Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1948, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.12.1948, Blaðsíða 21
Ævintýri frá Fríða litla og skríinslið Frakklandi. EINU SINNI var ríkur kaupmaður, sem átti sex börn. Honum þótti fjarskalega vænt um öll börnin, en sér- staklega um það yngsta. Það var lítil stúlka, sem var bæði góð og s\o fríð, að allir kölluðu hana Fríðu. En svo vildi það til, að ríki kaup- maðurinn tapaði öllum eigum sínum og varð fátækur maður. Öll börnin grétu af sorg og vonbrigðum, nema Fríða litla. „Verið þið ekki að gráta út af þessu,“ sagði hún. „Við verðum ekki rík aftur, þó að þið grátið. Nú verðum við að reyna að verða glöð og hamingjusöm án peninga.“ Svo var það einn dag, að ári liðnu, að kaupmaðurinn þurfti að fara til borgarinnar. Hann spurði Fríðu litlu, hvað hana langaði mest til, að hann færði henni, þegar hann kæmi heim aftur. „Færðu mér bara eina rós, faðir minn,“ sagði hún. „Það er svo langt síðan eg hef séð fallega rós.“ Kaupmaðurinn fór til borgarinnar, en gat hvergi fengið rós handa Fríðu litlu. Á heimleiðinni brast á niðdimm stórhríð og kaupmaðurinn villtist. Allt í einu sá hann ljós framundan. Hann flýtti sér þangað og fann þar stóran kastala. Kaupmaðurinn opnaði kast- alahliðið og gekk inn. Það var enginn heima. Á borðinu var dýrindis matur og uppbúið rúm beið hans. Þegar kaupmaðurinn vaknaði dag- inn eftir og leit út um gluggann, sá hann sér til mikllar undrunai, að allur snjórinn var horfinn, en við gluggann var stór rósarunni með fjölda út- sprunginna rósa. Þetta er ágætt, hugsaði hann. Nú get eg náð í rós handa henni Fríðu litlu. En um leið og hann hafði tekið eina rós af runnanum, heyrði hann ógur- legt öskur, og ferlegt skrímsli kom í Ijós. „Hvernig dirfist þú að taka af rós- unum mínum!“ hrópaði skrímslið. „Eg hef veitt þér húsaskjól í hríðinni og bæði góðan mat og ldýtt rúm, og nú ætlar þú að ágirnast rósirnar mín- ar. Þú verður nú að láta lífið fyrir van- þakklæti þitt.“ „Æ, hlífðu mér,“ grátbað kaupmað- urinn. „Eg ætla bara að færa litlu dótt- ur minni þessa einu rós.“ „Ef einhver dætra þinna vill koma til mín af frjálsum vilja og vera hér í þinn stað, skal eg sleppa þér, en annars ekki,“ öskraði skrímslið. Kaupmaðurinn hafði alls ekki í hug, að láta neina af dætrum sínum fara til skrímslisins, en samt lofaði hann því, að hann skyldi biðja einhverja þeirra um það. Þegar kaupmaðurinn kom heim, sagði hann börnunum sínum, hvernig komið var. Systur Fríðu, sem allar voru eigingjarnar og fullar af sjálfs- elsku, ávítuðu hana fyrir að bafa beðið um rósina, en bræður hennar vildu helzt drepa skrímslið. Fríða litla var ósköp sorgbitin, þegar hún heyrði þetta og sagði: „Faðir minn! Það er mér að kenna, hvernig komið er, og þess vegna skal eg fara til skrímslisins.“ I fyrstu vildi kaupmaðurinn ekki heyra það, en að lokum varð hann að láta undan. Þegar litla stúlkan kom til kastal- ans, fann hún þar allt, sem henni þótti mest gaman að. Þarna voru b.eði falleg föt og góðar bækur. Maturinn var ákaflega góður og svo voru Ieikin ým- is falleg lög, sem Fríða litla hafði mik- ið yndi af að hlusta á. En samt var hún hrædd að vera þarna ein og henni leiddist ósköp mikið. Um kvöldið, þegar hún var að borða kvöldverðinn, kom skrímslið inn úr dyrunum og sagði: „Má eg horfa á þig meðan þú ert að borða matinn þinn, Fríða litla?“ Fríði kenndi svo í brjóst um skrímslið, að hún lofaði því að vera. Á hverju kvöldi eftir þetta, kom skrímslið inn og horfði á hana borða kvöldverðinn. Fríða og skrímslið urðu mestu mátar. Fríða sá líka, að þó að skrímslið væri svona ljótt, var það samt ekkert slæmt í sér. En svo var það eitt kvöld, að skrímsl- ið spurði Fríðu litlu, hvort hún vildi ekki eiga sig. „Það er fallega gert af þér að vilja eiga mig,“ sagði Fríða litla. „En mér er það nú samt óinögulegt." Skrímslinu féll mjög þungt svar hennar. „Viltu þ áekki lofa mér því, að fara aldrei frá mér?“ spurði það. „Ef þú yfirgefur mig, þá held eg, að eg deyi af sorg. Fríða litla lofaði, að hún skyldi ekki yfirgefa skrímslið, en bað þess, að hún fengi að skreppa heim til foreldra sinna. Skrímslið leyfði henni það, en áminnti hana um að koma aftur að viku liðinni. Fríða litla fór heim til föður síns. Og henni þótti svo gaman að vera komin heim, að hún veitti því enga at- hygli, hve vikan var fljót að líða. Tíunda nóttin, sem Fríða var heima, dreymdi hana, að hún sá skrímslið liggjandi á jörðinni aðfram- komið af sorg. Og þegar hún minntist þess, hve gott það hafði verið henni, og flýta sér til þess aftur. Hún fann skrímslið í kastalagarðin- um, þar sem það lá, nær dauða en lífi. Fríða litla klappaði því og sagði: „Þú mátt ekki deyja, því að mér þykir svo vænt um þig, og eg skal giftast þér, ef þú vilt.“ Hún hafði varla sleppt orðinu, þeg- ar skrímslið breyttist í fallegan, ungan mann! „Kæra Fríða,“ sagði hann. „Þú hef- ur bjargað lífi mínu. Vond galdranorn lagði það á mig, að eg skyldi vera ljótt skrímsli, þangað til eg hitti unga og fallega stúlku, sem þætti vænt um mig. Og þar sem eg er nú laus úr álögunum, skulum við gifta okkur strax.“ Og það gerðu þau. Brúðkaupið stóð í þrjá daga og þrjár nætur og Fríða litla og ungi, fallegi maðurinn hennar lifðu glöð og ánægð til æviloka. 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.