Fréttablaðið - 01.08.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.08.2009, Blaðsíða 18
● inni&úti S tærsta ferðahelgi ársins er gengin í garð. Í tilefni þess ætla ég að gefa þeim nokkur vel valin heilræði, sem ætla að leggja land undir fót. Reynsluna byggi ég á nýlegri ferð í sveitina þar sem í ljós kom hversu mikilvægt er að hafa gott skipulag á hlutunum. 1. Leiðbeiningar. Tilefni ferðarinnar var ekta sveitabrúðkaup. Það skal nú viðurkennast að ég hef ferðast lítið innanlands en því meira erlendis. Þar af leiðandi hefur mér alltaf dugað að muna „p(eningar), p(assport) og p(miða)-regluna“ góðu. Á Íslandi er hins vegar gott að hafa með sér kort og lesa vandlega allar leiðbeiningar, eins og sann- aðist þegar við maðurinn minn komum tímanlega á leiðarenda en upp- götvuðum okkur til skelfingar að athöfnin fór fram annars staðar en veislan. 2. Eldsneyti. Þar sem við brunuðum til baka í áttina að kirkjunni eftir svo slæmum malar- vegi að það glamraði í tönnunum á okkur fór bensínljósið að blikka. Ekki tók betra við þegar við mættum brúðkaupsgestunum á leiðinni. Athöfninni var lokið. Mig langaði helst til að henda mér organdi út í næsta vegarkant, en ákvað að halda ró minni. Bensínið var nú næstum búið og því ekki um annað að velja en að fylla á. 3. Klæðnaður. Eftir aðra ánægjulega för um malarveginn runnum við aftur í hlað. Á kortinu hafði gestum verið bent á að klæðast hlýj- um, sveitalegum fatnaði í anda brúðkaupsins. Við leiddum hins vegar ábendinguna hjá okkur og mættum uppstrílaðir. Fyrir vikið voru hendurnar á mér eins og ísklumpar og eistun hristust það sem eftir lifði dags. 4. Matur. Í upphafi ferðar höfðum við viðkomu á bensínstöð – þar sem augljóslega gleymdist að taka bensín – og fengum okkur snarl; hugsuðum ekki út í allan tímann sem kynni að líða þar til boðið yrði upp á veitingar í veislunni. Nokkrum tímum síðar iðraðist ég þessarar ákvörðunar sárlega þar sem ég var að því kominn að melta eigin innyfli. 5. Lyf. Um morguninn tók ég skammt af of- næmislyfjum og tók ekki neitt með þar sem ég taldi mig tryggðan. Annað kom á dag- inn þegar mig fór að klæja svo í augun að mig langaði helst til að rífa þau úr. Ákvað samt að láta ekkert spilla deginum og gladdist fyrir hönd ástfanginna brúð- hjónanna. Lofaði svo sjálfum mér að klikka aldrei aftur á skipulaginu. Gott að muna Gagnstætt mörgum á svipuðu reki ætlar Sindri Þór Hannesson, fjór- tán ára, ekki að gera sér daga- mun þótt verslunarmannahelgin sé gengin í garð. Það gætir ekki einu sinni eftirvæntingar í rödd- inni þegar útihátíðir berast í tal. Öðru máli gegnir þegar helsta áhugamálið er haft á orði, en það eru siglingar sem Sindri stundar af mikilli ástríðu. „Ætli það sé ekki helst sjór- inn og veðrið, sólin og vindur- inn,“ segir Sindri, beðinn um að lýsa í hverju aðdráttarafl siglinga sé helst fólgið. Hann hefur verið meðlimur í Siglingaklúbbnum Þyt í Hafnarfirði frá ellefu ára aldri en segir algengt að krakkar allt niður í átta ára stundi siglingar í höfninni. „Þeir fá góða þjálfun. Hér eru fjórir þjálfarar með yfir níu ára reynslu af siglingum sem leiðbeina manni í gegnum allt.