Fréttablaðið - 01.08.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.08.2009, Blaðsíða 12
J óhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og for-maður Samfylkingarinn-ar nýtur mests trausts af forystumönnum þeirra þingflokka sem sæti eiga á Alþingi, samkvæmt skoðana- könnun Fréttablaðsins sem gerð var síðastliðinn þriðjudag. Alls sagðist tæplega þriðjungur aðspurðra, 32,9 prósent, treysta Jóhönnu best. Það er nokkru hærra hlutfall en stuðningur við flokk Jóhönnu, en 29 prósent sögðust myndu styðja Samfylkinguna ef kosið yrði til þings nú. Næstmests trausts nýtur Stein- grímur J. Sigfússon, fjármálaráð- herra og formaður Vinstri grænna. Alls sögðust 26,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku treysta honum best. Stuðningur við Vinsti græn mælist 18,8 prósent í könnun- inni. Talsvert fleiri en kjósendur Vinstri grænna virðast því treysta Steingrími betur en hinum for- ystumönnum flokkanna sem sæti eiga á Alþingi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, nýtur mests trausts hjá tæpum fimmtungi þeirra sem afstöðu taka í könnun- inni, alls 19,0 prósenta. Það er um þriðjungi lægra hlutfall en stuðn- ingur við flokk hans mælist um þessar mundir, en 30,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku til flokka í könnuninni sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn væri gengið til kosninga nú. Aðeins munar rúmu einu og hálfu prósentustigi á Bjarna og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins. Alls sögð- ust 17,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku treysta Sigmundi Davíð. Fylgi Framsóknarflokksins mælist nokkru lægra, eða 13,5 prósent. Birgitta Jónsdóttir, þingflokks- formaður Borgarahreyfingarinn- ar, nýtur minnst trausts af forystu- mönnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Alls sögðust 4,3 pró- sent þeirra sem afstöðu tóku treysta henni best. Það er umtalsvert lægra hlutfall en ætla mætti út frá stuðn- ingi við Borgarahreyfinguna, en 8,2 prósent aðspurðra sögðust myndu kjósa flokkinn ef kosið yrði nú. Sjálfstæðisfólk sker sig úr Ekki kemur sérstaklega á óvart að meirihluti þeirra sem gáfu upp hvaða flokk þeir myndu kjósa sögðust bera mest traust til for- ystumanns þess flokks. Þannig sögðust rúm 83 prósent stuðningsmanna Samfylkingar- innar treysta Jóhönnu best, en þar á eftir kom Steingrímur með ríf- lega 14 prósent. Hlutföllin snerust því sem næst nákvæmlega við hjá stuðningsmönnum Vinstri grænna. Traust framsóknarmanna á Sigmundi Davíð er ívið meira en traust stuðningsmanna stjórnar- flokkanna á sínu forystufólki, tæp 87 prósent. Stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokks skera sig nokkuð úr með minni stuðningi við forystumann flokksins, en 78,5 prósent sögðust treysta Bjarna mest allra. Næst- mests trausts nýtur Sigmundur Davíð, 10,3 prósent. Ekki reyndist tölfræðilega marktækt að reikna hlutföllin fyrir Borgarahreyfinguna. Minna traust á landsbyggðinni Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru líklegri til að treysta Jóhönnu, samkvæmt niðurstöðu könnunar- innar. Alls sögðust 35,1 prósent höfuðborgarbúa treysta Jóhönnu best, en 29,5 prósent íbúa lands- byggðarinnar. Íbúar landsbyggðarinnar eru líklegri til að treysta Sigmundi Davíð en íbúar höfuðborgar- svæðisins. Alls sögðust 21,8 pró- sent aðspurðra á landsbyggðinni treysta honum best, en 14,5 pró- sent höfuðborgarbúa. Lítill sem enginn munur mældist á trausti á öðrum eftir búsetu. Hringt var í 800 manns þriðju- daginn 28. júlí. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu. Spurt var; hvaða for- ystumanni stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi treyst- ir þú best? Alls tóku 61,1 prósent aðspurðra afstöðu til spurningar- innar. Stjórnarliðar njóta mests trausts Flestir sögðust treysta Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra best af forystumönnum þeirra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, nýtur mests trausts hjá tæpum fimmtungi þátttakenda, en flokkur hans nýtur stuðnings tæplega þriðjungs. Brjánn Jónasson gluggaði í niðurstöður könnunarinnar. Konur virðast bera meira traust til Jóhönnu Sigurðar- dóttur en karlmenn. Alls sögðust 39,0 prósent kvenna og 27,8 prósent karla sem tóku þátt í könnun Frétta- blaðsins treysta Jóhönnu best af forystufólki flokkanna. Konur treysta einnig Steingrími J. Sigfússyni betur en karlar. Aðspurðar sögðust 29,1 prósent kvenna treysta honum best, en 24,1 prósent karla. Bjarni Benediktsson nýtur heldur meira trausts hjá körlum en konum samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Um 20,3 prósent karla sögðust treysta honum best af forystumönnum flokka sem sæti eiga á þingi, en 17,5 prósent kvenna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sker sig nokkuð úr þar sem ríflega tvöfalt hærra hlutfall karla en kvenna treystir honum best. Alls sögðust 22,9 prósent þeirra karla sem afstöðu tóku treysta Sigmundi best, en 10,8 prósent kvenna. Birgitta Jónsdóttir nýtur frekar hylli karla en kvenna. Um 4,9 prósent þeirra karla sem afstöðu tóku sögðust treysta henni mest af forystufólki flokkanna, en 3,6 prósent kvenna. SIGMUNDUR DAVÍÐ EKKI KVENNALJÓMI Hvaða forystumanni treysta stuðningsmenn flokkanna best? Birgitta Jónsdóttir Bjarni Benediktsson Jóhanna Sigurðardóttir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Steingríumur J. Sigfússon 12 1. ágúst 2009 LAUGARDAGUR 40% 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0 Ka rlk yn Kv en ky n H öf uð bo rg La nd sb yg gð Birgitta Jónsdóttir Borgarahreyfingingin A llt la n d ið Ka rlk yn Kv en ky n H öf uð bo rg La nd sb yg gð Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokkurinn A llt la n d ið Ka rlk yn Kv en ky n H öf uð bo rg La nd sb yg gð Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingin A llt la n d ið Ka rlk yn Kv en ky n H öf uð bo rg La nd sb yg gð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Framsóknarflokkurinn A llt la n d ið Steingrímur J. Sigfússon Vinstri Græn Ka rlk yn Kv en ky n H öf uð bo rg La nd sb yg gð A llt la n d ið Hvaða forystumaður stjórnmála- flokkanna nýtur mests trausts? SKOÐANAKÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS Framsókn 6,7 86,7 5,0 1,7 Sjálfstæðisflokkurinn 78,5 2,8 10,3 5,6 2,8 Samfylking 83,1 1,7 14,4 0,8 Vinstri Græn 1,3 85,5 13,2 Ekki var tölfræðilega marktækt að reikna hlutföllin fyrir Borgarahreyfinguna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.