Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1966, Síða 16

Náttúrufræðingurinn - 1966, Síða 16
166 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN uðina, og flæðigosið, sem hófst þar 4. apríl. En bergkvikan var hin sama þann dag og hafði verið undanfarið, hiti hennar væntanlega hinn sami og magn það, sem upp á yfirborð barst á tímaeiningu, var einnig mjög svipað. Það eina, sem breytzt hafði, var að sjór liafði verið það stilltur nokkra daga, að hlaðizt hafði breiðari vegg- ur upp í gígskarðið en áður, svo að hraun náði að fylla gíginn og þétta barma hans að innan og síðan að utan, er yfir flæddi, og þar með var sjónum varnað aðgöngu. Hefðu veður verið válynd framan af apríl og sjógangur mikill, hefði sprengigosið vafalítið haldið áfram enn um sinn. Sýnir þetta, hve miklu ytri aðstæður geta vald- ið um hegðun eldgosa. Það er og athyglisvert, að Surtseyjargosið hófst sem sprungugos, en breyttist í dyngjugos um kringlótt gosop. Má líklegt telja, að flest ef ekki öll basaltgos byrji sem sprungugos og að dyngjur okkar og eldborgir hafi átt fyrstu upptök sín í sprungum, sem breytzt hafi í kringlótt gosop. Vöxlur Surlseyjar og Surtseyjarhrauns. Mynd 7 er gerð af Landmælingum íslands eftir flugmyndum og sýnir útlínur Surtseyjar á mismunandi tímum frá því er fyrstu flug- myndirnar í landmælingaskyni voru teknar af eynni 17. febrúar 1964. Flatarmælingar byggðar á þessari mynd og 8. mynd mega teljast næsta öruggar. Eru þær flatarmælingar af eyjunni í heild gerðar hjá Landmælingum, en ég hef mælt flatarmál hrauns. Þessar tölur eru teknar upp í Töflu I. Tölurnar innan sviga hef ég byggt á þeirri staðreynd, að ekkert hraun rann ofansjávar frá apríllokum til 9. júlí 1964 og hraunrennsli hætti í Surtsey 17. maí 1965. Hvað snertir flatarmælingar fyrir 17. febrúar 1964, þá eru þær byggðar á sextantmælingum á lengd og breidd eyjarinnar, gerðum á varð- skipunum, og vitneskju minni um lögun eyjarinnar, byggðri á tíðri ijósmyndatöku. Þessar flatarmálstölur eru vitanlega fjarri því að vera eins nákvæmar og hinar, en munu þó ekki mjög fjarri lagi. 6. mynd. Dæmigert sprengigos í Syrtlingi kvöldið 24. ágúst 1965. 1. litlar, 2. miðlungs, 3. stórar sprengingar, 4. næstum sígos, 5. sígos, 6. engar athuganir gerðar. — Typical explosive (phreatic) activity in Syrllingnr August 24, 1965. 1. Small, 2. Medium size, 3. Big explosions, 4. Nearly conlinuous uprush, 5. Continuous uprush, 6. No observations.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.