“ Sindri siglir kænu af gerðinni Topper Topaz, yfirleitt með vini sínum og jafnaldra, Anders Rafni Sigþórssyni, eða tiltækum þjálf- ara. „Maður má aldrei fara einn um borð, það stendur í reglum Sigl- ingasambands Íslands,“ útskýrir hann og viðurkennir að miklum tíma sé varið í æfingar. „Ætli ég æfi ekki svona tvisvar til þrisvar í viku. Bæti svo við mig æfingum fyrir mót ef þjálfarinn minn leyfir og er þá kannski svona fimm sinn- um í viku.“ Er mót fram undan? „Já, Ís- landsmótið og ég stefni á bikar- inn,“ segir Sindri drjúgur með sig og bætir við að samkeppnin sé hvort eð er ekki hörð. Aðeins fimm komi til með að keppa í sama flokki og miðað við samkeppnina telji hann sig eiga góða möguleika á að sigra. „Við erum eiginlega tryggðir.“ Og fátt bendir til að eldhuginn ætli að slaka á þótt stærsta frí- helgin sé runnin upp. „Ef þjálfar- inn nennir ekki að sigla, þá slappa ég af með fjölskyldunni um versl- unarmannahelgina eins og síðustu fjórtán ár. Annars sigli ég.“ - rve Svífur seglum þöndum ● Sindri Þór Hannesson kippir sér ekki upp við þótt verlunarmannahelgin sé gengin í garð. Þess í stað bindur hann miklar vonir við að geta sinnt helsta áhugamálinu, siglingum. SUMAR ROALD EYVINDSSON „Mig langaði helst til að henda mér organdi út í næsta vegarkant,...“ „Ég sigli í höfninni og fyrir utan,“ segir Sindri Þór, sem bregður hér á leik ásamt vini sínum, Anders, fyrir ljósmyndarann, Stefán Karlsson. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /S TE FÁ N ● Forsíðumynd: Stefán Karlsson tók mynd í Hafnar- firði Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@ frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@ frettabladid.is. inni&úti LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2009 Sumarblað Fréttablaðsins ● SINDRI ÞÓR HANNESSON Upprennandi siglingakappi ● HESTVAGNAFERÐIR Á AKUREYRI Í anda Jane Austen ● NÁTTÚRA ÍSLANDS Við þjóðveginn KONUNGLEGT Flora Danica- borðbúnaðurinn á rætur sínar að rekja til átjándu aldar. SÍÐA 6 ENGAR GEIM MYNDIR Ólafur Egill Egils son mælir með drama- tískum bíómyndum í bústaðinn. SÍÐA 2 V V ið fórum um Vestfirðina um daginn og þá kom þessi bók að alveg rosalega góðum notum. Fyrir hennar tilstilli fundum við Esther (Talía Casey) konan mín alveg fullt af heitum laugum sem við gátum skellt okkur í,“ segir listamaðurinn Ólafur Egill Egilsson, um bókina Heitar laugar á Íslandi, sem er efst á lista yfir þær bækur sem hann hefði með sér í ferðalagið. „Svo erum við líka með kortabók þar sem er að finna öll fm-hnitin fyrir Rás 1 og 2 allan hringinn sem við nýtum óspart. Rás eitt stendur nú alltaf fyrir sínu,“ segir Ólafur. „Svo er Est- her hrifin af Frank Sinatra og Joni Mitchell er mjög fín. Eitt laganna hennar byrjar á ákalli eftir hjálp, sem getur nú ein- mitt verið viðeigandi á ferðalögum.“ Danskar bíómyndir kæmu helst til greina í bústaðinn að mati Ólafs, sem mælir með myndinni Brødre eftir leikstjórann Susanne Bier. „Þetta er dramatík sem hægt er að lifa sig inn í án þess að óaðgengilegt söguumhverfi trufli. Sterk mynd.“ Í FERÐALAGIÐ Sinatra og dönsk dramatík FJÖLDI GEITUNGA nær hámarki í ágúst og september en þá er árásargirnin líka mest. Góð ráð til að forðast stungur eru meðal annars að nota hanska við garðvinnu og klæðast ljósum fatnaði. 1. ÁGÚST 2009 LAUGARDAGUR2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.