Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 38

Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 38
30 N ÁTT Ú RU F RÆÐINGURINN hinn versti eggja- og ungaræningi, sem jafnvel einnig drepi fullorðna fugla í allstórum stíl. Ef um slikan mun á lifsháttum er raunveru- lega að ræða, gæti hann stafað af skorti á annarri fæðu í hinum norð- lægu íshafslöndum, eða, og það þykir mér öllu hklegra, að íslenzkir hvítmáfar hafi í harðri samkeppni við svartbakinn smám saman verið neyddir til að temja sér friðsamlegri fæðuöflunaraðferðir en hann. Er þetta atriði vel þess virði, að það verði rannsakað nánar. Hin takmarkaða og að mörgu leyti einkennilega útbreiðsla hvít- máfsins hér á landi er mjög athyglisvert fyrirbæri. Margt bendir til þess, að hinir liltölulega fáu hvítmáfar, sem enn hafast hér við, séu aðeins leifar af miklu stærri stofni og núverandi varpstöðvar þeirra séu síðasta athvarf þeirra í landi, þar sem þeir eiga orðið mjög erfitt uppdráttar vegna' óhagstæðra ytri skilyrða. Ætla má, að á ísöld hafi hvítmáfurinn sem hánorrænn (arktískur) fugl, verið miklu algengari og útbreiddari hér á landi en nú. Líklega hefur hann þá verið algeng- asti máfurinn hér, eins og hann er enn i mörgum hinna nyrztu íshafs- landa. Aftur á móti má ætla, að á ísöld hafi svartbakurinn sem suð- lægari tegund orðið að hörfa suður á bóginn. Að minnsta kosti hlýt- ur hann að hafa átt hér mjög erfitt uppdráttar, ef einhver slæðingur af honum kynni að hafa lifað hér af. Þegar loftslag tók að hlýna eftir lok ísaldar mun svartbakurinn hafa haldið hér innreið sína, en hvít- máfurinn orðið að höi'fa undan honum norður á bóginn. Frumorsökin að slíkum breytingum á útbreiðslu dýrategunda eru að sjálfsögðu lofts- lagsbreytingarnar, en þar með er ekki sagt, að það hafi beinlínis verið hin auknu hlýindi, sem hafi gert hvítmáfinum ólífvænlegt hér á landi. Ég tel miklu líklegra, að hvítmáfurinn hafi ekki staðizt samkeppni svartbaksins, eftir að hin ytri skilyrði tóku að breytast hinum síðar- nefnda í vil. Það er líffræðilegt lögmál, að tvær náskyldar tegundir, sem eru svipaðar að stærð og hafa sömu eða svipaða lífshætti, geti ekki þrifizt hlið við hlið, án þess að önnur þeirra nái yfirhöndinni og útrými hinni að mestu eða öllu leyti. Shkar tegundir eru einmitt svartbakurinn og hvítmáfurinn, enda eru útbreiðslusvæði þeirra að mestu aðskilin. En þar, sem þau skerast eins og hér á landi, kemur til harðvítugrar baráttu milli þessara tveggja tegunda um fæðu og varp- staði. Innan útbreiðslusvæðis hvítmáfsins mun hvergi vera jafnmilt loftslag og hér á landi, og það er því ekki nema eðlilegt, að svart- bakurinn sem suðlægari tegund hafi náð hér yfirhöndinni, enda þótt honum hafi enn ekki tekizt að útrýma hvítmáfinum með öllu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.