Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1948, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.12.1948, Blaðsíða 3
Jólaræða Gregoríusar mikla Elzta j ó l a r æ ð a, s e m þ ý d d h e fur v e r i ð á n o r r æ n a t un gu !; GREGORÍUS MIKLI páfi var fæddur í Rómaborg um 540 af auðugri og göfugri aðalsætt. Hann varð borg- «! arstjóri í Róm árið 573, en afsalaði sér bví embætti skömmu seinna og gerðist munkur í Benedikts- ■! klaustri einu, er hann hafði stofnað. Þar dvaldi hann þó eigi nema skamma stimd, því að árið 579 gerði !| Pelagíus II. páfi hann að sendiherra sínum við keisarahirðina í Konstantinopel og var hann þar í sjö ár. Að !| því loknu hvarf hann heim aftur í klaustur sitt og tók þar við ábótastörfum. En þegar Pelagíus andaðist !| !| 590, var Gregoríus kosinn í einu hljóði eftirmaður hans. — Gregoríus mikli hefur löngum verið talinn einn !; af atkvæðamestu páfum, sem setið hafa á Pétursstóli. Hann var stjórnvitur, studdi mjög að trúboði og efldi !; !; áhrif páfastólsins á kristni gervallrar Norðurálfu. Telur kaþólska kirkjan hann meðal kennifeðra sinna J> !; og hefur tekið hann í helgra manna tölu. Hann andaðist 11. marz 604. Eftir hann iiggja ýms rit, sem mjög ;> !; voru útbreidd og lesin á miðöldum, meðal annars Hirðisreglan (Regula pastoralis) og ræðusöfn (t. d.: Homi- !! !; larium in Evangelia libri II) og áttu ýms kiaustur og kirkjur hér á landi afrit af þessum ræðusöfnum. Þaðan !| er tekin ræða sú, sem hér er prentuð. Er hún rúmlega 1350 ára gömul. En hún er að því Ieyti eftirtektarvcrð !| fyrir oss, að þetta mun vera elzta jólaræða, sem til er á norrænu máli og fylgir henni jafnframt elzta þýðing, !; er vér þekkjum, á jólaguðspjallinu. Ræðan er í eldgömlu handriti (Norsku homeliubókinni), sem talið er að vera frá því um miðja 12. öld, en fræðimönnum kemur eigi saman um, hvort þýðingin muni upprunalega !; vera gerð af norskum eða íslenzkum manni. Hvort heldur sem er, gefur hún glögga mynd af því, hvemig 'J; prédikað var í íslenzkum kirkjum á jólum fyrir 800 árum síðan. Voru prédikanimar að jafnaði þýðingar á J; !; ræðum einhverra frægra og viðurkenndra kirkjufeðra, því að annað þótti ekki við eiga. En þýðiugamar voru ;> !; furðugóðar og með ramnorrænum svip. Orðfæri er ekki breytt en ræðan færð til gildandi stafsetningar. B. K. ;! In nativitate domini nostri Jesu Christi sermo: Homelia Gregorii. Guðspjöll segja frá jarteinum burðar drottins vors Jesu Krists, þess er berast lét á þessi hinni helgustu nótt frá Mariu meyju: Ágústus konungur sendi boðorð um allan heim að láta rita manntal i hverri borg, að hann vissi, hve mikinn skatt hann skyldi heimta úr hverju héraði. En sjá ritning hófst fyrst af Sýrlands- jarli þeim, er Cyrinus hét. Og fór þá liver til sins héraðs. Þá fór Jóseph úr Galilea í borg Daviðs, þá, er Betlehem heitir, með festarkonu sinni Marie, þvi að þau voru úr kyni Daviðs. En er þau voru þar, þá fylldust dagar Marie og bar hún son sinn frumgetinn og vafði hann reifum og lagði hann i jötu, því að eigi var rúm i gestaskála. En hirðar voru i þvi héraði og héldu náttvöku yfir hjörð sinni. Engill guðs stóð hjá þeim, og skein mikið Ijós yfir þá og hræddustþeir.Enengillinnmœlti við þá: Eigi skulu þér hrœðast, því að eg boða yður mikinn fagnað, þann er vera mun öllum lýð, því að i dag er borinn grœðari heims, Kristur drott- inn í borg Daviðs. En það er yður að marki, að þér munuð finna barn vafið i reifum og lagt i jötu. Þá gerðist fjöldi engla með þessum einum engli og lof- uðu allir guð og mœltu: „Dýrð sé guði á himnum og á jörðu friður með þeim mönnum er gott vilja“. En englar hurfu frá þeim. Þá mœltu hirðar með sér: Förum vér allt i Betlehem og sjáum orð það, er gerzt hefir, og drottinn sýndi oss Þá fóru þeir skyndilega og fundu Jóseph og Maria og barn í jötu lagt. En er þeir sáu, þá kenndu þeir orð það, er þeitn var sagt, og undruðust allir, er þessi tiðindi heyrðu, er hirðarnir sögðu. En Maria varðveitti öll orð þessi i hjarta sinu. En hirðar hurfu aftur og lofuðu guð í öllurn hlutum þeim, er þeir höfðu séð eða heyrt. EIGI MEGUM vér langt mæla um skýring þessa guðspjalls, bræður góðir, því að vér skulum þrisvar messu syngja á þessum degi. En þó skyldir oss sjálf burðartíð lausnara vors að mæla nokkuð. Hví gegnir það, að all- ur heimur var ritaður að manntali, þá er Kristur var borinn, nema því, að þá vitraðist sá í líkam, er ritað hefir tal allra valdra manna sinna á lífsbók. Þar á mót er svo mælt um vonda menn: Mást þeir af lífsbók og ritast eigi með réttlátum. Maklega var Kristur borinn í Betle- hem, því að Betlehem þýðist brauðs hús. En sjálfur drottinn mælti: Eg em brauð lifanda, er niður sté af himni. Staður sá, er drottinn var borinn í, kallaðist áður brauðs hús, því að það var fyrir ætlað, að sá mundi þar vitrast í líkam, er fæða mundi himneskri fæðslu hjörtu sinna manna. Eigi var hann að frænda sinna heimili borinn heldur að förnum vegi, því að hann var svo sem á annars óðali heldur en sínu, þá er ósýnilegur guð tók sýnileg- an manndóm. Annars óðal kallaði eg 3

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.