Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1948, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.12.1948, Blaðsíða 20
hann fyrirvarð sig fyrir þá léttúð, að hafa spilað úr hendi sér ástmey sinni. Og nú fann hann fyrst, hversu innilega hann elskaði hana og virti, svo að hann gat naumast hugs- að sér að lifa án hennar. Og er hún allt í einu kom til hans, tók hann hana í faðm sér, áður en liann gat svo mikið sem látið undrun sína i Ijós, en hún varpaði sér að brjósti hans, án allrar ásökunar og án þess að atyrða hann. Er hún sagði honum frá her- bragði sínu, skellihló hann. En tryggð lienn- ar vakti hann til umhugsunar, því að greif- inn, sem hún fór með, var lireint ekki ó- snotur maður. Til að sjá við allri óhamingju i framtíð- inni, þá gerði hann Beatrice hina fögru ?.ð löglegri eiginkonu sinni í viðurvist stéttar- bræðra sinna og undirmanna, svo að þaðan i frá var liún riddarafrú, sem hvergi átti sinn jafningja, hvort heldur sem var í veiz'u eða veiðiför eða á dansleik. Og ekki var hún síður elskuð, er hún heimsótti bændurna í hreysum þeirra, eða sat á hefðarbekk í sókn- arkirkjunni. ARIN liðu með sól og regni, og að liðnum tólf farsælum uppskerusumrum hafði hún fætt bónda sínum átta sonu, sem uxu upp eins og ungir hirtir. Þegar sá elzti hafði fyllt átjánda árið, stejg liún eina liaustnótt upp úr hvílu Sveins glaða, án þess hann yrði þess var, lagði allt veraldarskraut í hinar sömu kistur og það hafði á sínum tíma verið tekið úr, læsti hirzl- unum og lagði lyklana við hlið hins sof- anda eiginmanns síns. Þá gekk hún berfætt að rekkjum sona sinna og kyssti þá hvern af öðrum og loks gekk hún að sæng manns síns og livarf til hans. Að því búnu skar hún hár sitt og klæddist hinum dökka nunnu- búningi, sem hún hafði vandlega geymt, og leyndist þannig burt úr höllinni, út í hroll- kaldan næðing haustnæturinnar, sem þyrl- aði visnu laufi af trjánum. Hún lagði af stað til klaustursins, sem hún hafði flúið úr, og á leiðinni léku fingur hennar óaflátanlega við perlur talnabandsins, meðan hugur lienn- ar dvaldi við liðna ævi og heitar bænir stigu frá hjarta hennar. Þannig gekk hún viðstöðulaust, unz hún kom að hliðum klaustursins. Hún barði að dyrum og öldruð systir lauk upp og heilsaði henni með nafni, eins og hefði hún eigi ver- ið meira en hálftíma í burtu. Beatrice gekk framhjá henni, hraðaði sér inn í klaustur- kirkjuna og féll á kné fyrir altari hinnar heil- ögu meyjar. Þá tók guðsmóðir skyndilega til máls og sagði: „Þú hefur verið nokkuð lengi á burtu, dóttir mín. En eg hefi á meðan gengt þjónustu þinni sem skrúðavörður. Nú er eg þó glöð yfir, að þú ert komin og tekur við lyklunum aftur.“ Myndin laut áfram og fékk Beatrice lykl- ana, en hún varð bæði glöð og óttaslegin af þessu undri. Tók hún þegar til starfa og sýslaði eitt og annað, og þegar hringt var til miðdegisverðar, settist hún að borði. Margar af nunnunum voru orðnar gamlar, aðrar voru dánar og nýjar, ungar nunnur komnar i þeirra stað, og önnur abbadís sat nú við borðsendann. En engin hafði orðið þess vör, hvað hent liafði Beatrice, sem settist í sitt gamla sæti, því að María hafði gengt þjónustu hennar öll þessi ár og tekið á sig hennar gervi. Tíu árum eftir þennan atburð héldu nunn- urnar mikla hátíð og kom þeim saman um, að hver þeirra skyldi þá færa guðsmóður svo fagra gjöf, sem hún gæti. Ein saumaði skraut- legan kirkjufána, önnur altarisdúk og sú þriðja mesuklæði. Ein orti latneskan lof- söng, önnur gerði lag við hann og sú þriðja