Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1948, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.12.1948, Blaðsíða 5
an vilja, þá er þeir leita jarðlegrar um- bunar fyrir góð verk sín. En englar hurfu frá hirðum, segir í guðspjallinu. Þá mæltu hirðar með sér: Förum vér allt í Betlehem og sjá- um orð það, er drottinn sýndi oss. í orðum sínum og í verkum sýndu hirð- ar oss, hvað vér skulum gera, eða hversu vér skulum renna hug vorum í Betlehem, borg Davíðs og minnast þeirra hluta, er þar gerðust á þessi tíð. En af því mæltu þeir svo: förum vér allt í Betlehem, svo sem þeir ættu langa leið að fara, þá sýndu þeir oss hvað vér skulum gera. Förum vér og þá í hugrenningum vorum allt í hina himnesku Betlehem, það er brauðs hús, eigi þess, er manna höndum er gert, heldur lifanda brauðs, þess er niður sté af himni, þá munum vér finna drottin, eigi liggjandi í jötu, heldur ríkjandi yfir englum. Hirðar fóru skyndilega og fundu Mariam og Jóseph og barn lagt í jötu, og kenndu þeir, er þeir sáu, orð það, er þeim var sagt frá sveini þessum. Hirðar fundu drottin, þá er þeir fóru skyndilega, því að þeir megu líta dýrð guðs, er eigi dvelja dag frá degi að snú- ast til drottins, heldur skynda þeir að leita hans með góðum verkum. Og fundu þeir Mariam og Jóseph og barn lagt í jötu. Með glöggum athuga eru merkjandi guðspjallleg orð: Hirðar fundu fvrst Jóseph og Mariam og síðan svein, því að þeir, er guðs vilja leita, skulu fyrst sækja fullting árnaðarorðs heilagra. En síðan munu þeir finna guðs misk- unn þá er þeir leita. En er vér lýsumst af geisla guðs miskunnar og megum skilja tákn guðs, þá skulum vér boða náungum vorum þá hina sömu guðs miskunn, að aðrir réttist af vorum dæmum og kenningum og lofi guð. Því að það fer eftir í guðspjallinu. — Allir undruðust þeir er heyrðu það, er hirðar sögðu þeim. — Hirðar sögðu það, er þeir sáu og heyrðu, en allir undruðu, er heyrðu orð þeirra. Því að lærðir menn skulu veita lýð sínum kenningar, þær er þeir skilja á bókum. En lýðurinn skal varð- veita í hjörtum sínum með athuga kenningar þær, er hann heyrir. Þá hurfu hirðar aftur og dýrkuðu guð í öllum hlutum þeim, er þeir sáu og heyrðu! Hvað merkir það, er hirð- ar fóru frá hjörðu sinni og leituðu drottins, en þeir hurfu aftur til hjarð- ar sinnar er þeir fundu hann? Nema það, að vér skulum eigi gleyma guði fyrir elsku náungs og hafna eigi ná- ungselsku fyrir guðs ást. Hirðar hurfu aftur til hjarðar þá er þeir fundu drottin, því að kennimenn skulu eigi fyrirlíta varðveizlu lýðs, þó að þeir kostgæfi að skilja tákn dýrðar guðs. Hirðar hurfu aftur og lofuðu guð í öll- um hlutum, þeim er þeir sáu og heyrðu, því að hver, er skilja má tákn guðs máttar, skal guði eigna en eigi sér allt það, er hann má skilja gott að gera. En með því að vér höldum í dag burðartíð drottins vors Jesú Krists, góðir bræður, þá skulum vér nokkuð ræða um dýrð þessarar hátíðar. Það er vitanda, að hinn fyrsti maður var skapaður úr ósaurgaðri jörðu, sá er glataði í dauða sér sjálfum og öllu kyni sínu. Af því var maklegt, að sá léti frá hreinni meyju berast, er bætti hins fyrsta manns afgerð og aftur leiddi kyn hans allt til lífs frá dauða. Það var og maklegt, að Kristur bætti með lítillæti þá synd, er Adam gerði með ofmetnaði. Hinn forni Adam braut boðorð guðs og hlýddi teygingu djöfuls, og hóf sig upp í ofmetnað og vildi líkur vera guði. En hinn nýi Adam, sá er Kristur, var hlýðinn guði föður og lægði sig og tók mannslíkan á sig og sté niður til jarðar af himni, að hann leiddi til himins af jörðu mannkyn það er farizt hafði í hinni fyrstu synd. Mikið er tákn guðs ástar og lítillætis! Maður hafnaði guði og hvarf burt frá honum, en guð elskaði mann og kom hingað til manna. F.lsk- aði hann syndgan og gerði réttlátan. Elskaði hann sjúkan og gerði heilan. Elskaði hann ánauðgan og gerði frjálsan. Og elskaði hann svo fram- (Framhald á bls. 20.) 5

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.