Fréttablaðið - 01.08.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.08.2009, Blaðsíða 22
„Helstu skrímslin sem hafa sést hér við land eru fjörulalli, haf- maður, faxaskrímsli og skelja- skrímsli og þau hafa öll sést í Arnarfirði,“ segir Magnús og lýsir þessum sæskepnum nánar. Hann segir þær í öllum stærðar- flokkum. „Fjörulallanum er lýst á stærð við sauðkind eða lítinn kálf en síðan eru sögur um feikna- skrímsli. Eitt kom í vörpu bresks togara og er talið hafa verið um 20 til 30 tonn á þyngd. Það spúði einhverri sýru yfir áhöfnina sem kom skaðbrennd í land á Bíldu- dal.“ Magnús rekur hugmynd að setrinu til skrímslasögusöfnunar Þorvaldar Friðrikssonar útvarps- manns. „Arnarfjörður virðist aðalskrímslastaðurinn á Íslandi því hér gerast um 200 sögur, sú nýjasta 1995. Við erum með við- töl við sjónarvotta skrímsla á skjám og fólk getur ferðast um fjörðinn á margmiðlunarborði, áttað sig á söguslóðum og skoðað myndir sem flestar eru teiknað- ar nákvæmt eftir lýsingum sögu- manna. Þó er ein tekin á mynda- vél á 6. áratugnum. Svo höfum við líka búið til leirmódel af skrímsl- unum.“ Setrið er í 800 fermetra húsi sem byggt var 1938 og hefur gegnt margs konar hlutverki gegnum tíðina, meðal annars voru soðn- ar þar niður Bíldudals grænar baunir, svið og kjötbollur. Um 90 manns komu að því að breyta hús- inu í skrímslasetur. „Hér hefur verið mikil samvinna í gangi og gestir eru almennt mjög hrifnir af framtakinu,“ segir Magnús. „Tvö- þúsundasti aðgangsmiðinn seldist nýlega sem þýðir að hingað hafa að líkindum komið á fjórða þús- und manns á einum mánuði því yngri en tíu ára fá frítt.“ gun@frettabladid.is Eitt skrímslið spúði sýru Hvergi á Íslandi hafa sæskrímsli verið jafn algeng sjón og í Arnarfirði. Þar var opnað skrímslasetur fyrir rúmum mánuði og gestir skipta þúsundum. Magnús Óskarsson er einn af fimm forsprökkum setursins. „Skrímslin eru enn í firðinum,“ fullyrðir Magnús. Magnús við margmiðlunarborðið góða. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N GÖNGUHÁTÍÐ er haldin í Grindavík nú um helgina. Hátíðin er liður í viðburða- og menningardagskrá Grindavíkur undir yfirskriftinni Af stað á Reykjanesið. Gengið verður með leiðsögn á staði í nágrenni Grindavíkur en nánari upplýsingar eru á www.grindavik.is. Síðustu vinningshafar hafa verið dregnir út í sumarleik veitingastaðarins Nings. „Þetta hefur gengið vonum fram- ar,“ segir Hilmar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Nings, um sumarleik Nings sem lauk form- lega 31. júlí þegar síðustu vinn- ingshafarnir voru dregnir út. „Góð þátttaka var í leiknum, alls voru 18.000 manns með, enda veglegir vinningar í boði. Þar á meðal vöruúttekt hjá Ölgerðinni, Bónus, Betra baki og svo kort í World Class í Laugum,“ segir Hilmar jafnframt og bætir við að hjá Nings sé einmitt áhersla lögð á holla rétti. „Heilsumat- seðillinn er alltaf að stækka enda er stór hluti viðskiptavinanna fólk sem er umhugað um heils- una. Við gerum allt til að gleðja kúnnann.“ Góðar viðtökur Kynning Vika 24 5. júní A Erna Vestmann, Reynigrund 3, Akranesi B Sigurveig Sara Björnsdóttir, Víðimel 56 Vika 25 12. júní A Birgir Sigurjónsson, Dvergabakka 8 B Silja Rún Gunnlaugsdóttir, Hólmasundi 4 Vika 26 19. júní A Guðrún Inga Sívertsen, Keilugranda 4 B Jón B. Jónsson, Kelduhvammi 14, Hfj. Vika 27 26. júní A Linda Dögg Jóhannsdóttir, Drekavelli 16 B Ingólfur K Guðmundsson, Álmholt 11 mos Vika 28 3. júlí A Olga Sigfúsdóttir, Úthlíð 9 RVK. B Bjarki Reynisson, Lautasmári 37 Kóp. Vika 29 10. júlí A Erling Örn Magnússon, Dvergabakka 26 B Auður Lilja Davíðsdóttir, Lækjasmári 6 Vika 30 17. júlí A Bóas R Bóasson, Brúnastaðir 33 B Elfa Björk Kjartansdóttir, Mosarimi 15 Vika 31 24. júlí A Ólafur Ólafsson, Bogahlíð 18 RVK. B Fanney Karlsdóttir, Bakkastaðir 113, Rvk Vika 32 31. júlí A Ester Erlingsdóttir, Burknavellir 11 B Bjarki Bragason, Marteinslaug 14 Vinningur A 50 lítrar af gosi frá Ölgerðinni, þriggja mánaða kort hjá World Class, 10.000 kr. úttekt frá Olís, Frítt frelsi frá Tal í allt sumar. Vinningur B 50 lítrar af gosi frá Ölgerðinni, 15.000 kr. gjafabréf í Bónus, Frítt í Laugarás- bíó í allt sumar, Tempur-heilsukoddi frá Betra baki.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.