Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 56

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 56
búast, að þær sýni útbreiðslumynstur á sniðum þessuin, sem aðeins ná yfir 20—30 lengdarmetra. Skulu nú helstu dýrahópar ræddir nánar. Marflœr. Meira kom af marflóm en nokkrum öðrum dýrum í fallgildr- urnar, og var alls um 5 tegundir að ræða. Á neðstu stöðvum (A) var teg- undin Hyale nilssoni mest áberandi, en strax þar fyrir ofan dregur mjög úr fjölda hennar, og nær útbreiðsla tegundarinnar aðeins að óverulegu leyti upp í hinar eiginlegu fitjar (3. mynd). Á B stöðvum verður fyrst vart við tegundina Orchestia gammarellus, sem verður síðan fljótlega mjög al- geng. Nær tegundin hámarki á mið- biki fitjungsbeltisins en hún finnst a. m. k. allt að K stöðvum, þótt þar sé greinilega farið að draga mjög úr fjölda hennar. Má með réttu nefna þcssa marfló einkennisdýr fitjanna við Gálgahraun. Jötunuxar. Jötunuxar voru algeng- ir um alla fitina, og fengust alls 13 tegundir á bilinu A—K. Á neðstu stöðvum var eingöngu um fjörujötun- uxann (Micralymma marinum) að ræða. Fannst sú tegund allt frá stöðv- um A og aðeins upp í túnvinguls- beltið. Hámarki naa- tegundin um miðhluta fitjungsbeltisins (3. mynd). Á D stöðvum á neðanverðu fitjungs- beltinu varð fyrst vart við tegundina Atheta vestita, en hún verður síðan algeng frá efri helming fitjungsbeltis- ins upp í mitt túnvingulsbeltið, en ])ar fyrir ofan dregur mjög úr magni hennar á ný. í miðju túnvingulsbelt- inu fer að bera á ýmsum öðrum jöt- unuxategundum, einkum Tachinus corticinus, T. marginellus og Quedius boobs. Fékkst mest af hinni fyrst- neíndu, en allar virðast þær verða al- gengari eftir því sem ofar dregur. Köngulœr. Köngulær voru algengar um allar fitjarnar, og fengust alls 11 tegundir á bilinu A—K. Á neðri helm- ing fitjungsbeltisins er tegundin Ha- lorates repropus algeng, en hún fannst einnig á A stöðvum, rétt neðan þessa beltis. Útbreiðsla tegundarinnar nær upp í efri helming fitjungsbeltisins (3. mynd). Tegundin Erigone longi- palpis finnst um allt fitjungsbeltið og nær aðeins upp í túnvingulsbeltið. Hún virðist ná hámarki um mitt fitj- ungsbeltið. Tegundin Allomengea scopigera hefur víða útbreiðslu allt frá neðanverðu fitjungsbelti og upp úr, en virðist algengust í túnvinguls- beltinu. Aðrar köngulóartegundir fengust í minna magni, og fundust þær nær eingöngu um efri hluta fitj- anna. tínnur algeng dýr. Eins og áður segir er ekki við því að búast að tví- vængjur sýni útbreiðslumynstur á fitjasniðum þessum. Þó virtist tegund- in Heterocheila buccata algengust neðst á fitjunum, en aðrar tegundir voru yfirleitt algengari um efri hluta fitjanna (tafla 2). Æðvængjur fengust um meginhluta fitjanna, en voru al- gengastar efst í fitjungsbeltinu og í 3. mynd. Einstaklingsfjöldi nokkurra dýrategunda úr fallgildrum í Gálga- hraunsfitjum, byggt á veiði tveggja gildra í hverri hæð, en hver gildra gekk í 5 daga. Skammstaíanir eins og á 2. mynd — Number of individuals of some common species obtained in tiuo pitfall traps al each height level on Gálgahraun salt marsh during 5 days. Stöðvar = stations. Fjöldi = number. Marflœr = Amphi- poda. Jötunuxar = Staphylinidae. Köngu- lœr = Araneae. Abbrevations as in Fig. 2. 230
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.