Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 21

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 21
Calidris alpina 1980 1981 11. mynd. Fjöldi lóuþræls í Grafarvogi (ofar) og Kópavogi (neðar) frá mars 1980 til maí 1981. Dunlin (Calidris alpina) numbers in Grafarvogur (above) and Kópavogur (below), March 1980 - May 1981. 1981 (2 í Grafarvogi og 1 í Kópavogi). Bæði vorin fjölgaði lóuþræl hægt fyrstu 10 dagana eða svo, en síðan mjög hratt: hámark var 7. maí 1980 í Grafarvogi (394) og 8. maí í Kópavogi (550), og 10. maí 1981 á báðum svæð- um (136 í Grafarvogi og 193 í Kópa- vogi) (11. mynd). Eftir vortopp 1980 fækkaði lóuþrælum hratt bæði í Graf- arvogi og Kópavogi. Fjöldi lóuþræls í Skarðsfirði vorið 1980 breyttist sam- tímis og á Innnesjum. Fann 5. maí voru rúmlega 100 lóuþrælar á taln- ingasvæðum í Skarðsfirði. Þeim fjölg- aði síðan upp í tæp 7000 hinn 8. maí og fækkaði eftir það (Agnar Ingólfs- son o.fl. 1980). Önnur bylgja af lóuþrælum, en mun minni en sú fyrri, kom á Innnesin seint í maí 1980. Fuglunum byrjaði að fjölga um 22. maí og náðu hámarki 27. maí í Kópavogi (87) en 31. maí í Grafarvogi (130). Bylgjan var gengin yfir snemma í júní. Sams konar bylgja og álíka stór miðað við vortoppinn, virðist hafa farið um Skarðsfjörð á sama tíma, t.d. voru þar um 1500 lóu- þrælar 31. maí. Svipað munstur í um- ferð lóuþræla, þ.e. toppur snemma í maí og annar í lok maí, var í Eyjafirði 1985 (Guðmundur A. Guðmundsson og Arnþór Garðarsson 1986). Um miðjan júní 1980 var fjöldi lóu- þræla í lágmarki. Þeim fjölgaði síðari 75

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.