Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 9
HAPPADAGURINN 3 Miklukvísl. Peter var nú farinn að halda, að Finnur færi of hratt yfir og æpti og veifaði í ofboði, og með góðum árangri, til að halda aftur af honum. En þegar síðustu gæsirnar, en þær munu hafa verið um tvö hundruð talsins, höfðu komizt yfir kvislina yfir í lllaver, reið hann til móts við Finn, bugaður og vonsvikinn. Allar vonir okk- ar voni nú tengdar Fálkamýrinni hinum megin netöldunnar, en þaðan heyrðum við gæsaskvaldur. Peter fór af baki, þegar hann kom að ölduhryggnum B, sem geng- ur til norðurs frá netöldunni, og gægðist fyrir hornið. Ekki ein ein- asta gæs sást í grænni mýrinni. Þegar tvær mínútur vantaði upp á tímann, sem ákveðinn hafði verið til atlögu að mýrinni, sá hann Valla koma ríðandi fram undan hæðinni C. Þá steig hann á bak og reið út í mýrina. 1 fyrstu sá hann ekkert, en síðan komu í ljós þrjár eða fjórar fullorðnar gæsir og nokkrir ungar, sem lögðu leið sína npp eft- ir öldunni. Leit því út fyrir, að þetta ætlaði ekki að verða algerð fýlu- för. Peter hélt nú upp á ölduhrygginn til þess að koma í veg fyrir, cð gæsirnar slyppu norður af öldunni. Hinum megin við mýrina sá hann til ferða Phil, sem reið þar fram og aftur. Þegar hann kom upp á háhrygginn, blasti við honum furðuleg sjón. 1 áttina til hans stefndi hópur á að gizka tvö hundruð fidlorðinna gæsa, og í humátt á eftir kom annar hópur fullorðinna fugla og unga, að minnsta kosti 300 talsins. Fyrri hópurinn sá nú til hans og sneri við upp eftir netöld- unni. Með því að fara að öllu gætilega gat hann haft auga með þeim, en dulizt seinni hópnum. Margar gæsanna í seinni hópnum hafa áreiðanlega lent öfugu megin við netvænginn, en þegar var þó mikil og ógnvekjandi gæsaþyrping komin inn fyrir vænginn. Peter reið nú yfir til Finns, og fylgdust þeir að upp á öldutoppinn með Valla á vinstri hönd. Þarna fyrir miðri oddlaga netgirðingunni stóðu allar gæsirnar í þéttri þyrpingu, bæði fullorðnir fuglar og ungar. Seinna varð okkur ljóst, að í þessari gæsaþyrpingu munu að minnsta kosti hafa verið 500 gæsir. Eitt æsandi augnablik sáum við þær nálg- ns1 netdilkinn, þar sem netvængirnir mættust. Þær lentu á netvængn- um öðrum megin við dilkinn. Hann hélt þvögunni í nokkrar sekúnd- ur, en riðaði síðan og féll undan þunga fuglanna, og þeir streymdu yfir netið og niður eftir öldunni að sunnanverðu. Þetta var reiðarslag fyrir okkur. En Valli hljóp á bak hesti sínum og hleypti fyrir fylk- inguna og klauf hana, og brátt var álitlegur hluti af hópnum á leið upp eftir öldunni aftur. 1 millitið hafði Peter reist netið við á nýjan leik, en nú komu gæsirnar að þvi öfugu megin. 1 einu vetfangi féll

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.