Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 7

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 7
Tafla 1. Yfirlit yfir leirur á Innnesjum. A survey of tidal mudflats in the Reykjavik area, 5W Iceland. Áætlað flatarmál (ha) Meðferð Estimated area (ha) Áður Nú Undisturbed Present Hvaleyrarlón 10 7 Fyllt og dýpkuð Skógtjörn 20 20 Bessastaðatjörn 40? 0 Lokuð, nú ferskvatn Lambhúsatjörn 80 80 Arnarnesvogur 12 12 Skemmd með fylliefnum Kópavogur 21 21 Fossvogur 7 7 Bakkatjörn 10 0 Lokuð, nú ferskvatn Elliðavogur 30 2 Fyllt Grafarvogur 25 25 Gufunesvík 10 0 Fyllt Eiði-Blikastaðakró 25 25 Leiruvogur 70 70 Alls 360 269 Miðað við flatarmál hafa 25% af leirum á Innnesjum verið eyðilagðar, en 75% eru enn eftir. anum opnaðist ræsið ofarlega á leir- unni, en það var flutt út í mynni vogs- ins árið 1987. Mun minni byggð var við Grafarvog, aðeins byggt sunnan megin. Engin skólpræsi opnuðust út í voginn, en frárennsli frá fiskeldi rann í voginn um Grafarlæk. Eftir að at- huganir voru gerðar hefur risið íbúð- arhverfi norðan við Grafarvog og veg- ur verið lagður yfir þveran voginn. Kópavogsleira er gljúp og fínkorn- ótt. Sandskel og sandmaðkur eru áberandi. Smáir pípuormar þekja mikið af leirunni. Önnur algeng dýr eru maðkamóðir (Priapulus caudat- us), burstaormurinn Scoloplos arrnig- er, kræklingur og marflær (nokkrar tegundir) (Agnar Ingólfsson 1977). Samkvæmt athugun í október 1987 (Guðmundur V. Helgason o.fl., hand- rit) voru algengustu dýrin í Kópavogs- leiru burstaormarnir Heteromastus fili- formis, Fabricia sabella, Pygospio ele- gans og Scoloplos armiger, áninn Tubificoides benedii og lirfur Crico- topus variabilis (leirumýs). Um 80% einstaklinga tilheyrðu þessum sex al- gengustu tegundum. Leiran í Grafar- vogi er svipuð að gerð og sömu dýra- tegundirnar eru ríkjandi þar og í Kópavogi. í báðum leirunum er mikið af lirfum leirumýs og ungviði sand- skeljar og kræklings. Þessar tegundir ásamt marflóm eru helsta fæða margra leirufugla. Á meðalsmástreymi í Reykjavík er munur flóðs og fjöru um 1,66 m og fjaran er 1,32 m ofan við 0-punkt Sjó- mælinga. Á meðalstórstreymi er mun- ur flóðs og fjöru 3,77 m og fjaran 0,22 m ofan við 0-punkt Sjómælinga (Sjáv- arföll við ísland 1980, 1981). Vorið og sumarið 1980, og veturinn 1980-81 voru undir meðallagi í lofthita en 61

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.