan Suðvesturlandi verður hér lýst nið- urstöðum frá árunum 1983, 1990, 1991 og 1992 af sniðinu suður af Krísuvíkurbjargi sem fyrr var fjallað um (1. mynd). Athuganimar ná yfir 2. tafla. Hiti, selta ognæringarefnastyrkur, ymól/l, aðvetrarlagiísjó undan Krísuvíkurbjargi og iám sem falla til sjávar á suéursfröndinni. - Wmter temperature, salinity and nutrient concentrations, ymól/l, ofsea zvater south of Krísuvikurbjarg and ofsouth coast rivers. Hiti °C - Temp. Selta - Salinity Fosfat - Phosphate Nítrat - Nitrate Kísill - Silicate Sjór, feb.-mars * - Sea water, Feb.-March 5,77 ± 0,45 35,10 ± 0,04 0,94 ± 0,03 14,55 ± 0,31 7,99 ± 0,72 Árvatn, suðurströnd 14 - South coast rívers 0 0,99 5,5 216 * Um 270 mælingar á sjó ofan 100 m dýpis og með seltu >35,0 - Around 270 sea water samples from less than 100 m depth and with S>35.0. 103
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.