Fréttablaðið - 01.08.2009, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 01.08.2009, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 1. ágúst 2009 11 UMRÆÐAN Magnús Jóhannsson skrifar um LifeWave plástra Þann 11. júní birtist í Fréttablað-inu grein eftir David Schmidt, framkvæmdastjóra LifeWave. Þessi grein eru viðbrögð framkvæmda- stjórans við grein í Fréttablaðinu 21. maí sem er að mestu byggð á viðtali við undirritaðan. Ekki er óal- gengt að þegar fólk skortir rök fyrir máli sínu grípi það til þess óyndisúrræðis að bera óhróð- ur og níð á and- stæðinginn. Því miður fellur fram- kvæmdastjórinn í þessa gryfju en grein hans er verulega ærumeið- andi fyrir mína persónu og störf. Í raun er þessi grein alls ekki svara verð, hún dæmir sig sjálf. Fyrir utan persónuníð fjallar meirihluti hennar um hluti sem koma málinu ekkert við eins og veitingu heiðurs- merkja fyrir bandaríska herinn, samvinnu við íþróttamenn, sögu fyrirtækisins og kynningarfundi á vegum þess. Eftir stendur óhaggað það sem haft var eftir mér í áðurnefndu viðtali. Það sem skiptir mestu er að ekki hafa verið birtar niðurstöð- ur rannsókna sem mark er takandi á og sýna verkun LifeWave plástr- anna. Framkvæmdastjórinn vísar á vefsíðu fyrirtækisins en þar er ekk- ert bitastætt að finna, ein ritgerð hefur birst í ritrýndu tímariti en hún fjallar í raun um annað. Fáein- ar greinar hafa birst í tímaritum sem ekki gera kröfur um vísinda- leg vinnubrögð og mest af efninu er eingöngu á vefsíðu fyrirtækis- ins. Ritrýnd tímarit leggja innsend handrit í dóm sérfróðra manna og gera kröfur um vísindaleg vinnu- brögð en greinar fást ekki birtar nema þessum kröfum hafi verið fullnægt. Sem sagt, ekki hafa verið birtar niðurstöður rannsókna sem með vísindalegum aðferðum sýna fram á að plástrarnir geri það sem stendur í auglýsingunum. Ef einhver vill fræðast meira um LifeWave þá er ýmislegt að finna á vefnum frá óháðum aðilum og má nefna sem dæmi www.worldwide- scam.info/sumlwall.htm. Ég mun ekki svara fleiri greinum um LifeWave. Höfundur er læknir og prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við HÍ. Enn um LifeWave UMRÆÐAN Gunnar Árnason og Hlédís Sveinsdóttir skrifa um sveita- stjórnarmál. Í hvers umboði situr meirihluti bæjarstjórnar á Álftanesi – hvers vegna viðgengst endalaus óráðsía og spilling í meðhöndl- un bæjarfulltrúa meirihlutans á Álftanesi á almannafé – bæjarsjóði sveitarfélagsins sem borinn er uppi af opinberum gjöldum almennings og fyrirtækja í sveitarfélaginu? Hvers eiga íbúar og skattgreiðend- ur á nesinu að gjalda? Þetta völdu kjósendur ekki – þetta vill ekki nokkur maður sjá. Í desember síðastliðinn neydd- ist forseti bæjarstjórnar til að segja sig frá öllum trúnaðarstörf- um fyrir sveitarfélagið í kjölfar þess að hann varð uppvís að rætn- um skrifum um lóðareigendur í sveitarfélaginu sem hann lét síðan birta á vef sveitarfélagsins. Afsögn kom í kjölfar lögregluyfirheyrslu sem m.a. byggðist á myndbands- upptöku úr tölvurými hótels hér í borg, þar sem gerandinn, þáver- andi forseti bæjarstjórnar Álfta- ness og forystumaður Á-listans, náðist á myndband. Málinu hefur