Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 52

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 52
anna á Suöurlandi er kornungur. Hann er til kominn eftir að landreks- hugmyndin vaknaði aftur og fór að taka á sig þá margþættu mynd sem hún hefur í dag. Sú hugmyndaþró- un byrjaði á árunum á milli 1960 og 1970. Það var meira en 150 árum eftir að Henderson ritaði sína lýsingu á tengsl- um þessara eldvirku landsvæða um jarðskjálftasvæðið á Suðurlandi. Það var öld áður en Wegener fékk hug- myndina að reki meginlandanna. Hver var þessi þrítugi Henderson sem ferðaðist um ísland og seldi biblíur og las svo skýrt út úr landinu um eðli þess? Hvaðan kom honum skilningur- inn á þessu fyrirbæri? Á íslandi var á þessum tíma enginn jarðfræðingur og í heimalandi hans aðeins sárafáir. Um íslenska náttúru gat hann helst fræðst af Sveini Páls- syni lækni. Ekki fer þó mikið fyrir þessum skilningi á eðli Suðurlands í ritum Sveins, svo varla eru Henderson komnar hugmyndir þaðan eða frá öðr- um Islendingum. Henderson var fæddur og upp alinn í Skotlandi. Hann flosnaði upp úr iðn- námi og lærði til prests, enda var hann af strangtrúuðu fólki kominn. Hann hafði haft mikinn og brennandi áhuga á náttúrunni sem unglingur, en á þess- um tíma gátu ekki aðrir en ríkir yfir- stéttarmenn sinnt slíkum áhugamálum og þá í krafti auðs síns, því yfirleitt gaf slík ástundun ekki fé í aðra hönd. Jarðfræðin sem fræðigrein var enn af- ar ung og ófullkomin bæði að vitn- eskju um jörðina og skilningi á hegð- un hennar. Hugmyndir þær sem voru að spretta fram um tilurð og þróun jarðarinnar á þessum tímum og nú kallast jarðfræði, eða jafnvel jarðvís- indi, féllu ekki sérlega vel að gamal- grónum hugmyndum og kenningum kirkjunnar um sama efni. Skólun Hendersons hefur þess vegna varla verið til þess fallin að kveikja honum svo skarpan skilning á sambandi flók- inna náttúruferla sem hann virðist hafa haft. Fyrir og um aldamótin 1800 stóð jarðfræði einna föstustum fótum í Þýskalandi. Þar var aðaltalsmaður hennar og kenningasmiður Abraham Gottlob Werner (1749-1817). Hann var kennari við Námuskólann í Frei- berg í Saxlandi en skilningur á eðli og gerð jarðskorpunnar aflaðist framan af einkum við námuvinnslu og aðra hagnýtingu bergs og jarðlaga. Aka- demían í Freiberg lagði á þessum tíma sérstaka rækt við námufræði. Werner hafði mjög sterk áhrif á þá sem lögðu sig eftir námufræðum og gerði þá í raun að jarðfræðingum. Hann þótti afar snjall málflytjandi og sérlega hvetjandi lærifaðir. Áhrif hans og kenningar bárust því víða um álfuna og settu mark sitt á vinnubrögð og hugsunarhátt þeirra er lögðu sig eftir að lesa úr jarðlögunum. lllu heilli reyndust, þegar fram liðu stundir, margar veigamestu hugmyndir hans og kenningar um jörðina vera rangar. Því lifir nú ekki nema sumt af þeim í starfi nútímajarðfræðinga. Kennsla hans og eldmóður kveikti hins vegar þann neista í mörgum lærisveinanna sem nægði til þess að gera þá að þýð- ingarmiklum frumkvöðlum í leitinni að gagnlegum skilningi á gerð og eðli jarðarinnar. í þeim hópi eru braut- ryðjendur eins og Alexander von Humbolt (1769-1859) sem gerði víð- reistast allra jarðfræðinga fyrri tíma og aflaði upplýsinga hvaðanæfa að og bar þær saman. Megininntakið í hug- myndum Werners um uppruna jarð- laganna sem setja mestan svip á Norð- ur-Evrópu var að flest jarðlögin væru mynduð við útfellingu efna úr sjó þeg- ar hann lá yfir löndunum fyrr á tím- 106

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.