Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1944, Page 17

Náttúrufræðingurinn - 1944, Page 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 11 Krákuskeljaættin (Mytilidæ). 11. Kræklingur (Mytilus edulis L.). Mjög algengur í klungri meðfram ströndum fjarðarins. Spinnur sig fastan við timb- urbryggjur í þúsundatali. Rekur á fjörur í stórum stíl. Aldrei fundinn í fiskamögum. Max. st. 91x45 mm. 12. Aða (Modiola modiolus L.). Festir sig við hrossaþara í stórum stíl og rekur á fjörur með honum í stórbrim- um við fjörðinn utanverðan. Max. st. 220x59 mm. 13. Silkihadda (Modiolaria laevigata Gray). Nokkrum sinn- um fundin relcin á fjörur, liæði i Dalvík og á Árskógs- sandi. Aðeins einu sinni fengin úr ýsumaga í Dalvík. Max. st. 22x15 mm. Náskyld þessari tegund er dökkhadda (M. nigra). Hana hefi ég aldrei fundið i firðinum, en 1 eintak i mörgum hlutum fann ég í steinbítsmaga 22./7. 1924, er ég fékk úr róðri frá Skagafirði. Diskaættin (Pectinidæ). 14. Hörpudiskur (Pecten islandicus Muller). Virðist algeng- ur, en rekur örsjaldan á fjörur. Aflast tíðlega á línu. í fiskamögum hittast ung dýr endur og eins. Max. st. 97x 93 mm. * Drekkuættin (Limidæ). 15. Ránardrekka (Lima subauriculata Mont.). Fékk eitt lif- andi eintak úr ýsumaga i Dalvík. Ekki orðið tegundar- innar frekar var. Max. st. 3,5x6 nnn. Gimburskeljaættin (Astarlidæ). 16. Gimhurskel (Astarte borealis Chemn.). Algeng að minnsta kosti við innanverðan fjörðinn; rekur þar sums staðar á fjörur í stórum stil (Gásaeyri). Fæst stöku sinnum á línu. Er aldrei i fiskamögum. Max. st. 42x37 mm. 17. Lamhaskel (A. Montagui Dillwyn). Dalvík 9./1. 1942. 1 eintak úr ýsumaga. Hefi einnig með höndum 1 sand- sorfna skel, sem varla verður heimfærð undir aðra teg- und en þessa. Árskógssandur, 11./2. 1923. Max. st. 10x9 mm. 18. Dorraskel (A. elliptica Rrown). Algeng. Kemur oft á línu; og er alls ekki svo fátíð í fiskimögum. Sjaldséð í fjöi’um. Hefi veilt tegundina i stórum stíl í botnsköfu innan við Hrísey. Sjaldgæfari með gáralausum skeljum. Max. st. 30x23 mm.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.