verið vísað til dómstóla í meiðyrða- máli lóðareigenda gegn viðkom- andi einstaklingi og sveitarfélag- inu sjálfu. Nú, um það bil hálfu ári síðar, hefur samgönguráðuneytið, að beiðni fyrrverandi forseta bæjar- stjórnar og gerandans í rógburð- armálinu, úrskurðað á þá leið að viðkomandi einstaklingur sé gjald- gengur sem bæjarfulltrúi á nýjan leik í meirihluta Á-lista í bæjar- stjórninni á Álftanesi. Bæjarstjóri sveitarfélagsins hefur á yfirstandandi kjörtímabili, í nafni hlutafélags síns, orðið upp- vís að ólöglegum fjármálagjörn- ingum, samanber dóm í Héraðs- dómi Reykjaness þar að lútandi. Formaður bæjarráðs og fulltrúi Á-lista í bæjarstjórn, sá í fram- haldinu ástæðu til að gefa út sér- staka yfirlýsingu þar sem lýst er yfir að útilokað sé að hefja sam- starf á nýjan leik við fyrrverandi forseta bæjarstjórnar og að starfs- háttum og framkomu bæjarstjóra sé verulega áfátt. Þar með var meirihluti Á-lista ekki lengur fyrir hendi og bæjarstjóri umboðslaus í sínu starfi. En svo virðist ekki vera raunin og ekkert bólar á afsögn og bráðnauðsynlegri uppstokkun í stjórn sveitarfélagsins. Íbúar bein- línis hrópa á breytingar enda mæl- irinn fyrir löngu orðinn fullur. Lesandi góður, hvernig má það vera að meirihluti Á-lista sé enn þá við völd á Álftanesi og það með dyggum stuðningi samgönguráðu- neytisins sem er stjórnsýslulegt yfirvald í málefnum sveitarfélaga í landinu? Hvernig má það vera, á sama tíma og fjárhagur sveitarfé- lagsins er á gjörgæslustigi, eins og komið hefur fram í fjölmiðlum, og illa ígrundaðar ráðstafanir núver- andi meirihluta eru að sliga bæj- arsjóð, þá leyfist fulltrúum meiri- hlutans sem hafa orðið uppvísir að ítrekuðum lögbrotum, að valsa um og ganga óhindrað í sjóði sveitar- félagsins? Hversu lengi á að fótum troða lög og reglur og réttindi íbúa í sveitarfélaginu sem fá síðan að lokum sendan fullan reikning fyrir allri óráðsíunni? Þá verða núver- andi fulltrúar Á-lista í meirihluta bæjarstjórnar fyrir löngu horfn- ir til annarra verkefna með sinn launatékka og aðrar sporslur upp á vasann – að fullu greitt úr bæjar- sjóði, með ábyrgð skattgreiðenda. Lóðareigendur að Miðskógum 8, Álftanesi. Farsakennd stjórnsýsla á Álftanesi MAGNÚS JÓHANNSSON SAMAN FINNUM VIÐ RÉTTA LEIÐ SKULDAAÐLÖGUN Nýi Kaupþing banki kynnir nýtt úrræði fyrir fólk í greiðsluvanda. Með Skuldaaðlögun eru lán aðlöguð greiðslugetu viðskiptavina bankans. Skuldaaðlögun er einföld og sveigjanleg leið til að leiðrétta stöðuna. Skuldaaðlögun er enn ein lausnin sem Nýi Kaupþing banki býður viðskiptavinum til að takast á við erfiðan fjárhag. Meðal þeirra leiða sem bankinn gefur kost á eru: VIÐ GETUM LEYST MÁLIN Í SAMEININGU Fáðu ítarlegri upplýsingar um Skuldaaðlögun og önnur úrræði á www.kaupthing.is, hafðu samband í síma 444 7000 eða komdu við í næsta útibúi Nýja Kaupþings banka. Skuldaaðlögun Lenging lánstíma Breyting á lánaskilmálum Tímabundin frestun afborgana Ráðgjöf Greiðslujöfnun Ekkert uppgreiðslugjald Innágreiðslur lána í Netbanka Stöðumat Heimilisbókhald Lífeyris- og tryggingamál Netdreifing/útgjaldadreifing

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.