Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1944, Page 34

Náttúrufræðingurinn - 1944, Page 34
28 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Verður nú þessu eigi lýsl nánar, enda munu þeir, er lesa, hafa fengið af þvi, sem nú hefir greint verið, nokkura hugmynd um þessa örlagaríku viðburði og — ef eigi þekkja til sliks — nokkura vitneskju um það, sem íslenzka þjóðin hefir átt við að etja á stundum, er höfuðskepnur gengu af göflum. Um afleiðingar Kötlugossins 1918 gela menn farið nærri, fyrir liérað það, sem hér átti i hlut, sem sc sveilir Vestur-Skaftafells- sýslu. Áttu þær nú í vök að verjast, og hefði þó vafalaust farið stórum verr, ef eigi liefði tekizt að verja sýsluna (og þar með reyndar allan suðaustur-kjálka landsins) öðrum vágesli, er það haust og fram á vetur lierjaði mannfólkið, en það var „spanska pestin“ svo nefnda. Skaftfellingar sluppu við liana. — Er sam- göngur hófusl aftur eftir lilaupið, var um langan tíma hin inesta ófærð á Mýrdalssandi, en um hann verður að fara, ef haldið skal lengra austur en í Mýrdal. Sakir vatnsagans og jakahrannar þeirr- ar, er uppi stóð á Sandinum, er flóðið þvarr, gerðist leiðin hin liætlulegasta vegna kafhlaupa, er liélzl meðan jakarnir hráðnuðu, sem að miklu leyti eigi varð fyr en sumarið næsta ár; var þá eina ráðið að lesa sig eftir troðinni liraut, ella var voðinn vís. — Af fenginni reynslu vita menn nú, að öll mannvirki á Jiessum slóðum (Mýrdalssandi) eru hættunni ofurseld við Kötlulilaup, en samt sem áður eru og verða þau gerð (svo sem brýr, vegir og sími), Jivi að afkomumöguleikar fólksins eru undir því komnir. Fénaðarhöld urðu um veturinn og vorið ærið misjöfn í hérað- inu og að sumu leyti slæm, þótl mörgum skepnum yrði bjargað með öflun nokkurs fóðurliætis og með því að koma stórgripum fyrir i öðrum sýslum, og það enda þólt skorinn væri niður fénaður meir en áður liafði Jiekkt. Menn treystu ]ió um of á jörð, sem var skemmd af sandburði og ösku, þótl raunar eigi fylgi Kötlugosum slík ólyfjan sem hinum illræmdu Skaftáreldum. 1 sjálfu gosinu og flóðinu höfðu einnig farizt beinlínis fleiri tugir lirossa og mörg hundruð sauðfjár. En Skaftfelhngar réttu sig næsta skjótt við aftur og nutu einnig til þess liðsinnis góðra manna utan sýslu, er skildu, að velferð eða vanlíðan eins liéraðs hlýtur á einn eða annan hált að snerls landið allt. Nokkurar jarðir fóru atgerlegt i eyði við gosið, aðallega af vöhl- um sandkafa. Margar skemmdust mjög, en komu seinna til, eftir nokkur ár. — Við rannsókn á viðkomandi jörðum og endurmat þeirra árið eftir, reyndust hýli meira og minna skemmd af þessurp

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.