Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1998, Qupperneq 28

Náttúrufræðingurinn - 1998, Qupperneq 28
 EfNI NAUÐSYNLEG GRÓÐRl Styrkur niturs og fosfórs er mikilvægur fyrir vöxt og viðgang gróðurs í straumvötnum. Hann er breytilegur milli árstíða og þarf að mæla styrk efnanna reglulega til að átta sig á þýðingu þeirra. Arstíðabundinn breytileiki er háður styrk efnanna í aðrennsli ánna og hve mikið binst gróðri á sumrin umfram það sem losnar. Þetta kemur ljóslega fram á styrk þessara efna í Elliðaánum, Þjórsá, Hvítá í Arnessýslu og þverám þeirra og ám í Borgarfirði (Halldór Ármannsson 1970, 1971, Halldór Ármannsson o.fl. 1973 og Sigurjón Rist 1974,1986). Yfir veturinn, þegar framleiðsla er engin í ánum, er styrkur nítrats í þeim hár (>200 jng/I), nema í Soginu (<100 |ig/l) (8. mynd). I Soginu verður nítratið að miklu leyti eftir í Þingvallavatni og verður hluti af seti þess. í dragánum minnkar nítratið yfir sumarið í um einn tíunda þess sem það var yfir veturinn, en breytist lítið í lindánni (Brúará). Árstíða- breytileiki er mun minni í styrk fosfats. Lindáin er alltaf með hærri styrk en drag- árnar og Sogið. Nítratstyrkur í dragánum í Borgarfirði er mun breytilegri en í ánum á Suðurlandi (9. mynd). Hæstu gildin yfir veturinn eru frá um 180 upp í 380 ug/1, hæst í Norðurá og Þverá. Lægst verða gildin um mánaðamótin júlí- ágúst (< 2 pg/1). Lindavatnið hefur svipaða eiginleika og í Brúará, tiltölulega jafnan styrk allt árið en þó heldur breytilegri, enda er Hvítá við Kljáfoss dálítið blönduð að uppruna miðað við Brúará. Styrkur fosfats er almennt mun lægri allt árið í dragánum í Borgarfirði en á Suðurlandi en þó sérstaklega á vaxtartíma gróðurs. Styrkur þess er svipaður lægstu nítrat- gildunum, en þörungar taka upp nær tífalt meira af nitri en fosfór. Mælingar í Grímsá og Norðurá 3. september 1996 benda til að fosfór sé þó frekar takmarkandi, en þá reyndist styrkur fosfórs vera svo lítill að hann mældist ekki (< 1,5 pg/1) en nítrat var á sama tíma 20-25 pg/1. Sú niðurstaða er í samræmi við túlkun SigurðarR. Gislasonaro.fi. (1996). Aðrennslissvæði dragánna í Borgarfirði eru að mun stærri hluta grónar votlendar lágheiðar en aðrennslissvæði dragánna á Suðurlandi. Styrkur næringarefna í drögum sem koma af slíku landi er háður efnabúskap í gróðurlendi heiðanna. Yfir veturinn má búast við mikilli útleysingu niturefna en á sumrin að gróðurlendin taki upp öll áburðarefni sem þau komast í tæri við, og eigi það rfkari þátt í Iágum styrk þeirra en upptaka í sjálfri ánni. Binding fosfats í jarð- vegi og seti er mun sterkari en samsvarandi binding niturs og gæti það átt þátt í að skýra hversu miklu minna virðist skila sér af fosfór til ánna í Borgarfirði en á Suðurlandi, en Sigurður R. Gíslason o.fl. (1996) benda einnig á jarðfræðilegar forsendur sem gætu skýrt þennan mismun, þ.e. hægari útleys- ingu fosfórs úr tertíeru basalti á vatnasviði dragánna á Vesturlandi samanborið við yngri síðkvarterar myndanir á Suðurlandi. ■ FRAMLEIÐNIFORSEN DUR Straumvötn eru að ýmsu leyti frábrugðin stöðuvötnum varðandi aðgengi gróðurs að næringarefnum. í stöðuvötnum eru straum- ar oft mjög litlir og dreifing og flutningur næringarefna því tíðum takmörkunum háð. Þannig getur vatn staðnað neðan ljós- tillífunarbeltis eða umhverfis þörunga og næringarefni, sem uppleyst eru f vatninu, þorrið næst þeim, einkum við lágan styrk næringarefna. I straumvötnum er stöðugur aðburður næringarefna með vatninu. Fyrir vikið eru mun minni líkur á að styrkur þeirra verði lægri en sem nemur lágmarksupptöku hjá þörungum. Áhöld eru einnig um það hve miklu styrkur næringarefna skiptir fyrir upptöku þeirra í þörunga. í upphafi tilrauna til að rækta þörunga á rannsóknastofu við mis- munandi styrk næringarefna uxu þeir ekki eins og búist var við í „hreinu“ vatni þótt nóg væri af næringarsöltum. Þörungar eru fæstir, ef nokkrir, frumbjarga lífverur í bókstaflegum skilningi. Þeir þurfa lífræn efni, t.d. ýmis vítamín (Fogg 1965). Lífræn efni gegna margvíslegu hlutverki, svo sem að halda snefilefnum, t.d. málmuin, í upplausn og auðvelda upptöku þeirra. Binding ýmissa efna, svo sem málma, í flókin lífræn efna- 106
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.