skrautritaði fagra bænabók. En þær, sem eigi kunnu annað, saumuðu nýja skyrtu á Jesúbarnið, og ein systirin bakaði kúfaðan disk af kleinum. Beatrice ein kom engu slíku í verk. Hún var stundum angurvær og hugur hennar dvaldi meir í fortíð en nútíð. EGAR hátíðisdagurinn rann upp og hún hafði enga gjöf fram að færa, undruðust hinar nunnurnar stórum og snupruðu hana, svo að hún dró sig í hlé í auðmýkt, þegar allir hinir fögru munir voru bornir í hátíð- legri skrúðgöngu fram fyrir altarið í blóm- skreyttri klausturkirkjunni, meðan klukkum var hringt og reyelsisilmurinn steig upp í loftið. En rétt í því að nunnurnar hófu að syngja undurfagran lofsöng, bar þar að gráhærðan riddara í för með átta íturfríðum ungmenn- um. Voru allir hið bezta búnir vopnum og klæðum og riðu stríðöldum gæðingum, en skjaldsveinn fylgdi hverjum þeirra. Var þetta Sveinn glaði, sem fór með sonum sínum í hernað eftir konungs skipan. Er hann varð þess var, að hámessa stóð yfir í klausturkirkjunni, bauð hann sonum sínum að stíga af baki og fylgjast með sér inn í kirkjuna, til að auðsýna hinni heilögu mev lotningu og biðja liana árnaðar. Féllst öll- um mikið um þá tilkomumiklu sýn, er ridd- arinn gamli, grár fyrir járnum, kraup þar á kné ásamt þessu ungu stríðsmönnum, sem voru líkastir í útliti hertygjuðum englum, og fóru nunnurnar hvað eftir annað út af laginu, unz þær að lokum þögnuðu alveg. En Beatrice, sem þekkti þarna bónda sinn og alla sonu sína, rak upp hljóð mikið og flýtti sér til þeirra. Og er hún liafði látið uppskátt hver hún var, sagði hún frá leyndar- máli sínu og hinu mikla undri, sem hana hafði hent. Urðu nú allir að viðurkenna, að hún hefði þennan dag fært Maríu mey fegurstu gjöfina. Og að gjöfin var vel þegin, um það vitnuðu átta sveigar af ungu eikarlaufi, sem allt í einu voru komnir á höfuð sveinanna, og hafði himnadrottningin sjálf lagt þá á koll þeirra með ósýnilegri hendi. Benjamin Kristjánsson íslenzkaði. Jólarœða Gregoríusar mikla arla, að hann seldi sig í dauða, að vér mættum lifa. En það er vitanda að þrjár eru tíðir heims. Ein fyrir lög, en önnur undir lögum, en þriðja undir miskunn. Tíð var fyrir lög allt frá upphafi heims til þess er Móses gaf hin fornu lög. Tíð var undir lögum frá Móse allt til burðar Krists. En miskunnartíð er frá burð Krists allt til enda heims, því að drottinn veitti miskunn í burð sínum öllu mannkyni því, er var fyrir lög og undir lögum og öllum þeim er eft- ir burð hans komu í heim. Þessar tíð- ir þrennar merkja þrjár messur þær, er þessa dags hátíð þjóna. Náttmessa merkir þá tíð, er kallast fyrir lög, því að þá var enn eigi lýst miskunn burðar Krists fyrir aldarfeðrum, svo sem nátt- messu skal syngja fyrir allt dagsljós. (Framhald af bls. 5) Miðmessa, er sungin er að dægramóti merkir lagatíð, því að lög spámanna lýstu nokkuð yfir burð Krists, þó að hann kæmi síðar fram, svo sem þess- arar messu tíð hefir lilut af nótt og af degi. Dagmessa merkir miskunnar- tíð, því að burður drottins rak braut alla villunótt úr hjörtum trúaðra og sýndi eilíft ljós réttlátum mönnum svo sem sálmaskáldið mælti: Upp rann ljós réttlátra eftir myrkur, misk- unnsamur og réttlátur drottinn! Göfgum vér þá, góðir bræður og systur, tákn endurbótar vorrar með hreinum hug og lofum vér drottin í öllum verkum miskunnar hans! Elsk- um vér drottin, Jesúm Krist, borinn í vorum líkam, að vér megum sjá hann konung dýrðar, lifanda og iíkjanda í sínu veldi fyr utan enda! Amen. 20

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.