Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1993, Qupperneq 86

Náttúrufræðingurinn - 1993, Qupperneq 86
reynst að nota orkumiklar hljóðbylgj- ur til að skilja agnirnar að. Ekki er heldur unnt að beita grein- ingu með röntgengeislum á eldfjalla- jarðveg. Til þess að röntgengeislarnir endurvarpist frá jarðvegssýninu þarf leirinn að vera blaðlaga og með hvert lagið ofan á öðru, eins og blaðsíður í bók. Því er vitaskuld alls ekki til að dreifa hjá kúlulaga aliófani eða þráð- laga ímógólíti og því hafa þessar steindir ofl verið kallaðar „X-ray amorph“ (myndlausar séðar með röntgengeislum). Síðar verður vikið að aðferðum til að greina leir í eld- fjallajarðvegi. ÞRÓUN HUGMYNDA UM LEIR í ELDFJALLAJARÐVEGI Gerð og eiginleikar blaðlaga leirs hefur verið þekkt í alllangan tíma. Öðru máli gegnir um leirsteindir í eld- fjallajarðvegi. Lengi var talið að lítið sem ekkert af leir væri að finna í eld- fjallajarðvegi og svo var einnig um íslenskan jarðveg. Var það m.a. talið stafa af kulda sem kæmi í veg fyrir myndun leirs. Þessu til stuðnings bentu menn á hve auðugur íslenskur jarðvegur er af lífrænum efnum, sem stafar þá einnig af kuldanum sem hamlar rotnun lífrænna efna. Við jarðvegsmyndun í nágranna- löndunum myndast yfirleitt eitthvert afbrigði af hefðbundnu jarðvegssniði á borð við það sem sýnt er á 5. mynd. Efst er lífrænt en leirsnautt yfirborðs- lag (A-lag) en þar fyrir neðan leirríkt B-lag og síðan C-lag sem líkist móðurefnunum þar fyrir neðan. Hefðbundið leirlag vantar yfirleitt í cldfjallajarðveg og hefur það oft villl mönnum sýn við rannsóknir á eðli eldfjallajarðvegs. Ástæðan er meðal annars sú að á virkum gossvæðum bætist í sífellu gjóska ofan á jarð- veginn, sem kemur í veg fyrir upp- byggingu klassískra jarðvegssniða. Þá er algengt að eldfjallajarðvegur hafi mikið af lífrænum efnum langt undir yfirborðinu. Ástæðan er m.a. sú að agnir í eldfjallajarðvegi binda lífræn efni svo þau safnast fyrir í jarðvegin- um. Þess vegna getur eldfjallajarðveg- ur í hitabelti Japans verið ríkur af lífrænum efnum þrátt fyrir hlýtt lofts- lag og öra rotnun lífrænna efna. Það er ekki fyrr en á síðustu árum sent sæmileg mynd hefur fengist af eðli leirs í eldfjallajarðvegi og ennþá er deilt um sum atriði er varða bygg- ingu þessara leirsteinda. Þekkingunni hefur einkum IJeygt fram í Japan og á Nýja-Sjálandi þar sem víðáttumikil svæði eru þakin eldfjallajarðvegi. GREINING STEINDA í ELDFJALLAJARÐVEGI Áður var vikið að því að ekki er hægt að nota hefðbundnar aðferðir við greiningu á leir í eldfjallajarðvegi. Ymsar aðrar aðferðir má þó nota til þess að greina þennan leir. Aðferð- unum má skipta í þrjá meginflokka: í fyrsta lagi eru efnafræðilegar aðferð- ir, í öðru lagi kornastærðargreining með sérstökum aðferðum og í þriðja lagi hátækniaðferðir til að skoða byggingu steindanna. Kornastærðar- greiningin byggist á því að nota orku- miklar hljóðbylgjur til að sundra klös- unum sem leiragnirnar mynda en auk þess eru notuð ýmis efni til að skilja kornin sundur. Ekki er rúm til að skýra hátækniaðferðirnar sem notaðar eru í þessu skyni. Þær byggjast m.a. á mæl- ingum á atómuppbyggingu steindanna, t.d. með innrauðri geislun. Þá hafa náðst ágætar myndir af þessum leir- tegundum með rafeindasmásjám (sjá t.d. 3. og 4. mynd). Auk þess gefa mælingar á rafhleðslu og vatnsheldni jarðvegsins til kynna hve mikið er af leir í eldfjallajarðvegi. 80
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.