Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 9
NÁTTÚRUPR. 119 unargler. Fyrst athugum við blágráa botnleirinn. Við nána leit munum við áreiðanlega finna skeljabrot, sum þeirra svo stór, að það má þekkja af hvaða tegundum þær eru. Flest eru brotin af kræklingi, og öll tilheyra þau skeljum, er nú lifa aðeins í köld- um höfum, svo sem við íslandsströnd og norðar. Þessi leir hefir þannig myndazt áður en landið reis úr sjó, og á meðan vatnið ennþá var kalt, eða skömmu eftir að ísinn leysti af héraðinu. Lít- um nú á grænleitu eðjuna. Græni liturinn bendir þegar á, að hún muni blandin lífrænum efnum, jurtaleifum. Það er þó eigi víst, að við með stækkunarglerinu getum greint nokkrar þekkj- anlegar jurtaleifar, en ef heppnin er með, munum við finna hér fræ ýmsra jurta, er allar lifa í ósöltu vatni, í tjörnum og sýkj- um. Þetta þýðir, að eðjan hefir einnig myndazt í ósöltu vatni. Landið hefir því verið risið úr sjó, er hún myndaðist, og í stað f jarðarins eða víkurinnar, er hér var áður, er nú komið stöðuvatn. Við athugum nú neðsta mólagið. Hér finnum við meðal ann- ars blöð af holtasóley og leifar annara harðgerra jurta, einnig fjalldrapa og víðikvisti, ef til vill finnum við hreindýrshorn. Allt bendir þetta á kaldara loftslag en nú er ráðandi á þessum slóðum. Við tökum sýnishorn ofar. Nú finnum við eigi lengur holta- sóleyjarblöð, en í þess stað leifar ýmsra suðrænni jurta, t. d. jurtar einnar, er á sænsku kallast „sjönöten“, vatnahnotin, á vísindamáli „trapa natans“. Þessi jurt er nú útdauð í Svíþjóð, en lifir sunnar. Heslihnetur finnum við og. Og nú er heppnin með okkur. ÍJt úr grafarveggnum stendur steinnibba. Þetta reyn- ist við nánari athugun að vera illa höggin og ófáguð steinöxi. Það þýðir, að hún er frá eldri steinöldinni. Við getum nú þegar dregið þá ályktun, að á eldri steinöldinni hefir loftslag verið hlýrra en nú. Þannig getum við haldið áfram upp eftir grafarveggnum. En við getum gert meira. Ef þið hafið tekið vel eftir, munuð þið þegar hafa séð, að það skiftast á ljósari og dekkri mólög. Við nánari athugun kemur í ljós, að í hinum ljósari lögunum eru all- ar plöntuleifar betur varðveittar og minna sundurgrotnaðar en í dökku lögunum. Þetta þýðir, að þegar ljósari lögin mynduðust, hefir loftslag verið rakara og mýrin blautari, því að það er ein- mitt rakinn í mýrunum, er ver gróðurleifarnar rotnun. Þess- vegna myndast mór eigi þar, sem harðvelli er. Dekkri lögin tákna þurrari tímabil. Lurkalögin tákna og þurrara tímabil, því að mjög vot mýri klæðist eigi skógi. Sérstaklega á einum stað, ofarlega í mógrafarveggnum, sjá- um við skörp mörk milli dökks neðra lags, og ljósara ofaníliggj-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.