Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 50

Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 50
fræði þetta fyrirbæri? Flestir jarð- fræðingar skilja þetta svæði nú sem hluta af plötujöðrum þeim sem liggja um Atlantshaf og skilja í sundur Norður-Ameríkuplötuna og Evrasíu- plötuna. Á plötujöðrum þessum er Mið-Atlantshafshryggurinn svonefndi mest áberandi. Þar verða plöturnar tvær til og færast þær fyrir áhrif land- reksins til beggja átta út frá hryggnum (sjá t.d. Leó Kristjánsson 1978), um það bil 1 cm á ári til hvorrar áttar. Sunnan við ísland kallast hryggurinn Reykjaneshryggur en Kolbeinseyjar- hryggur norðan við landið. Hryggur- inn skerst einnig í gegn um landið og gengur undir ýmsum nöfnum. Þar sem hann rís úr hafi við suðvestanvert landið kallast hann Reykjanesrekbelt- ið eða Reykjanesgosbeltið. Rekbeltið teygir sig austur eftir Reykjanesskag- anum og upp um Þingvelli en virðist deyja út undir Skjaldbreið ef tekið er mið af yngstu sprungum, misgengjum og gjám, í yfirborði jarðskorpunnar. Norðanlands kallast hryggurinn Norð- urlandsrekbeltið og annað í þeim dúr. Rekbeltið teygist frá Öxarfirði suður um Ódáðahraun og Vatnajökul til Tungnáröræfa og virðist deyja út á Torfajökulssvæðinu, ef dæmt er eftir sömu ummerkjum og fyrr (l.mynd). Rekið hættir þó líklega ekki mjög snögglega og er því erfitt að gefa þess- um svæðum endanleg eða afgerandi mörk, en eins og stendur virðast þau enda nærri þeim slóðum sem hér eru nefnd. Á milli þessara tveggja rekbelta, Hellisheiðar-Þingvalla í vestri og Torfajökulsfjalllendisins í austri eru lágsveitir Suðurlands, Suðurlands- skjálftabeltið eins og það er kallað með skírskotun til þess sem gerist í jarðskorpunni. Þetta landsvæði tengir saman landrekssvæðin tvö. Land rek- ur ekki út frá þessu jarðskjálftasvæði eins og frá rekhryggjunum, heldur skríða hér plötujaðrarnir í gagnstæðar áttir hvor fram hjá öðrum (Sveinbjörn Björnsson og Páll Einarsson 1981). Platan sunnan við svæðið er á leiðinni austur, frá Reykjaneshryggnum en platan fyrir norðan svæðið er á leið- inni vestur, frá rekbeltinu á Tungnár- öræfum. Þegar plöturnar skríða hvor fram hjá annarri vex spenna í jarð- skorpunni við plötujaðrana og hleðst upp uns hún nær brotstyrk bergsins. Þá brestur það og jarðskjálfti verður, eða landskjálfti eins og það hét áður fyrr. Þetta gerist aftur og aftur, því landrekið heldur áfram og þegar berg- spennan hefur losnað í jarðskjálftum byrjar hún að byggjast upp aftur og undirbúa næsta jarðskjálfta eða næstu hrinu af jarðskjálftum. Venjulega verða margir skjálftar á tiltölulega stuttu tímabili þegar spennan hefur hlaðist upp undir hámark. Slík röð af skjálftum er kölluð skjálftahrina. Skjálftarnir í hverri hrinu dreifast gjarnan á nærri allt svæðið austan frá Heklu eða Vatnafjöllum og vestur á Hellisheiði. I vesturkanti svæðis- ins eru einmitt Reykir í Ölfusi, sem flestir kannast nú betur við sem Hveragerði. Á plötujöðrum, eins og Suðurlands- brotabeltið er, verða yfirleitt mjög sterkir skjálftar, allt upp í eða yfir 7 stig á Richterkvarða og þeim fylgir síðan mergð af smærri skjálftum. Svona stórir skjálftar verða yfirleitt ekki á rekhryggjunum en mjög gjarn- an á hliðrunarbeltum. Þessi hliðrunar- og skjálftasvæði eru víða á rekhryggja- kerfinu um allan heirn þar sem endar hryggjastubbanna standast ekki á (sjá t.d. Seibold og Berger 1982). Þau ein- kennast ekki af einu skýru broti á milli hryggjarendanna, heldur mis- jafnlega breiðu belti með mörgum brotum eða brotstubbum sem yfirleitt 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.