Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 50

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 50
á hinar ýmsu tegundir dýra, og sum- ar tegundir (t. d. lindýr) koma lítið eða ekki í þær. Því er erfitt eða ógern- ingur að bera saman einstaklings- fjölda mismunandi tegunda með þess- ari söfnunaraðferð, en hún gefur mun betri hugmynd um lilutfallslegan fjölda sömu tegundar á hinum ýmsu stöðvum. Auk stöðva A til K var einnig tekin ein stöð, L, á hvoru sniði einum hæðarmetra ofan við stöð K. Fallgildrum var kontið fyrir og gróðurþekja metin hinn 15. septem- ber 1976, en gildrur siðan tæmdar 5 sólarhringum síðar. Á þessu tímabili var smástreymt, og gekk sjór ekki yfir neina stöð, að undanteknum A stöðv- um, en sjór mun hafa skolast upp í fallgildrur þar einu sinni í stuttan tíma. Má vera að eitthvað af þeim dýrum, sem þá voru í gildrunum, hafi skolast burt, en það hefur þó senni- lega verið óverulegt. Dýr, sem fengust í gildrurnar, voru talin og greind eftir jsví sem kostur var, en mjög vandasamt er að greina mörg þessara dýra. Erling Hauge við Háskólann í Bergen hefur gert mér þann mikla greiða að greina allar köngulær (Araneae) úr gildrunum, og Erling Ólafsson hefur greint allar tví- vængjur (Diptera) og þorra bjallna (Coleoptera) og yfirfarið aðrar grein- ingar á skordýrum. Kann ég þessum mönnum hinar bestu þakkir fyrir. Því miður hefur ekki reynst unnt að greina ýmis skordýr, og er það hvað bagalegast varðandi æðvængjur (Hy- menoptera), þar sem þær koinu mikið í gildrurnar. Ekki var skipt sér af stökkmori (Collembola) og smáum maurum (Acarina), sem komu í giklr- urnar. Var notuð sérstök aðferð við söfnun þessara dýra, sem eru ntjög algeng á fitjunum, en um þennan hluta könnunarinnar verður ekki fjallað hér, enda hefur ekki tekist að greina neitt af þessum dýrum til teg- unda enn. Umhverfi Sjávarfitjarnar við Gálgahraun eru með þeim vfðáttumeiri við sunnan- verðan Faxaflóa, þótt þær jafnist eng- an veginn á við fitjar í Mýra- og Hnappadalssýslum. Þær liggja lyrir framan hraunbrún og ná nokkuð inn í hraunið hér og þar. Þar sem þær eru breiðastar eru þær um 20—30 m á breidd. Fitjarnar eru allsléttar víð- ast hvar, en þó eru á þeim nokkrar smátjarnir, sem sjór fellur upp í um flóð. Dálítil dreif af hraungrýti er sums staðar, en gróðurþekja að öðru leyti nær samfelld. Þang berst upp á fitjarnar í nokkrum mæli, en þegar könnun þessi var gerð var magn þess óverulegt. Gera má ráð fyrir að það rakastig og sú selta sem er afleiðing af nálægð sjávar ráði livað mestu um lífsskilyrði á fitjum. Áhrif sjávar verða að sjálf- sögðu jafnan minni eftir því sem ofar dregur, en vegna sjávarfalla tekur um- hverfið oft snöggum breytingum. Er engan veginn um einfaldan fallanda í umhverfisþáttum að ræða. Sem mælikvarða á álu if sjávar má nota þann fjölda tilvika á einu ári, sem liin ýrnsu hæðarbil í fitjum fara í kaf. Sýnir 1. mynd fjölda flóða, sem ná mismunandi hæðarmörkum á einu ári í Reykjavík, og er myndin liyggð á sjávarfallaspá fyrir árið 1975. Á ári hverju verður flóð í um 706 skipti. 224

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.