Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 23

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 23
NÁTTÚRUFR. 133 unnar hendi á 3 hliðar, að það hefir ekki þurft nema 2 tiltölu- lega stutta garða beggja vegna við eyjuna til þess að fá þar stórt og afgirt beitiland, þar sem hægt var að ganga að gripunum á vísum stað. Ennþá sjást leifar tveggja slíkra garða, ekki langt frá skógargirðingunni. Skógurinn hefir eflaust oft átt erfitt upp- dráttar, því að í Ási var stórt bú á fyrri öldum. Sagt er, að þar sjáist enn leifar af 40 kúa fjósi. Og ltolagrafir finnast um allt Byrgið, jafnvel þar, sem skóglaust er með öllu. Þegar grafið var fyrir nýju húsi við bæinn Byrgi, kom einnig mikið af járnstein- um frá gömlum rauðablæstri í ljós. Á síðari árum hefir gamli skógurinn verið að falla af elli, en beitin hefir lagst niður, svo nú er mesti urmull af nýgræðingi undir báðum gömlu skógunum. Hann er býsna þroskamikill og virðist mjög hraðvaxta í samanburði við vöxt birkisins á öðrum stöðum þar um slóðir. Ennfremur hefir hann breitt sig út um skóglausa móana, svo skógastorfurnar tvær eru að renna saman í eina samfellda spildu. Grjótskriðurnar undir vestri vegg Byrg- isins eru í óða önn að klæðast skógi og fikar hann sig æ lengra og lengra norður á bóginn. Allmargar og fallegar reyniviðarhrísl- ur eru á víð og dreif um skóginn, og gulvíðirinn þrífst ágætlega, þar sem nægur raki er í jörðu, en beitilyng er aðalplantan á mó- unum í norðanverðu Byrginu. Úr Ásbyrgi fórum við til Húsavíkur, og þaðan skemmstu leið að Vöglum í Fnjóskadal. Þaðan héldum við til Akureyrar og næsta dag, þann 3. ágúst, byrjaði svo heimferðin. Riðum við fram Eyja- fjörð og fórum að Hólum þann dag. Dagleiðin var ekki löng, enda höfðum við viðdvöl í gróðarstöðinni við Grund. Þaðan tókum við með okkur jarðveg og mældum nokkur tré. Um trjágróðurinn þar er það helzt að segja, að síberiskt lerkitré vex þar lang bezt allra tegunda. Hæsta lerkitréð var 3,6 m., en flest þeirra voru á milli 2 og 3,5 m. að hæð. Lerkitrén standa öll saman í einum hnapp, og eru þau vart meira en 30 að tölu. Standa þau á hæsta stað innar girðingar og sennilegt er, að þar sé lítið skjól fyrir vind- um, þótt stöðin sé að öðru leyti á frekar skýldum stað. En vegna þess, að þau hafa skýlt hvert öðru og hlíft hvert öðru, hafa þau þó náð þessum vexti á 30 árum. Að því er virtist, hafa snjó- þyngsli og frost bagað þeim allmikið og sveppur (Dasyscypha Willkommi), sem er talsvert hættulegur, er á flestum þeirra. Næst lerkitrjánum að vexti gekk fjallafuran. Þó er hæsti runn- inn ekki nema 1,5 m. á hæð, en hér er sama sagan og annars staðar, að furan hefir staðið mörg ár í stað, og það er fyrst nú

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.