Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 50

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 50
á hinar ýmsu tegundir dýra, og sum- ar tegundir (t. d. lindýr) koma lítið eða ekki í þær. Því er erfitt eða ógern- ingur að bera saman einstaklings- fjölda mismunandi tegunda með þess- ari söfnunaraðferð, en hún gefur mun betri hugmynd um lilutfallslegan fjölda sömu tegundar á hinum ýmsu stöðvum. Auk stöðva A til K var einnig tekin ein stöð, L, á hvoru sniði einum hæðarmetra ofan við stöð K. Fallgildrum var kontið fyrir og gróðurþekja metin hinn 15. septem- ber 1976, en gildrur siðan tæmdar 5 sólarhringum síðar. Á þessu tímabili var smástreymt, og gekk sjór ekki yfir neina stöð, að undanteknum A stöðv- um, en sjór mun hafa skolast upp í fallgildrur þar einu sinni í stuttan tíma. Má vera að eitthvað af þeim dýrum, sem þá voru í gildrunum, hafi skolast burt, en það hefur þó senni- lega verið óverulegt. Dýr, sem fengust í gildrurnar, voru talin og greind eftir jsví sem kostur var, en mjög vandasamt er að greina mörg þessara dýra. Erling Hauge við Háskólann í Bergen hefur gert mér þann mikla greiða að greina allar köngulær (Araneae) úr gildrunum, og Erling Ólafsson hefur greint allar tví- vængjur (Diptera) og þorra bjallna (Coleoptera) og yfirfarið aðrar grein- ingar á skordýrum. Kann ég þessum mönnum hinar bestu þakkir fyrir. Því miður hefur ekki reynst unnt að greina ýmis skordýr, og er það hvað bagalegast varðandi æðvængjur (Hy- menoptera), þar sem þær koinu mikið í gildrurnar. Ekki var skipt sér af stökkmori (Collembola) og smáum maurum (Acarina), sem komu í giklr- urnar. Var notuð sérstök aðferð við söfnun þessara dýra, sem eru ntjög algeng á fitjunum, en um þennan hluta könnunarinnar verður ekki fjallað hér, enda hefur ekki tekist að greina neitt af þessum dýrum til teg- unda enn. Umhverfi Sjávarfitjarnar við Gálgahraun eru með þeim vfðáttumeiri við sunnan- verðan Faxaflóa, þótt þær jafnist eng- an veginn á við fitjar í Mýra- og Hnappadalssýslum. Þær liggja lyrir framan hraunbrún og ná nokkuð inn í hraunið hér og þar. Þar sem þær eru breiðastar eru þær um 20—30 m á breidd. Fitjarnar eru allsléttar víð- ast hvar, en þó eru á þeim nokkrar smátjarnir, sem sjór fellur upp í um flóð. Dálítil dreif af hraungrýti er sums staðar, en gróðurþekja að öðru leyti nær samfelld. Þang berst upp á fitjarnar í nokkrum mæli, en þegar könnun þessi var gerð var magn þess óverulegt. Gera má ráð fyrir að það rakastig og sú selta sem er afleiðing af nálægð sjávar ráði livað mestu um lífsskilyrði á fitjum. Áhrif sjávar verða að sjálf- sögðu jafnan minni eftir því sem ofar dregur, en vegna sjávarfalla tekur um- hverfið oft snöggum breytingum. Er engan veginn um einfaldan fallanda í umhverfisþáttum að ræða. Sem mælikvarða á álu if sjávar má nota þann fjölda tilvika á einu ári, sem liin ýrnsu hæðarbil í fitjum fara í kaf. Sýnir 1. mynd fjölda flóða, sem ná mismunandi hæðarmörkum á einu ári í Reykjavík, og er myndin liyggð á sjávarfallaspá fyrir árið 1975. Á ári hverju verður flóð í um 706 skipti. 224
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.