Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 51

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 51
veitir kviku til. í öðru lagi skýrir þetta þann fjölda kvikuhlaupa sem verður úr hólfum eins og því sem er undir Kröflu við eitt kvikuflóð úr þrónni undir. Þar hefur kvika flætt úr þrónni í um 14 ár, en á fyrstu 9 árum þess tímabils varð 21 kvikuhlaup úr hólfinu vegna þess að þetta eina kvikuflóð úr þrónni náði að yfirfylla hólfið þetta oft, og á ef til vill eftir að yfirfylla það oftar. í þriðja lagi skýrir þetta hinn gífur- lega fjölda af skágöngum (keilugöng- um) sem finnast í rótum flestra rof- inna megineldstöðva hér á landi, eink- um næst stórum innskotum sem túlka má sem topp fornra grunnstæðra kvikuhólfa (2. og 4. mynd). Næst fornum hólfum er allt að 80-90% af berginu skágangar, flestir mjög þunn- ir, undir 1 m, og að sama skapi massa- litlir. Stefna og halli skáganga ræðst af staðbundnu spennusviði næst hólfinu, en þetta spennusvið er mjög háð lög- un hólfsins. Gífurlegur fjöldi ská- ganga og þéttleiki næst fornu hólfi skýrist af því að hólfið sendir allt að nokkra tugi slíkra ganga frá sér fyrir hvert eitt flóð úr þrónni sem veitir því kviku. Ekki er ósennilegt að margir skágangar hafi myndast í núverandi Kröflueidum og séu ef til vill að myndast enn. GOSTÍÐNI Gostíðni eldstöðvakerfis verður aldrei meiri en brot af innskotatíðni þeirrar þróar sem leggur því til kviku, ýmist beint eða í gegnum kvikuhólf. Um skamman tíma, eins og rætt er nánar hér á eftir, getur gostíðnin nálg- ast innskotatíðnina þannig að flestir eða allir gangar nái yfirborði sem gos- sprungur. Um lengri tíma er gostíðnin þó venjulega mun minni en innskota- tíðnin. Þetta ræðst af ýmsum þáttum sem hindra ganga í að ná yfirborði. í fyrsta lagi er Youngs stuðull yfirleitt hæstur neðarlega í skorpu og lægstur ofarlega (3. mynd). Af svo kölluðu Hookes lögmáli leiðir þá að fyrir tiltekinn rekhraða minnkar þrýstispennan örast þar sem Youngs stuðull er hæstur, en hægast þar sem hann er lægstur (Ágúst Guðmundsson 1988). Með öðrum orðum, sú minnkun þrýsti- spennu sem þarf til að gangar geti skotist upp í skorpuna er hraðari neð- arlega í skorpunni en ofarlega. Þetta veldur því að aðeins hluti þeirra ganga sem skjótast upp úr þró neðarlega í skorpunni kemst til yfirborðs, hinir stöðvast á leiðinni og eru því hrein innskot (2. og 3. mynd). 1 öðru lagi getur tímabundið byggst upp há lárétt þrýstispenna í efri hluta skopunnar sem hindrar ganga í að ná yfirborði. Slík þrýstispenna verður til dæmis í grennd við ganga, einkum í skorpulagi 2 sem hefur sama eðlis- massa og algengasta gerð basaltkviku hér á landi, en þetta lag er á 1-2 km dýpi innan gosbeltanna og er 1,5-3,0 km þykkt (Guðmundur Pálmason 1971). Lárétt þrýstispenna tengd eldri göngum í þessu lagi kann því að hindra yngri ganga, a.m.k. tímabund- ið, í að ná yfirborði. Þá getur farg sem nær yfir stór svæði á yfirborði, svo sem víðáttumikil hraun eða jöklar, sveigt skorpuna niður þannig að myndist tímabundin há lárétt þrýsti- spenna í efri hluta skorpu sem geri göngum illmögulegt eða ókleift að brjótast til yfirborðs (Ágúst Guð- mundsson 1986d). í þriðja lagi kann eðlismassi kviku í gangi í sumum tilfellum að vera meiri en meðaleðlismassi skorpu, og ætti gangurinn þá ekki að ná til yfirborðs (Walker 1974b). Hér á landi væri það helst mjög eðlismassamikil kvika svo sem píkrítkvika sem ekki næði yfir- 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.