Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1944, Side 64

Náttúrufræðingurinn - 1944, Side 64
NÁTTÚRUFR/EÐING URINN 1()6 voru misjafnlega fengsælir, enda var það að miklu leyti komið undir áhuga, lagni og þekkingu hvers og eins á háttum selanna sem og hinu, að liafa gott verkfæri, byssu, og kunna að beita því. Sem dæmi um góðan afla með þessari aðferð vil ég geta þess, að vorið 1896 fengust 78 selir á einn bát, en 65 á annan, er báðir voru úr Kelduhverfi, en margt af þessu var hringanóri, enda er vorið enn- þá kallað „hringanóravorið", bæði í Kelduhverfi og á Húsavík. Meiri veiði var það, er nú, fyrir hér um bil 20 árum, fengust 40—65 vöðuselir á bát á einu vori. Var það góð veiði þennan stutta tíma, sem hún var stunduð. Veiði þessi fer fram á árabátum, og eru þá 3 menn á hverjum bát, 2 áróðrarmenn og svo skyttan, sem er formaður. Skutulstöng með skutli og skutulfæri fylgir hverjum bát, og eru selirnir skutlaðir eft- ir skotið, eins þótt þeir „steinliggi“, sem kallað er, þ. e. eigi sjáist lífsmark með þeim, því að oft vill það til, að selur, er virðist dauð- skotinn að fyrsta áliti, raknar við aftur, — hefur aðeins fallið í dá eða rot um stundarsakir. Geta þeir náungar, sem menn hafa lifandi á skutli, orðið býsna erfiðir eða óþægir viðfangs stundum. Er þó oftast hægt að draga særðan vöðusel að borðinu á bátnum og rota hann og það, þótt aðeins einn skutull standi í honum; eins smærri blöðru- og kampaseli. En hafi maður fullorðinn blöðrusel eða kampasel á skutli, lítt særðan, þá er réttast að lauma banaskoti í koll þeim karli við lyrsta tækifæri, því að þeir hafa sýnt sig í því nokkrum sinnum, — sérstaklega þó blöðruselir —, að ráðast á bátinn — með kjaptinum auðvitað. Og þar eru kraftar í kögglum og óþægilegar sviptingar, sem nærri má geta, þar sem dýr, er geta vegið allt að 800 pundum, þ. e. 400 kg., — öskrandi af reiði og sársauka —, eiga lilut að máli. Hefur það enda komið fyrir, að blöðruselur, særður af skoti, en alveg laus og liðugur í sjónum, — ekki á skutli, liafi ráðizt á bátinn og menn hafi orðið að skjóta hann hangandi á kjaftinum á borðstokki bátsins, sem hann var í Jaann veginn að brjóta. Og einnig eru jtess dæmi, að blöðruselur hafi bitið gat á bátinn altarlega, — kjalarhælinn. — Þá vil ég geta um eitt dæmi enn, er sýnir, hve illvígur blöðruselurinn getur verið. Á fyrri hluta 19. aldar, var Jaað eitt vor, að Þistilsfjörð fyllti alveg af hafís, svo að Jaar fraus saman land og sjór, en austan við Langanes var auður sjór, að minnst kosti með köflum, og sást j:>á úr Þistilfirði svartmarinn yfir auða sjónum þar, einkurn þó í gegnum Eyðaskarð, sem er innan við mitt nesið. lllöðruselur var á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.