Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 46
38
NÁTTÚRUFRÆÐÍNGURINN
dal N. Þar var hún stórvaxin og bar þroskuð aldin. Hæsta eintak, sem ég fann
þar, var 46 cm og mest blaðbreidd 4 cm.
50. Pirola rotundifolia L. Rjöllulilja. Vopnafjörður (hefur fundizt þar áður).
Partafjall í Borgarfirði.
53. Ajuga pyramidalis L. Lyngbúi. 1 Borgarfirði fann ég lyngbúa á þessum stöð-
um: Geitagerði, í valllendis kinn í lækjargili (Grafgili) norðan við bæinn.
Grund, í valllendis lág stutt frá bænum. Á tveim stöðum í Bakkagerðisfjalli.
1 Njarðvik á nokkrum stöðum í Kerlingarfjalli og í Skjaldarfjalli. 1 Skjaldar-
gili fann ég nokkur eintök hvít (forma albiflora). Hæstu eintökin, sem ég fann
af lyngbúanum voru 16 cm á hæð. — Talið er, að lyngbúi hafi fundizt í Loð-
mundarfirði, en ekki rakst ég neins staðar á hann þar. Getur hann þó verið
þar til fyrir þvi. En nokkuð sjaldgæfari mun hann vera þar en í Borgarfirði.
Af því, sem að framan segir, sést, að um auðugan garð er að gresjn
í gróðurríki þessara austlenzku fjarða. Og enn er nóg verkefni fyrir
grasafræðing að rannsaka flóru þeirra, svo er hún fjölbreytt og
merkileg.
Sá, sem fer um Loðmundarfjörð í gróðurrannsókn, kemst ekki hjá
því að veita fleiri þáttum náttúrufræðinnar athygli. Verða þá fyrst
fyrir hinar miklu biksteinsfúlgur, sem þar finnast í jörðu. Er þar, að
áliti fróðra manna, um mikið verðmæti að ræða. Er óskandi, að bik-
steinsnám geti hafizt þar hið fyrsta. Fornskeljar finnast í sandhól hjá
Stakkahlíð, spölkorn frá sjó.
Mest mun þó flestum finnast til um hina miklu steingerðu trjáboli,
er fundust fyrir nokkrum árum í fjallinu ofan við Stakkahlíð. Til-
raun var gerð að flytja brot af einum þessum steingcrfing heim í
Stakkahlið. En hann reyndist erfiður í vöfum og strandaði á miðri leið.
Stendur hann nú á sléttum grasbala í fjallinu. Þar tók Ingólfur Davíðs-
son, grasfræðingur, mynd af honum í fyrrasumar. Birtist hún i Eim-
reiðinni, síðasta árgangi. Ég skoðaði þennan mikla steingerving og
ákvarðaði aldur hans (án ábyrgðar) eftir árhringunum og taldi hann
hafa verið 500 ára gamlan, er hann dó. Svo verða aðrir að segja til
um, hve langt er síðan að hann var lifandi tré og hverrar tegundar
það tré var. Þennan einstaka náttúrugrip verður Náttúrugripasafn ís-
lands að eignast. Vist mun það kosta allmikla fyrirhöfn og nokkurt
fé að koma honum þangað. Ekki veit ég, hvar hægt væri að fá fé til
þessa. En minnast má þess, að oft hefur okkar ágaúi ríkissjóður hlaup-
ið undir bagga til hjálpar góðu málefni.
Eins og nú stendur má hugsa sér, að tvenns konar hætta geti vofað
yfir steininum þar sem hann er nú: Aðkomnir menn, sem þama ættu
leið um, gætu freistast til að brjóta flísar úr honum, til þess að eiga