Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 17
eríku. Þegar rætt er um regnskóga í þessari grein er hins vegar eingöngu átt við regnskóga hitabeltisins. Ævafornir skógar í stöðugu umhverfi? Samkvæmt hefðbundnum hug- myndum manna um regnskóga, eru þeir ævafornir og einkennast framar öðru af stöðugu og lítt sveiflukenndu umhverfi, hvort sem stöðugleikinn er mældur á jarðfræðilegum tímaskala eða vistfræðilegum, t.d. yfir nokkra áratugi. Þannig var talið að á meðan fimbulvetur ísalda umbyltu eða þurrk- uðu út líf á norðurhveli, hefðu regn- skógarnir staðið í stóískri ró og talið var að sögu þeirra mætti rekja óslitið aftur um hundruð þúsunda eða jafnvel tugmilljónir ára. Með auknum rann- sóknum hefur komið í ljós að þessi mynd af regnskógunum sem ævaforn- um og lítt undirorpnum sveiflum er ekki alls kostar rétt. Á síðustu ísöld kólnaði í hitabelti eins og annars staðar á jörðinni. Rannsóknir á skógarmörkum í Equa- dor á síðasta skeiði ísaldar benda til þess að meðalárshiti hafi þá verið a.m.k. 4,5 °C lægri en nú (Liu og Col- invaux 1985). En ísöld fylgdu einnig aðrar breytingar á veðurfari; samfara kólnuninni varð loftslag þurrara en áður. Útbreiðsla skóga dróst því ekki aðeins saman vegna kulda, heldur einnig vegna þurrara loftslags. Eink- um er talið að þessa hafi gætt í Suður- Ameríku og Afríku. Til dæmis hafa frjógreiningar úr jarðvegi frá norður- hluta Guatemala sýnt að þar sem nú vex sígrænn hitabeltisskógur voru þurrar gresjur með dreifðum runnum á ísöld (sjá Lewin 1984). Loftslag þornaði mun minna í Asíu þar sem út- hafsáhrif voru þar meiri en í Suður- Ameríku og Afríku. Þó hljóta miklu stærri landflæmi að hafa borið svip af meginlandsloftslagi en nú. Sjávarstaða var allt að 180 m lægri en nú er og eyj- ar Indónesíu (s.s. Súmatra, Borneó, Java, Celebes og Balí) voru þá hluti af meginlandi Suðaustur-Asíu, sem var þar af leiðandi miklu stærra en það er nú. Trúlega hefur Indónesía skilist frá og greinst í eyjar fyrir um 8.500 til 10.000 árum. Hvað Suður-Ameríku snertir, hefur komið í ljós að fjölbreytni tegunda er mjög misskipt innan Amasonskógar- ins og nokkur svæði virðast vera miklu tegundaauðugri en skógurinn í heild. Telja margir líklegt að þetta séu svæði þar sem loftslag þornaði lítið eða ekkert á síðustu ísöld, og þar hafi því orðið eftir „regnskógaeyjar“ með- an skógurinn hopaði vegna þurrka annars staðar (Myers 1986). Tilgátur eru um að út frá þessum eyjum hafi skógurinn síðan breiðst eftir Iok ísaldar. Útbreiðsla regnskóga í Afríku dróst trúlega mikið saman á síðustu ísöld, enda eru þeir ekki jafn fjölbreyttir að tegundum og skógar Asíu og Suður- Ameríku. Flestir vísindamenn telja skógana í Suðaustur-Asíu elsta og að þeir hafi orðið fyrir tiltölulega lítilli röskun vegna þurrara loftslags á ísöld. Ef til vill hafa sumir hlutar Suðaustur- Asíu borið skóg, einhvers konar regn- skóg, óslitið í 70 milljón ár (Myers 1980). Þeir skógar gætu því verið elstu landvistkerfi jarðar. GRÓSKA OG FJÖLBREYTNI Regnskógar hitabeltis eru tegunda- auðugustu og fjölbreyttustu vistkerfi jarðar. Þótt þeir þekji aðeins um 6-7% þurrlendis, lifir líklega í þeim um eða yfir helmingur allra tegunda lífvera (Myers 1986). Þeir eru einnig gróskumestu vistkerfi jarðar og ná meiri lífþyngd (þ.e. massa lifandi vera) á flatareiningu lands en nokkurt annað vistkerfi. Lífþyngd láglendis- skóganna hefur verið áætluð 35 - 60 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.