Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 46

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 46
Þvermál Urðarháls er 5-6 km. Mesta hæð yfir sandana austan hans er um 180 m (Landmælingar íslands 1981) en aðeins um 60 m yfir nútímahraunin sem hafa runnið upp að hlíðum hans vestanverðum (Landmælingar íslands 1986). Á toppi Urðarháls er geysimikill ketill, hömrum girtur á alla vegu. Lengstur mælist hann 1100 m í stefnu NNA-SSV og breiddin hornrétt á þá stefnu er um 900 m (Landmælingar Is- lands 1981). Um dýpt ketilsins hafa menn ekki verið sammála. Ólafur Jónsson (1945) telur hann vera um 170 m djúpan en segir ekki hvernig sú tala er fengin. Guðmundur Gunnars- son (1981) álítur hins vegar að Ólafur hafi ofmetið dýptina og vitnar í „glögga menn“ sem meta dýptina allt að helmingi minni og telur að megi gott teljast nái hún 100 m. Þetta hef- ur valdið ruglingi, sumir (t.d. Þor- steinn Jósepsson o. fl. 1984) notast við tölu Guðmundar en aðrir (t.d. Ari T. Guðmundsson 1986) styðjast við Ólaf. Undirritaður átti leið um Urðarháls í júlí 1988 og athugaði ketilinn laus- lega. Með í för var „THOMMEN“ loftþyngdarhæðarmælir og því upplagt tækifæri að skera úr um raunverulega dýpt ketilsins. Mæling fór þannig fram að lesin var loftþyngdin á brúninni við ketilinn, síðan mælt þar sem dýpst var niðri í katlinum og loks aftur uppi á brúninni til leiðréttingar ef loftþyngd hefði breyst eitthvað á þeim tíma sem leið milli mælinga. Samkvæmt þessari mælingu er dýpt ketilsins 180±5 m sem er ágæt staðfesting á tölu Ólafs Jónssonar. Botn ketilsins er allur hulinn fok- sandi og sést ekki í fast berg fyrr en uppi í miðjum hlíðum vegna hruns og foks. Hamrarnir eru nær lóðréttir og ókleift niður nema á einum eða tveimur stöðum þar sem foksandur hefur safnast fyrir alla leið upp að brún. Gígurinn Iíkist mjög þeim fallgígum sem fyrr er lýst og jafnast hann á við stærstu fallgígana á Hawaii. Freistandi er því að telja hann fallgíg, þann lang- stærsta hér á landi. Hafi gígurinn myndast í lok gossins, eins og fallgígar gera líklega, hefur jökull síðasta jök- ulskeiðs ekki haft afgerandi áhrif á lögun hans að því er séð verður. Ástæða þess gæti verið sú að hjarn hafr myndast í gígnum og fyllt hann og varið á meðan jökullinn heflaði yfir- borðið auk þess sem Urðarháls er nærri ísaskilum jökulsins þar sem jök- ulrof er sáralítið. I hömrunum er hægt að sjá lagskipt- ingu dyngjunnar. Hún er gerð úr þunnum hraunlögum, oftast innan við 1 m að þykkt, stundum með smá gjall- karga milli laga. Neðarlega í hömrun- um eru lögin rauð vegna oxunar. Ef bergið er athugað nánar sjást plagíó- klas- (hvítir) og ólivíndílar (flösku- grænir) í gráleitum og blöðróttum grunnmassa sem er of fínkornóttur til að hann greinist í handsýni. Á tveimur stöðum er þessi reglu- lega uppbygging rofin af innskotum mun grófkornóttari en bergið annars er. Hægt er að greina þar einstaka kristalla, plagíóklas (hvítt), pýroxen (svart) og ólivín (grænt). I flæðigosum rennur kvikan gjarnan í lokuðum rásum og kemur ekki fram á yfirborðið nemá við hraunjaðrana. Ef þessar kvikurásir tæmast myndast hraunhellar sem víða má finna hér á landi. Sennilegast er að áðurnefnd innskot séu slíkar kvikurásir sem ekki tæmdust. Kvikan hefur storknað hægt og því er bergið gróft í korni. 100

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.