Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 57

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 57
stöðvum utan plötuskila, eigi stærri þátt í gostíðni þeirra en eldstöðva á plötuskilum. SAMANTEKT Meginatriði greinarinnar má draga saman á eftirfarandi hátt: 1) Á plötuskilum virðist tíðni ganga- innskota (tíðni kvikuflóða) úr djúp- stæðri kvikuþró stjórnast aðallega af rekhraða og lögun þróar. Því stærri hluta heildarreksins sem tiltekið eld- stöðvakerfi tekur á sig og því ílengri lóðrétt sem viðkomandi þró er þeim mun hærri er innskotatíðnin. 2) Tíðni gangainnskota (tíðni kvikuhlaupa) úr grunnstæðu kviku- hólfi stjórnast í flestum tilvikum af innskotatíðni þeirrar þróar sem leggur því til kviku. Þar sem rúmmál hólfs er yfirleitt ekki nema lítið brot af rúm- máli þeirrar þróar sem tengist því get- ur eitt kvikuflóð úr þró valdið allt að tugum kvikuhlaupa úr tengdu hólfi. Þetta skýrir gífurlegan fjölda ská- ganga næst fornum kvikuhólfum svo og þau mörgu kvikuhlaup sem orðið hafa í núverandi Kröflueldum. 3) Langtíma gostíðni eldstöðvakerf- is, sem hér tekur yfir tugi eða hundr- uð þúsunda ára, er að meðaltali um 10% af tíðni gangainnskota úr þeirri þró sem leggur kerfinu til kviku. Skammtíma gostíðni, sem hér tekur yfir þúsundir ára eða styttri tímabil, kann að nálgast innskotatíðni viðkom- andi þróar þannig að allir eða flestir gangar nái yfirborði sem gosgangar. Mjög há gostíðni eldstöðva yfir tugi ára eða nokkur hundruð ár skýrist annars vegar af stærðarmun þróar og hólfs og hins vegar, þegar viðkomandi eldstöð hefur ekki grunnstætt hólf, af því að þróin er óvenju ílöng lóðrétt. I báðum tilvikum verður að gera ráð fyrir að flestir eða allir gangar nái yfir- borði. 4) Það reiknilíkan sem sett er fram í greininni virðist skýra allvel langtíma innskotatíðni, þ.e. fjölda ganga, í dæmigerðu fornu eldstöðvakerfi (gangaþyrpingu) á Austfjörðum. Einnig virðist skammtíma gostíðni á Reykjanesskaga vera í allgóðu sam- ræmi við þá tíðni sem búast mætti við samkvæmt reiknilíkaninu. ÞAKKIR Ég þakka Páli Einarssyni fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar og Vísindasjóði fyrir styrki til rannsókna á útkulnuðum og virkum eldstöðvakerfum, en þær rann- sóknir eru forsendur reiknilíkansins í þess- ari grein. HEIMILDIR Ari Trausti Guðmundsson 1986. Islands- eldar. Vaka-Helgafell, Reykjavík. 168 bls. Ágúst Guðmundsson 1983. Form and di- mensions of dykes in eastern Iceland. Tectonophysics 95. 295-307. Ágúst Guðmundsson 1984. A study of dykes, fissures and faults in selected areas of Iceland. Óprentuð Ph.D. ritg. University of London, Englandi. 268 bls. Ágúst Guðmundsson 1986a. Possible ef- fect of aspect ratios of magma cham- bers on eruption frequency. Geology 14. 991-994. Ágúst Guðmundsson 1986b. Sprungurnar á Þingvöllum og myndun þeirra. Nátt- úrufrœðingurinn 56. 1-18. Ágúst Guðmundsson 1986c. Formation of crustal magma chambers in Iceland. Geology 14. 164-166. Ágúst Guðmundsson 1986d. Mechanical aspects of postglacial volcanism and tectonics of the Reykjanes Peninsula, Southwest Iceland. Journ. Geophys. Res. 91. 12711-12721. Ágúst Guðmundsson 1987a. Kvikuhólf í gosbeltum íslands. Náttúrufrœðingur- inn 57. 37-53. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.